32019R2153

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/2153 of 16 December 2019 on the fees and charges levied by the European Union Aviation Safety Agency, and repealing Regulation (EU) No 319/2014

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið með setningu innleiðingarreglugerðar 2019/2153 er að jafnvægi verði á milli þess kostnaðar sem Flugöryggisstofnun Evrópu þarf að leggja í vegna starfsemi sinnar og þeirra gjalda og þóknana sem stofnunin innheimtir til að standa straum af þeim. Með gerðinni er ákveðið í hvaða tilvikum eigi að innheimta þóknanir og gjöld, hver fjárhæð þóknana og gjalda eigi að vera og með hvaða hætti greiðsla skal fara fram. Í samræmi við reglugerð (ESB) 2018/1139 fær Flugöryggisstofnun Evrópu meðal annars tekjur af þóknunum frá umsækjendum vottorða og samþykkta, sem Flugöryggisstofnunin gefur út, viðheldur eða breytir, og gjöldum, sem eru innheimt vegna útgáfu efnis, kærumeðferðar, þjálfunar og annarrar þjónustu, sem Flugöryggisstofnunin veitir.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið með setningu innleiðingarreglugerðar 2019/2153 er að jafnvægi verði á milli þess kostnaðar sem Flugöryggisstofnun Evrópu þarf að leggja í vegna starfsemi sinnar og þeirra gjalda og þóknana sem stofnunin innheimtir til að standa straum af þeim. Með gerðinni er ákveðið í hvaða tilvikum eigi að innheimta þóknanir og gjöld, hver fjárhæð þóknana og gjalda eigi að vera og með hvaða hætti greiðsla skal fara fram.
Efnisútdráttur: Í samræmi við reglugerð (ESB) 2018/1139 fær Flugöryggisstofnun Evrópu meðal annars tekjur af þóknunum frá umsækjendum vottorða og samþykkta, sem Flugöryggisstofnunin gefur út, viðheldur eða breytir, og gjöldum, sem eru innheimt vegna útgáfu efnis, kærumeðferðar, þjálfunar og annarrar þjónustu, sem Flugöryggisstofnunin veitir.
Ný gjaldskrá er sett fram með þessari gerð en með henni er jafnframt felld úr gildi reglugerð (ESB) nr. 319/2014 og þau gjöld sem ákveðin voru með henni.
Gjaldskráin er birt í viðauka við gerðina. Helstu atriði hennar eru:
- Gjöld vegna tegundavottorða
- Gjöld vegna samþykkis á minniháttar og meiriháttar viðgerðum
- Gjöld vegna samþykkis á fyrirtækjum í þriðju ríkjum
- Árlega þóknun fyrir handhafa EASA-tegundavottorða sem teljast viðurkennd samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1139
- Gjöld vegna samþykkis fyrir hönnunarfyrirtækjum
- Gjöld vegna samþykki fyrir framleiðslufyrirtækjum
- Gjöld vegna samþykkis á viðhaldsfyrirtækjum
- Gjöld vegna samþykkis fyrir fyrirtækjum sem veita viðhaldsþjálfun
- Gjöld vegna samþykkis á fyrirtækjum í þriðju ríkjum sem annast stjórnun á áframhaldandi lofthæfi
- Gjöld vegna vottunarverkefna
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur takmörkuð áhrif hér á landi þar sem hér eru engir framleiðendur loftfara eða íhluta í loftför þó svo að nokkrir aðilar þurfi í einstaka tilvikum að leita eftir þjónustu stofnunarinnar, til dæmis:
- flugrekendur sem þurfa að sækja um samþykki til EASA í sérstökum tilvikum, t.d. tengd flugskilyrðum, vegna stærri breytingar eða viðgerða, þ.e. í tilvikum þegar Samgöngustofa má ekki gefa út samþykki.
- hönnunarfyrirtæki sem þurfa að sækja starfsleyfi sitt til EASA.
- umsækjendur um vottun á flughermum starfræktum á Íslandi en eftirliti með þeim hefur verið framvísað til EASA
Lagastoð fyrir innleiðingu. gerðar: Lagastoðin er 2. mgr. 146. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með setningu nýrrar reglugerðar sem jafnframt fella úr gildi reglugerð nr. 394/2015.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn fyrir Samgöngustofu og enginn beinn kostnaður fyrir almenning.
Hækkun gjaldskrár mun hafa áhrif á þau fyrirtæki á Íslandi sem eru háð samþykki hjá EASA og í sérstökum tilvikum fyrir flugrekendur sem leita þurfa eftir þjónustu stofnunarinnar sbr. umfjöllun hér að framan. Innleiðing reglugerðarinnar endurspeglar aukinn kostnað EASA. Það endurspeglast m.a. í hækkun á tímagjaldi EASA um sem nemur 6%.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Fyrirtæki sem þurfa EASA-vottun og flugrekendar sem þurfa að leita eftir þjónustu stofnunarinnar í vissum tilvikum.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 2. mgr. 146. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með setningu nýrrar reglugerðar sem jafnframt fella úr gildi reglugerð nr. 394/2015.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R2153
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 327, 17.12.2019, p. 36
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023