32019R1939

Commission Regulation (EU) 2019/1939 of 7 November 2019 amending Regulation (EU) No 582/2011 as regards Auxiliary Emission Strategies (AES), access to vehicle OBD information and vehicle repair and maintenance information, measurement of emissions during cold engine start periods and use of portable emissions measurement systems (PEMS) to measure particle numbers, with respect to heavy duty vehicles

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1939 frá 7. nóvember 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 582/2011 að því er varðar aukalosunaraðferðir (AES), aðgang að upplýsingum úr innbyggðu greiningarkerfi og upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja, mælingar á losun á kaldræsingartímabilum og notkun færanlegs mælikerfis fyrir losun (PEMS) til að mæla fjölda agna, að því er tekur til þungra ökutækja
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 019/2021
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að breyta reglugerð (ESB) nr. 582/2011 um framkvæmd og breytingu á reglugerð (EB) nr. 595/2009 að því er varðar losun frá þungum ökutækjum (Euro VI) og um breytingar á I. og III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/46/EB. Búið er að breyta reglum um mat á AES, e. Auxiliary Emission Strategies, fyrir létt ökutæki með reglugerð ESB 2017/1151. Því þarf að breyta reglunum um þung ökutæki sem reglugerð ESB 582/2011 gildir um til að gæta samræmis. Þegar gerðar hafa verið prófanir á losun gróðurhúsalofttegunda hefur verið miðað við vél sem náð hefur vinnsluhita. Með þessari reglugerð er verið að breyta því. Með henni verður það gert að skyldu að miðað sé við vél sem ræst er og því köld í upphafi prófs. Einungis óbein áhrif hér á landi þar sem hér eru ekki framleiðendur bifreiða. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að breyta reglugerð (ESB) nr. 582/2011 um framkvæmd og breytingu á reglugerð (EB) nr. 595/2009 að því er varðar losun frá þungum ökutækjum (Euro VI) og um breytingar á I. og III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/46/EB.
Aðdragandi: Búið er að breyta reglum um mat á AES, e. Auxiliary Emission Strategies, fyrir létt ökutæki með reglugerð ESB 2017/1151. Því þarf að breyta reglunum um þung ökutæki sem reglugerð ESB 582/2011 gildir um til að gæta samræmis.
Efnisúrdráttur: Þegar gerðar hafa verið prófanir á losun gróðurhúsalofttegunda hefur verið miðað við vél sem náð hefur vinnsluhita. Með þessari reglugerð er verið að breyta því. Með henni verður það gert að skyldu að miðað sé við vél sem ræst er og því köld í upphafi prófs.
Verið er að innleiða PEMS, e. Portable Emissions Measurement System, sem er færanlegur búnaður til mengunarmælinga sem á að nota í gerðarviðurkenningarferli þungra ökutækja.
Þá viðurkennir framkvæmdastjórnin að framleiðendur ökutækja sem eru búin hreyfli með neistakveikju eða tvíeldsneytis hreyfli sem er knúinn með þjöppuðu jarðgasi (CNG), fljótandi jarðgasi (LNG) eða fljótandi jarðolíugasi (LPG) kunni að þurfa aðlögun til að uppfylla kröfurnar. Til að tryggja nægilegan tíma svo framleiðendum þessara ökutækja hafi nægan tíma til að breyta framleiðsluháttum sínum í samræmi við kröfur reglugerðar þessarar þarf að vera aðlögunartímabil í boði.
Þær kröfur sem settar eru fram í þessari reglugerð um prófanir ökutækja í notkun eiga ekki við þær vélar og ökutæki sem voru gerðarviðurkennd áður en þessar kröfur voru settar fram. Vegna þessa eiga þær breytingar á prófunum í viðauka I, II og III í þessari reglugerð eingöngu við samræmisprófanir á ökutækjum í akstri á nýjum vélum og ökutækjum. Með öðrum orðum vélum og ökutækjum sem eru gerðarviðurkennd eftir að þessi reglugerð hefur tekið gildi.
Reglurnar um aðgang að upplýsingum úr innbyggðum greiningarkerfum ökutækja (hér eftir „OBD“) og upplýsingar um viðgerðir og viðhald ökutækis hafa verið innleiddar í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. ESB 2018/858. Sú reglugerð tekur gildi frá og með 1. september 2020. Frá þeim degi falla úr gildi ákvæði reglugerðar 582/2011 um sama efni.
Þá er almennt verið að skerpa á þeim kröfum sem framleiðandi þarf að láta gerðarviðurkenningaryfirvöld fá um mengunarbúnað ökutækja.
Eftir 1. janúar 2021 skulu landsyfirvöld neita að veita nýjum ökutækjum evrópska gerðarviðurkenningu eða þjóðargerðarviðurkenningu ef þau uppfylla ekki kröfur sem settar eru fram í þessari reglugerð.
Þó skulu nýjar gerðir af ökutækjum búin rafkveikju af gerð 1A og geta gengið fyrir tveimur orkugjöfum og B1 hreyflum með tveim orkugjöfum (í tvíorku stillingu) og ökutæki sem eru búin slíkum vélum uppfylla hámarks samræmingarstuðul fyrir PM númer í samræmi við II. viðauka frá og með 1. janúar 2023. Ákveðnar upplýsingar um losun þessara ökutækja skulu koma fram á niðurstöðum prófana PEMS kerfisins á vottorði gerðarviðurkenningar frá 1. janúar 2021.
Eftir 1. janúar 2022 skulu landsyfirvöld neita að taka við CoC vottorðum fyrir ný ökutæki sem uppfylla ekki kröfur sem settar eru fram í þessari reglugerð og skulu neita skráningu á grundvelli losunar.
Þó skulu landsyfirvöld hafna CoC vottorðum fyrir ný ökutæki eftir 1. janúar 2024 ef þau eru búin hreyflum með rafkveikju og eru annars vegar af gerð 1A gerð fyrir tvo orkugjafa og hins vegar af gerð B1 með hreyflum sem gerðir eru fyrir tvo orkugjafa (í tvíorku stillingu) og ökutæki sem eru búin vélum sem falla undir ofangreindar lýsingar ef þau uppfylla ekki hámarks samræmingarstuðul fyrir PM númer í samræmi við II. viðauka. Höfnun landsyfirvalda skal vera á grundvelli losunar. Ákveðnar upplýsingar um losun þessara ökutækja skulu koma fram á vottorði gerðarviðurkenningar frá 1. janúar 2022 og þá á grundvelli niðurstaðna prófana sem gerðar hafa verið með PEMS kerfinu.
Verið að uppfæra viðauka.
Búið er að uppfæra töflu með nýjum síðasta skráningardegi með ákveðnum mengunarstöðlum ökutækja sem skráningaryfirvöld þurfa að nýta sér.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Breytingin sem þessi reglugerð hefur í för með sér snýr aðallega að framleiðendum og gerðarviðurkenningaryfirvöldum. Þó eru framangreindar dagsetningar sem segja til um síðasta skráningardag ökutækja með ákveðnum mengunarstöðlum upplýsingar sem skráningaryfirvöld nýta sér.
Gerðin hefur þýðingu fyrir framleiðendur ökutækja. Ekki er starfandi framleiðandi ökutækis á Íslandi og því hefur gerðin ekki áhrif í dag á Íslandi að öðru leyti en að framan greinir hvað varðar skráningaryfirvöld sem geta nýtt sér upplýsingar.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar er í 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1939
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 303, 25.11.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 11.1.2024, p. 43
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/86, 11.1.2024