32019R1795

Regulation (EU) 2019/1795 of the European Parliament and of the Council of 24 October 2019 amending Regulations (EU) 2019/501 and (EU) 2019/502 as regards their periods of application - Brexit


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1795 frá 24. október 2019 um breytingu á reglugerðum (ESB) 2019/501 og (ESB) 2019/502 að því er varðar gildistíma þeirra (Texti sem varðar EES)
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 272/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðir 2019/501, um flutninga á vegum, basic road connectivity, og 2019/502 um flutninga í lofti, basic air connectivity, voru settar til að tryggja óbreytt ástand í flutningum í lofti og á vegum milli Evrópusambandsins og Bretlands þrátt fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Einu breytingarnar sem myndu fylgja reglugerð í kjölfar þessarar tillögu sem hér er til umfjöllunar eru á tímaramma beggja reglugerðanna sem breyta á. Með öðrum orðum er verið að lengja gildistíma þeirra þar sem Brexit málið hefur dregist á langinn. Lagt er til að gildistími reglugerðarinnar verði til 31. júlí 2020 vegna flutninga á vegum, basic road connectivity, reglugerð 2019/501 og til 24. október 2020 vegna flutninga í lofti, basic air connectivity, reglugerð 2109/502.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerð 2019/501 var samþykkt vegna fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Með henni átti að tryggja að ýmsar mikilvægar samgönguæðar á vegum haldist opnar til 31. desember 2019. Heimila átti flutningsaðilum frá Bretlandi að flytja tilteknar vörur til Evrópusambandsins að því gefnu að Bretland veitti flutningsaðilum frá Evrópusambandinu sama rétt í samræmi við reglur sem tryggja sanngjarna samkeppni. Vörurnar sem um ræðir eru póstur, ökutæki sem orðið hafa fyrir skemmdum, efni til framleiðslu á ökutækjum, lyfjum og tækjum og búnaði til læknisþjónustu. Gerðin hefur helst áhrif á flutningsaðila á vegum í Bretlandi sem flytja vörur milli Bretlands og Evrópusambandsins. Áhrifin eru takmörkuð sem engin hér á landi. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Reglugerð 2019/502 var til komin vegna hugsanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings við ESB og EES EFTA ríkin. Verði raunin að enginn samningur náist munu breskir flugrekendur ekki lengur geta stundað flutningaflug til EES ríkja á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 1008/2008 og að skírteini útgefin í Bretlandi á grundvelli reglugerðarinnar munu ekki njóta gagnkvæmni í EES ríkjum. Því er gert ráð fyrir því að 1. til 4. flugréttindi verði veitt breskum flugrekendum einhliða. Verði ekki um gagnkvæmni að ræða fyrir ESB hefur framkvæmdastjórnin heimildir til þess að grípa til aðgerða til þess að lagfæra stöðuna.
Einu breytingarnar sem myndu fylgja reglugerð í kjölfar þessarar tillögu sem hér er til umfjöllunar eru á tímaramma beggja reglugerðanna sem breyta á. Með öðrum orðum er verið að lengja gildistíma þeirra þar sem Brexit málið hefur dregist á langinn. Lagt er til að gildistími reglugerðarinnar verði til 31. júlí 2020 vegna flutninga á vegum, basic road connectivity, reglugerð 2019/501 og til 24. október 2020 vegna flutninga í lofti, basic air connectivity, reglugerð 2109/502.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er annars vegar 11. gr. laga nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Hins vegar í 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing færi fram með breytingum á bæði reglugerð nr. 474/2017 um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi og breytingu á reglugerð um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1795
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2019) 396
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 5, 12.1.2023, p. 44
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 11, 12.1.2023, p. 50