Opinbert eftirlit - 32019R2122

Commission Delegated Regulation (EU) 2019/2122 of 10 October 2019 supplementing Regulation (EU) 2017/625 of the European Parliament and of the Council as regards certain categories of animals and goods exempted from official controls at border control posts, specific controls on passengers’ personal luggage and on small consignments of goods sent to natural persons which are not intended to be placed on the market and amending Commission Regulation (EU) No 142/2011


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 01 Heilbrigði dýra og plantna, 01.01 Dýr

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. C(2019) 7006 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2017/625/EB um tiltekna flokka dýra og vara sem eru undanþegnir opinberu eftirliti á landamæraeftirlitsstöðvum, sértækt eftirlit með farangri farþega og smáum sendingum af vörum sem eru sendar til einkaaðila og er ekki ætlað að fari í dreifingu og breytingar á reglugerð nr. 142/2011/EB

Nánari efnisumfjöllun

Efni:
Þessi reglugerð kemur í stað ákvæða í tilskipun 97/78/EC um undanþágur frá opinberu eftirliti á landamæraeftirlitsstöðvum fyrir vörur í persónulegum farangri ferðamanna, til neyslu af áhöfn eða farþegum um borð í flutningstækjum og smærri sendingum sem eru sendar til einstaklinga og reglna í reglugerð nr. 206/2009/EB um forvarnir gegn dýrasjúkdómum og sjúkdómsvöldum.

Þessi reglugerð leggur fram reglur um í hvaða tilfellum og gegn hvaða skilyrðum tilteknir flokkar af dýrum og vörum geta verið undanþegnir opinberu eftirliti á landamæraeftirlitsstöðvum og í hvaða tilfellum tollyfirvöld eða önnur opinber yfirvöld mega annast tiltekin eftirlitsverkefni, svo fremi að þessi verkefni falli ekki þegar undir þeirra ábyrgð.

Þessar undantekningar geta átt við í vissum tilfellum fyrir sendingar með:
• Dýr/vörur sendar í vísindatilgangi:
o Hryggleysingjar – sendingar þurfa að hafa hlotið samþykki fyrir komu og þarf að eyða eða endursenda eftir notkun. Ath. Hér er ekki ljóst hvort um ræðir lifandi eða dauð dýr, en óheimilt er að flytja inn lifandi skordýr til Íslands í samræmi við 2. málsgrein í inngangsorðum I. viðauka EES-samningsins.
Þessi undantekning á ekki við um tilteknar tegundir hryggleysingja: býflugur, hunangsflugur, lindýr og krabbadýr
• Sýni til rannsókna og greininga:
o Sendingar þurfa að hafa hlotið samþykki fyrir komu og þeim þurfa að fylgja opinber skjöl þar sem samþykkið er tilgreint
• Plöntur og afurðir í vísindatilgangi
o Þessi ákvæði eiga ekki við þar sem plöntuheilbrigðismál eru ekki innleidd í EES samningnum
• Afurðir úr dýraríkinu og samsettar afurðir ætlaðar til neyslu í flutningstækjum
o Þær mega ekki fara í land í Sambandinu nema í umflutningi milli flutningsfyrirtækja, og þá í samráði við lögbær stjórnvöld og tollayfirvöld.
• Vörur í persónlegum farangri ferðamanna:
o Afurðir úr dýraríkinu, samsettar afurðir, aukaafurðir úr dýrum eða afleiddar, plöntur, plöntuafurðir eða aðrar afurðir svo lengi sem þær séu listaðar í 1. Hluta Annex I og að samanlögð þyngd þeirra fari ekki yfir 2 kg.
o Slægðar, tilreiddar eða unnar fiskafurðir svo lengi sem að samanlögð þyngd þeirra fari ekki yfir 20 kg.
o Aðrar afurðir, þó ekki þær sem taldar eru upp í 2. Hluta Annex I, að hámarki 2 kg.
o Plöntur m. ákveðnum undantekningum
o Vörur frá AD, IS, LI, NO, SM og CH, aðrar en plöntur til útplöntunar
o Fiskafurðir frá FO og GL
o Vörur, aðrar en plöntur til útplöntunar og fiskafurðir frá FO og GL, að hámarki 10 kg.
Lögbær yfirvöld skulu hafa til sýnis veggspjöldin úr Annex II á öllum komustöðum inn í landið og mega bæta við upplýsingum úr Annex III eða sértækum upplýsingum í hverju landi. Flutningsaðilar skulu samþykkja að þessar upplýsingar séu sýnilegar á starfssvæði þeirra og skulu jafnframt draga athygli ferðamanna að þessum upplýsingum. Lögbær yfirvöld, í samráði við tollyfirvöld eða önnur yfirvöld skulu skipuleggja sértækt opinbert eftirlit með vörum í persónulegum farangri ferðamanna eftir áhættumiðuðum og árangursríkum aðferðum skv. nánari útskýringum í þessari reglugerð.

• Smærri sendingar af vörum sem eru sendar til einstaklinga og er ekki ætlunin að setja þær á markað
o Sömu skilyrði eiga við og um sendingar í farangri ferðamanna, nema í þessu tilfelli eru það póstþjónustur sem skulu draga athygli viðskiptavina sinna að gildandi reglum.
• Gæludýr
o Ath. óheimilt er að flytja inn lifandi dýr til Íslands í samræmi við 2. málsgrein í inngangsorðum I. viðauka EES-samningsins. Þetta ákvæði á því ekki við um Ísland.

Tekur gildi:
14. desember 2019, samhliða nýju eftirlitslöggjöfinni

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gerðin verður innleidd samhliða nýrri löggjöf um opinbert eftirlit og með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Kostnaður fellur á hið opinbera vegna skilyrða sem gerðin setur fram eins og t.d. eftirlitsáætlunar og prentun veggspjalda.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R2122
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 321, 12.12.2019, p. 45
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2019)7006
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar