32019R1170

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/1170 of 8 July 2019 amending and correcting Regulation (EC) No 29/2009 laying down requirements on data link services for the single European sky

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 29/2009 er mælt fyrir um samræmda innleiðingu á gagnatengingaþjónustu á grunni beinna gagnafjarskipta milli loftfara og jarðstöðva. Markmið með þessari gerð er að breyta undanþágum á kröfum reglugerðar (EB) nr. 29/2009 um að flugrekendur tryggi að tiltekin loftför, með tilteknar tegundir lofthæfivottorða, hafi gagnatengingaþjónustu skv. ákvæðum reglugerðarinnar. Breytingarnar snúa að því að fækka þeim loftförum sem þurfa að hafa tengingar fyrir gagnaflutningaþjónustu sem fjallað var um í II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 29/2009. Breytingarnar hafa lítil sem engin áhrif hér á landi. : Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 29/2009 er mælt fyrir um samræmda innleiðingu á gagnatengingaþjónustu á grunni beinna gagnafjarskipta milli loftfara og jarðstöðva. Markmið með þessari gerð er að breyta undanþágum á kröfum reglugerðar (EB) nr. 29/2009 um að flugrekendur tryggi að tiltekin loftför, með tilteknar tegundir lofthæfivottorða, hafi gagnatengingaþjónustu skv. ákvæðum reglugerðarinnar.
Breytingarnar stuðla að því að reglurnar verða áfram áhrifaríkar án þess að vera fjárhagslega íþyngjandi fyrir tiltekna flugrekendur sem hafa lítil áhrif á heildarfjölda flugferða.
Efnisútdráttur: Með þessari reglugerð eru gerðar breytingar á 3. gr., 14. gr. og III. viðauka reglugerðar (EB) nr. 29/2009. Breytingarnar snúa að því að breyta kröfum um að flugrekendur skuli tryggja að tiltekin loftför hafi getu til að nota gagnatengingaþjónustu skv. II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 29/2009. Breytingarnar snúa m.a. að:
- tilteknum loftförum sem fengu lofthæfivottorð gefið út fyrir 1. janúar 1995
- loftförum sem verða ekki lengur starfrækt í tilteknum loftrýmum eftir 31. desember 2022
- tilteknum loftförum sem fengu lofthæfivottorð gefið út fyrir 1. janúar 2018 og útbúin gagnatengingabúnaði fyrir þann dag í samræmi við kröfur í 10. lið III. viðauka við 29/2009.
- tilteknum loftförum sem eru hönnuð fyrir 19 farþega eða færri, af tilteknum þyngdarmörkum og með lofthæfivottorð útgefið fyrir 5. febrúar 2020.
- ríkisloftförum
- loftförum sem sinna prófunarflugi innan tiltekinna loftrýma.
Gerðin snýr einnig að því að samræma undanþáguákvæði reglugerðarinnar, leiðrétta ritstjórnarvillur og setja fram tilvísun til 10. viðauka Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í III. viðauka við reglugerðina.
Þá er ákvæði 14. gr. aðlagað að ákvæði 3. mgr. 127. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1139, sbr. tilvísun í 44. gr. hennar.
Viðauka III. við reglugerð (EB) nr. 29/2009 er skipt út fyrir viðauka við þessa gerð.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Breytingarnar hafa lítil sem engin áhrif hér á landi.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð fyrir innleiðingu gerðarinnar er 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. og 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð nr. 340/2015 um gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Flugrekendur.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða:
Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð: 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. og 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð nr. 340/2015 um gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1170
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 183, 9.7.2019, p. 6
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D060803/03
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023