32019R1213

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/1213 of 12 July 2019 laying down detailed provisions ensuring uniform conditions for the implementation of interoperability and compatibility of on-board weighing equipment pursuant to Council Directive 96/53/EC


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1213 frá 12. júlí 2019 um ítarleg ákvæði sem tryggja samræmd skilyrði fyrir framkvæmd reglna um rekstrarsamhæfi og samrýmanleika innbyggðs vigtunarbúnaðar samkvæmt tilskipun ráðsins 96/53/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 313/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða framkvæmdarreglugerð með stoð í tilskipun 96/53/EB. Samkvæmt tilskipun 96/53/EB skulu aðildarríkin fyrir 27. maí 2021 hafa gert sérstakar ráðstafanir til að greina ökutæki í umferð sem líklegt er að fari yfir leyfilega hámarksþyngd og skulu vegna þess sæta skoðun hjá lögbæru yfirvaldi. Aðildarríkin geta ákveðið að þessar sérstöku ráðstafanir verði framkvæmdar með sjálfvirkum mælingarbúnaði sem komið er upp við grunnkerfi vega eða með því að koma fyrir vigtunarbúnað um borð í ökutækjum sem greinir á sjálfvirkan hátt hvort ökutæki séu of þung. Reglugerð þessi gildir fyrir þau aðildarríki sem hafa valið að fara þá leið að koma vigtunarbúnaði fyrir um borð í ökutækjum í tengslum við eftirlit með þeim. Gerðin á ekki við um aðildarríki sem hafa ekki kosið að fara þá leið. Engin áhrif hér á landi þar sem Ísland hefur ekki farið þessa leið. Kostnaður er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdarreglugerð með stoð í tilskipun 96/53/EB. Með gerðinni er mælt fyrir um samræmd skilyrði fyrir vigtunarbúnað um borð í ökutækjum vegna eftirlits með þyngd þeirra.
Aðdragandi: Samkvæmt tilskipun 96/53/EB skulu aðildarríkin fyrir 27. maí 2021 hafa gert sérstakar ráðstafanir til að greina ökutæki í umferð sem líklegt er að fari yfir leyfilega hámarksþyngd og skulu vegna þess sæta skoðun hjá lögbæru yfirvaldi. Aðildarríkin geta ákveðið að þessar sérstöku ráðstafanir verði framkvæmdar með sjálfvirkum mælingarbúnaði sem komið er upp við grunnkerfi vega eða með því að koma fyrir vigtunarbúnað um borð í ökutækjum, e. on-board weighing equipment OBW, sem greinir á sjálfvirkan hátt hvort ökutæki séu of þung.
Reglugerð þessi er framkvæmdarreglugerð við tilskipun 96/53/EB og gildir fyrir þau aðildarríki sem hafa valið að fara þá leið að koma vigtunarbúnaði fyrir um borð í ökutækjum í tengslum við eftirlit með þeim. Gerðin á ekki við um aðildarríki sem hafa ekki kosið að fara þá leið.
Efnisútdráttur: Samkvæmt tilskipun 96/53/EB geta aðildarríki ákveðið að eftirliti með leyfilegri hámarksþyngd ökutækja verði sinnt með því að vigtunarbúnaði verði komið fyrir um borð í ökutækjum.
Reglugerð þessi er framkvæmdarreglugerð við tilskipunina og í henni er mælt fyrir um samræmd skilyrði fyrir vigtunarbúnað um borð í ökutækjum og þau kerfi sem setja þarf upp vegna eftirlits með slíkum búnaði.
Aðildarríki sem kjósa að sinna eftirliti með vigtunarbúnaði um borð í ökutækjum verða að sjá til þess að ökutækin og búnaðurinn undirgangist skoðun á sérstökum OBW-verkstæðum. Þá ber þeim að tryggja samræmda framkvæmd og nákvæmni búnaðarins. Þau verkstæði sem þarna er átt við geta til dæmis verið prófunarstöðvar sem um getur í tilskipun 2014/45/EB og í reglugerð ESB nr. 165/2014 sem og aðrar prófunarstöðvar sem uppfylla skilyrði þessarar reglugerðar.
Aðildarríki sem velja þessa aðferð, að koma vigtunarbúnaði fyrir um borð, skulu sjá til þess að kröfum samkvæmt gerðinni sé beitt frá og með 27. maí 2021. Ökutæki sem hafa verið skráð og tekin í notkun fyrir þann tíma þurfa ekki að vera búin slíkum búnaði.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Engin áhrif hér á landi þar sem Ísland hefur ekki farið þá leið að gera kröfu um vigtunarbúnað um borð í ökutækjum vegna eftirlits með leyfilegri hámarksþyngd ökutækja.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er í 75. og 76. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 75. og 76. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1213
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 192, 18.7.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 14, 5.3.2020, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 68, 5.3.2020, p. 68