32019R1892

Commission Regulation (EU) 2019/1892 of 31 October 2019 amending Regulation (EU) No 1230/2012 as regards type-approval requirements for certain motor vehicles fitted with elongated cabs and for aerodynamic devices and equipment for motor vehicles and their trailers


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1892 frá 31. október 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1230/2012 að því er varðar kröfur um gerðarviðurkenningu tiltekinna vélknúinna ökutækja með framlengdu stýrishúsi og tækja og búnaðar sem dregur úr loftnúningsviðnámi vélknúinna ökutækja og eftirvagna þeirra
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 019/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerðinni er gripið til aðgerða til að tryggt sé að þau markmið náist sem sett hafa verið um losun koltvísýrings frá flutningabifreiðum og öðrum sambærilegum ökutækjum með langa eftirvagna. Jafnframt á að stuðla að því að aðgerðirnar skerði ekki afkastagetu flutningakerfis EES-svæðisins hvort heldur er eingöngu með ökutækjum eða með fleiri en einum flutningsmáta. Gerðar eru breytingar á því hvernig tilteknir íhlutir í ökutæki og eftirvagnar þeirra eru metnir til gerðarviðurkenningar. Þar er um að ræða íhluti eða þætti ökutækja sem hannaðir eru til að draga úr loftmótstöðu eða bæta loftaflfræðilega eiginleika ökutækisins. Slíkir íhlutir skulu nú metnir fyrir eitt ökutæki eða hóp ökutækja en ekki einir og sér. Jafnframt skulu kolefnishlutlaus ökutæki eða ökutæki með óhefðbundna orkugjafa hafa heimild til að vera þyngri en önnur ökutæki samkvæmt reglugerðinni sökum minni losunar. Áhrif eru hverfandi hér á landi.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Með reglugerðinni er gripið til aðgerða til að tryggt sé að þau markmið náist sem sett hafa verið um losun koltvísýrings frá flutningabifreiðum og öðrum sambærilegum ökutækjum með langa eftirvagna. Jafnframt á að stuðla að því að aðgerðirnar skerði ekki afkastagetu flutningakerfis EES-svæðisins hvort heldur er eingöngu með ökutækjum eða með fleiri en einum flutningsmáta.
Aðdragandi: Í reglugerð (ESB) 1230/2012 eru sett fram skilyrði fyrir gerðarviðurkenningu ökutækja og eftirvagna þeirra. Gera þarf breytingar til að stuðla að nýsköpun. Með því á að stuðla að því að nýjar uppfinningar og tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda verði til svo markmiðum í loftslagsmálum verði náð.
Efnisútdráttur: Gerðar eru breytingar á því hvernig tilteknir íhlutir í ökutæki og eftirvagna þeirra eru metnir til gerðarviðurkenningar. Þar er um að ræða íhluti eða þætti ökutækja sem hannaðir eru til að draga úr loftmótstöðu eða bæta loftaflfræðilega eiginleika ökutækisins. Slíkir íhlutir skulu nú metnir fyrir eitt ökutæki eða hóp ökutækja en ekki einir og sér.
Jafnframt skulu kolefnishlutlaus ökutæki eða ökutæki með óhefðbundna orkugjafa hafa heimild til að vera þyngri en önnur ökutæki samkvæmt reglugerðinni sökum minni losunar.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Breytingar verða á leyfilegri þyngd ökutækja sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum eða eru kolefnishlutlaus. Þá eru skýrðar reglur um gerðarviðurkenningu íhluta sem bæta loftaflsfræðilega eiginleika ökutækis og draga þannig úr eyðslu eldsneytis. Áhrif eru hverfandi að öðru leyti en almennt leiðir af framfylgni við lög og reglur um stærð og gerð ökutækja.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Samkvæmt núgildandi lagaumhverfi er lagastoðin 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Lagastoð verður eftir 1. janúar 2020 í a-lið 4. mgr. 69. gr. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar¬félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Gerðin er um gerðarviðurkenningu tiltekinna ökutækja og ákveðinna íhluta sem hafa áhrif á loftaflfræðilega eiginleika ökutækis, aðallega vöruflutningabifreiða og sambærilegra langra ökutækja. Reglugerðin kann að snerta hagsmuni þeirra sem eiga eða reka slík ökutæki. Það mun þó vera að takmörkuðu leyti þar sem eingöngu er um að ræða að íhlutir sem ætlaðir eru tilteknum ökutækjum séu gerðarviðurkenndir sem slíkir.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Á ekki við.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Á ekki við.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð verður eftir 1. janúar 2020 í a-lið 4. mgr. 69. gr. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1892
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 291, 12.11.2019, p. 17
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 11.1.2024, p. 43
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/86, 11.1.2024