32019R1583

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/1583 of 25 September 2019 amending Implementing Regulation (EU) 2015/1998 laying down detailed measures for the implementation of the common basic standards on aviation security, as regards cybersecurity measures


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1583 frá 25. september 2019 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd að því er varðar ráðstafanir vegna öryggis á Netinu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 044/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Eitt af markmiðunum með reglugerð (EB) nr. 300/2008 er að setja sameiginlega túlkun á 17. viðauka, öryggisviðaukanum, við Chicago-samninginn um alþjóðlegt almenningsflug. Öll aðildarríki Evrópusambandsins hafa undirritað hann. Reglugerð 2019/1583 er sett á grundvelli reglugerðar 300/2008. Markmiðinu skal náð með því að setja sameiginlegar reglur og grunnkröfur um flugvernd og koma á kerfi til að fylgjast með því að farið sé eftir þeim. Tilgangurinn með þessari breytingu er að tryggja að farið sé að öllu leyti eftir nýjustu breytingunum sem gerðar voru á viðauka 17. Með þeim var bætt við nýjum kröfum um landsbundnar stofnanir og viðeigandi yfirvald og forvarnar ráðstafanir til öryggis á Netinu. Samgöngustofa þarf að útfæra kröfur um þjálfun sem og útfæra miðlun upplýsinga. Gera þarf ráð fyrir þjálfun og fræðslu úttektarmanna verndardeildar, á sviði upplýsinga – og netmála. Uppfæra þarf verklagsreglur og gátlista. Gera má ráð fyrir ca. 2ja vikna vinnu eins starfsmanns við undirbúning.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Eitt af meginmarkmiðunum með reglugerð (EB) nr. 300/2008 er að setja fram sameiginlega túlkun á 17. viðauka, öryggisviðaukanum, við Chicago-samninginn um alþjóðlegt almenningsflug. Öll aðildarríki Evrópusambandsins hafa undirritað viðaukann. Reglugerð 2019/1583 er sett á grundvelli reglugerðar 300/2008. Markmiðinu skal náð með því að setja sameiginlegar reglur og grunnkröfur um flugvernd og koma á kerfi til að fylgjast með því að farið sé eftir þeim.
Tilgangurinn með að breyta framkvæmdarlöggjöfinni nú er að tryggja að farið sé að öllu leyti eftir nýjustu breytingunum sem gerðar voru á viðauka 17. Með þeim var bætt við nýjum kröfum um landsbundnar stofnanir og viðeigandi yfirvald og um forvarnar ráðstafanir til öryggis á Netinu.
Með því að innleiða þessar kröfur í framkvæmdalöggjöf um flugvernd í Evrópusambandinu verður tryggt að yfirvöld setji og taki í notkun verklagsreglur til að deila viðeigandi upplýsingum tímanlega og með hagnýtum hætti. Reglurnar verði þannig til að aðstoða önnur landsbundin yfirvöld og stofnanir, rekstraraðila flugvalla, flugrekendur og aðra hlutaðeigandi aðila við framkvæmd á skilvirku áhættumati á vernd í flugi. Þannig verða þessir aðilar aðstoðaðir við framkvæmd á skilvirku áhættumati á öðrum sviðum, m.a. öryggi á Netinu og við innleiðingu á ráðstöfunum gegn netógnum.
Eftirlitsskyldum aðilum ber að gera áhættumöt á sviði öryggis á netinu og gera ráðstafanir á grundvelli þess í flugverndaráætlun sinni.
Þá er kveðið á um kröfur sem setja þarf um þjálfun þeirra einstaklinga sem gera áhættumötin og þeirra sem hafa óheftan aðgang að net kerfum.
Umsögn: helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Samgöngustofa þarf að útfæra kröfur um þjálfun sem og útfæra miðlun upplýsinga. Gera þarf ráð fyrir þjálfun og fræðslu úttektarmanna verndardeildar, á sviði upplýsinga – og netmála. Uppfæra þarf verklagsreglur og gátlista. Gera má ráð fyrir ca. 2ja vikna vinnu eins starfsmanns við undirbúning.
Lagastoð fyrir innleiðingu Gerðar: Reglugerðina er rétt að innleiða með breytingu á reglugerð um flugvernd, með stoð í 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: enginn
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: ekki um slíkt að ræða
Horizontal issues:sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Ekki um slíkt að ræða
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: ekki um slíkt að ræða.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð fyrir innleiðingu Gerðar: Reglugerðina er rétt að innleiða með breytingu á reglugerð um flugvernd, með stoð í 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1583
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 246, 26.9.2019, p. 15
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 16, 23.2.2023, p. 24
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 57, 23.2.2023, p. 24