32019R1603

Commission Delegated Regulation (EU) 2019/1603 of 18 July 2019 supplementing Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council as regards measures adopted by the International Civil Aviation Organisation for the monitoring, reporting and verification of aviation emissions for the purpose of implementing a global market-based measure


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1603 frá 18. júlí 2019 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar ráðstafanir sem Alþjóðaflugmálastofnunin samþykkti vegna vöktunar, skýrslugjafar og sannprófunar á losun frá flugi í þeim tilgangi að koma hnattrænni markaðstengdri ráðstöfun til framkvæmda
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 074/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þessi framselda reglugerð er liður í innleiðingu á hnattrænum markaðsaðgerðum (e. global market based measure) um losun frá flugi frá árinu 2021 (CORSIA), en í október 2016 á 39. allsherjarþingi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) var samþykkt ályktun um hnattrænar aðgerðir frá 2021 sem munu stuðla að því að koma á stöðugleika á losun frá alþjóðaflugi.
Unnið er að því að innleiða markaðsaðgerðirnar í tveimur skrefum með það að markmiði að samræma ákvæði CORSIA og ETS kerfisins af stjórnsýsluástæðum og til þess að lágmarka rekstrar- og stjórnsýslukostnað fyrir flugrekendur.

Nánari efnisumfjöllun

Annars vegar hafa viðeigandi ákvæði verið sett inn í framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2066 um vöktun og skýrslugjöf, sem mun breyta reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 601/2012, og hins vegar í framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2067 um vottun og faggildingu vottunaraðila sem mun fella úr gildi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 600/2012, sem munu gilda frá 1. janúar 2021 og verða einnig teknar upp í EES-samninginn. Þessar framkvæmdareglugerðir taka mið af fyrstu útgáfu alþjóðlegra staðla og ráðlagðra starfshátta (SARPs) sem samþykkt var af Alþjóðaflugmálastofnuninni þann 27. júní 2018. Síðasti hlutinn í þessu ferli er framseld reglugerð (ESB) 2019/1603 sem fjallað er um hér.
Síðara skrefið er mælt fyrir um í gr. 28b í tilskipun 87/2003/EB (hér eftir nefnd ETS – tilskipunin) og varðar breytingar á ETS regluverkinu sem er einungis hægt að framkvæma með venjulegri löggjafarmeðferð af Evrópuþingingu og ráðinu.

Til viðbótar eru aðrir þættir sem hafa ber í huga við innleiðingu CORSIA, sem tengjast ekki beint efni þessarar reglugerðar. Þar má nefna m.a. samskipti við Samgöngustofu sem er undirstofnun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar á Íslandi, losunarheimildir og skráningarkerfi CORSIA og hvernig XIII. kafli laga nr. 70/2012 um loftslagsmál, sem fjallar um þvingunarúrræði og viðurlög, muni eiga við þær skyldur flugrekenda sem hér koma fram. Umhverfisstofnun mun skila sérstöku minnisblaði varðandi heildarinnleiðingu kerfisins, þar sem allir þættir þess verða teknir saman.

Ekki er gert ráð fyrir verulegum kostnaði við innleiðingu þessarar reglugerðar. Hins vegar ber að hafa í huga að ekki eru allir þættir varðandi innleiðingu CORSIA inn í ETS kerfið komnir á hreint, t.d. varðandi losunarheimildir og skráningarkerfi, uppgjör o.s.frv. og því er sá fyrirvari er settur á að gera þurfi kostnaðarmat á síðari stigum.

Innihald reglugerðarinnar:

Reglugerðin sem hér er til umfjöllunar fjallar um aðgerðir sem ekki falla nú þegar undir ETS- tilskipunina en munu koma til innleiðingar vegna tengingar CORSIA við ETS kerfið. Nánar verður fjallað um þessar aðgerðir hér fyrir neðan.
Fyrsta grein reglugerðarinnar fjallar um skýrsluskyldur flugrekenda. Umræddir flugrekendur þurfa að hafa flugrekstrarleyfi útgefið af aðildarríki eða vera skráðir í því ríki. Undanþegnir eru þeir flugrekendur sem að losa minna en 10.000 tonn af CO2 á ári eða hafa loftför með staðfestan hámarksflugtaksmassa sem er minni en 5.700 kg. Þessar undanþágur eru þær sömu og koma fram í II. viðauka við lög um loftslagsmál nr. 70/2012. Þau flug sem eru undanþegin eru færri en í ETS tilskipuninni, en einungis ríkisflug, flug í mannúðarskyni, sjúkraflug, herflug og flug í tengslum við slökkvistarf eru undanþegin. Þau flug sem eru undanþegin skv. tilskipuninni en ekki skv. reglugerð þessari eru því toll- og lögregluflug, flug í tengslum við leit og björgun, öll flug sem koma fram í liðum d)–g)- auk i)-liðar í II. viðauka við lög um loftslagsmál og er það sérstaklega tekið fram í 2. gr. þessarar reglugerðar hvaða flug sem eru undanskilin ETS tilskipuninni munu falla undir CORSIA. Þröskuldurinn um að fljúga þurfi fleiri en 243 flug á hverju tímabili í þrjú samfelld, fjögurra mánaða tímabil, gildir ekki um þessa reglugerð og er það sérstaklega tekið fram í 2. gr.

Önnur grein reglugerðarinnar fjallar um gildissvið hennar, þar sem gildissviðið stækkar miðað við núverandi ETS tilskipun. Flugrekendur skulu skila skýrslu um losun frá flugi á milli flugvalla sem staðsettir eru innan EES og þriðju ríkja (t.d. París – Marrakesh), losun frá flugi á milli flugvalla aðildarríkja og flugvalla á „ystu svæðum“ (e. outermost regions), hjálendum og yfirráðasvæðum aðildarríkja (t.d. Írland – Grænland), og flug á milli flugvalla á „ystu svæðum“, hjálendum og yfirráðasvæðum aðildarríkja og flugvalla í þriðju ríkjum eða á „ystu svæðum“, hjálendum og yfirráðasvæðum aðildarríkja (t.d. Grænland – Kanada).
Innanlandsflug er ekki hluti af þessari grein, heldur er einungis verið að fjalla um millilandaflug.
Að auki er mælt með því að flugrekendur vakti og skili skýrslu um flug á milli tveggja þriðju ríkja (t.d. Kanada – Mexíkó). Þar sem að framkvæmdastjórnin hefur ekki lagalega heimild til að setja slíka reglu á, þarfnast þessi málsgrein staðfestingar Evrópuþingsins og ráðsins, en ljóst er að það er flugrekendum til bóta að vakta og skila skýrslu um alla losun sína, þ.m.t. losun á milli tveggja þriðju ríkja.
Þetta þýðir að gildissviðið fer frá því að vera aðallega með flug innan EES- svæðisins, yfir í öll alþjóðaflug, óháð því hvort að ríki séu innan EES eða ekki.

Þriðja grein er staðfesting á því að skýrsluskil skv. þessari reglugerð uppfylli þau skilyrði sem koma fram í ETS tilskipunni og reglugerð (ESB) nr. 601/2012 um vöktun og skýrslugerð og síðar framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2066 (frá 1. janúar 2021). Framkvæmdastjórnin mun gefa út uppfærð sniðmát fyrir skýrsluskil flugrekenda.

Fjórða greinin er staðfesting á því að vottun losunargagna skv. reglugerðinni uppfylli þau skilyrði sem koma fram í ETS tilskipunni og framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2067 um vottun og sannprófun.

Fimmta grein reglugerðarinnar fjallar um að flugrekendur skuli tilkynna losun sína til umsjónarríkis skv. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 748/2009 um lista yfir flugrekendur. Ef flugrekendur eru ekki á þeim lista skulu þeir tilkynna losun til þess aðildarríkis sem gaf út flugrekstrarskírteini þeirra, eða þar sem flugrekandinn hefur löggildingarstað.

Til að tryggja gæði losunargagna er framkvæmdastjórninni og aðildarríkjum heimilt að nýta aðstoð Eurocontrol eins og áður, og 6. gr. reglugerðarinnar staðfestir áframhald þess efnis.

Sjöunda grein reglugerðarinnar er nýtt atriði, en hún fjallar um að aðildarríki skuli senda öll viðeigandi losunargögn til Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). Áður en gögnin eru send skulu aðildarríkin gera svokallaða stærðarþrepa-athugun (e. order of magnitude check), sem er í raun yfirferð á losunarskýrslum flugrekenda, og fara yfir hvort að villur eða eyður séu í gögnunum. Aðildarríki skulu senda þessi gögn til framkvæmdastjórnarinnar á sama tíma og þau eru send til ICAO. Þar sem að hlutverk Evrópuþingsins og ráðsins við ákvörðun um breytingar á lögum Sambandsins er virt að fullu, er settur fyrirvari á þessa grein um umfjöllun Evrópuþingsins og ráðsins um leiðir til að útfæra ICAO-kerfið í lögum sambandsins.
Losunarstuðull ICAO fyrir þotueldsneyti er ekki sá sami og er í ETS tilskipuninni. Í ETS tilskipuninni er stuðullinn 3,15 en hjá ICAO er hann 3,16 skv. IV viðauka 16 við Chicago samninginn frá 7. desember 1944. Þegar gögnin eru send til ICAO skal nota þann losunarstuðul, þó svo að flugrekendur skili inn upplýsingum um losun skv. ETS losunarstuðlinum. Auðvelt verður fyrir aðildarríki að gera þessa breytingu með aðstoð Eurocontrol skv. 6.gr. þessarar reglugerðar. Í skýrslu sem framkvæmdastjórnin skal skila til Evrópuþingsins og ráðsins um innleiðingu CORSIA skv. gr. 28b í tilskipun 87/2003/EB verður fjallað um hvort að endurskoða eigi þetta og breyta losunarstuðli ETS, en slíkar breytingar geta ekki farið fram nema með samþykki Evrópuþingsins og ráðsins.

Áhrif á flugrekendur og stjórnsýslu:

Helstu áhrifin með innleiðingu þessarar reglugerðar er víðara gildissvið. Það mun bæði hafa áhrif á flugrekendur sem stunda alþjóðaflug, þar sem þeir munu þurfa að vakta og skila skýrslu um fleiri flug, sem skilar sér í ítarlegri yfirferð lögbærs yfirvalds.
Það að senda viðeigandi gögn til ICAO er aukin stjórnsýslubyrði á lögbært yfirvald. Hins vegar er það vinnureglan nú þegar hjá Umhverfisstofnun að fara yfir allar losunarskýrslur flugrekenda, svo ekki er talið að vinnuálag muni aukast til muna við innleiðinguna, auk þess sem að flugrekendur hár á landi eru ekki það margir. Lögbært yfirvald þarf að hafa það í huga að breyta losunarstuðlinum skv. 7.gr. þó svo að aðstoð frá Eurocontrol ætti að gera það auðveldara en ella. Upptalin áhrif eru ekki talin meiriháttar en verða útfærð frekar í áðurnefndu minnisblaði Umhverfisstofnunar um heildarinnleiðingu CORSIA.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012. Gerðin verður innleidd með nýrri reglugerð.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1603
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 250, 30.9.2019, p. 10
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2019)5206
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 11.1.2024, p. 124
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/80, 11.1.2024