Ákvörðun nr. E7 um hagnýtt fyrirkomulag samstarfs og upplýsingaskipta þar til rafræn upplýsingaskipti innan EESSI kerfisins eru komin að fullu til framkvæmda - ­32020D0306(01)

Administrative Commission for the Coordination of Social Security Systems Decision No E7 of 27 June 2019 concerning practical arrangements for cooperation and data exchange until the Electronic Exchange of Social Security Information (EESSI) is fully implemented in Member States

Framkvæmdaráð um samræmingu almannatryggingakerfa Ákvörðun nr. E7 frá 27. júní 2019 varðandi hagnýtt fyrirkomulag samstarfs og upplýsingaskipta þar til rafrænni miðlun upplýsinga um almannatryggingar (EESSI) hefur verið komið til framkvæmda að fullu í aðildarríkjunum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 06 Almannatryggingar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 043/2021
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa nr. E7 frá 27. júní 2019 um hagnýtt fyrirkomulag samstarfs og upplýsingaskipta þar til að rafræn upplýsingaskipti í almannatryggingum eru að fullu komin til framkvæmdar í aðildarríkjunum.

Ákvörðunin er tekin með stoð í 72. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og samkvæmt reglugerð (EB) nr. 987/2009 um framkvæmd fyrrgreindu reglugerðarinnar. Ákvörðunin veitir hagnýtar leiðbeiningar um upplýsingaskipti við framkvæmd reglugerðanna.

Ákvarðanir framkvæmdaráðsins eru gerðir sem aðilar EES-samningsins skulu taka tilhlýðilegt tillit til skv. viðauka VI við EES samninginn.

Nánari efnisumfjöllun

Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 skulu upplýsingaskipti milli aðildarríkjanna vera með rafrænum hætti og innan sameiginlegs kerfis (EESSI) sem er þróað af framkvæmdastjórninni.

Samkvæmt 1. mgr. 95. gr. reglugerðarinnar skulu upplýsingaskiptin vera með rafrænum hætti eftir tiltekið aðlögunartímabil. Upphaflega var það 24 mánuðir frá því að almannatryggingareglugerðirnar gengu í gildi árið 2012. Framkvæmdaráðið hefur hins vegar vald til að framlengja aðlögunartímabilið verði verulegar tafir á þróun rafræna upplýsingaskiptakerfisins. Fyrst var tímabilið framlengt um tvö ár eða til 2014 með ákvörðun framkvæmdaráðsins nr. E3. Enn frekari tafir leiddu til samþykktar ákvörðunar E4 þar sem aðlögunartímabilið fyrir full rafræn upplýsingaskipti var framlengt um tvö ár talið frá þeim tíma að grunnvirki miðlægs EESSI kerfis hefur verið þróað, prófað og afhent til framleiðslu og tilbúið fyrir aðildarríkin til að hefja aðlögun að miðlæga kerfinu. Í ákvörðun framkvæmdaráðsins nr. E5 er kveðið á um hagnýtt fyrirkomulag á aðlögunartímabilinu fyrir rafræn upplýsingaskipti.

Framkvæmdaráðið samþykkti í júní 2017 að miðlæga EESSI upplýsingaskiptakerfið teldist nú vera tilbúið til notkunar og byrjaði því tveggja ára aðlögunartímabilið sem kveðið er á um í ákvörðun E4 að líða þann 3. júlí 2017. Framkvæmdaráðið ákvað síðan í mars 2019 í samræmi við 95 gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 og ákvörðun E4 að aðlögunartímabilinu skyldi ljúka 2. júlí 2019.

Ákvörðun framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa nr. E7 varðandi hagnýtt fyrirkomulag samstarfs og upplýsingaskipta þar til rafræn upplýsingaskipti verði að fullu komin til framkvæmdar var samþykkt í júní 2019. Ákvörðunin gildir frá 3. júlí 2019.

Ákvörðun nr. E7 var samþykkt í því skyni að tryggja skipulega og árangursríka byrjun rafrænna upplýsingaskipta og til að bæta öryggi verkefnisins. Höfð var hliðsjón af þeirri miklu vinnu sem ríkin þurfa að inna af hendi og þess að verkefnið hafi tafist og að fyrir lá að ekki verði allar stofnanir aðildarríkjanna tilbúnar þ. 3. júlí 2019 til að hefja rafræn upplýsingaskipti að fullu innan EESSI upplýsingaskiptakerfisins.

Ákvörðunin kveður á um að frá 3. júlí 2019 skuli upplýsingar vera sendar milli stofnana með rafrænum hætti í gegnum EESSI kerfið og á skipulega uppsettum rafrænum skjölum fyrir viðkomandi málaflokk en þó með fyrirvara um skipti á upplýsingum sem þurfa að eiga sér stað í pappírsformi og sem gert er ráð fyrir í almannatryggingareglugerðunum, t.d. fylgiskjöl í málum.

Samkvæmt ákvörðun nr. E7 geta aðildarríki sem eru ekki tilbúin til rafrænna upplýsingaskipta í tilteknum málaflokki haldið áfram að skiptast á skjölum þegar nauðsyn krefur, jafnvel þótt þau séu í úreltu form, allt þar til að fjöldi aðildarríkja sem eru tilbúin til upplýsingaskipta innan EES kerfisins í viðkomandi málaflokki nemur 80% ríkjanna.

Kveðið er á um það að ef annað form en skipulega uppsett rafrænt skjal er notað og það inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem rafræna skjalið kveður á um, eigi ríkið sem þarfnast upplýsinganna að óska eftir þeim frá ríkinu sem gaf út úrelta skjalið.

Þá er kveðið á um það að eigi síðar en sex mánuðum eftir að framangreindum viðmiðunarmörkum er náð skuli aðildarríki einvörðungu nota EESSI kerfið í samskiptum við önnur aðildarríki og er þá ekki lengur frjálst að því að skiptast á upplýsingum utan þess kerfis. Aðildarríki sem eru ekki tilbúin í EESSI kerfinu hvað varðar tiltekinn málaflokk skulu grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana heima fyrir til að þau geti sent og tekið á móti öllum upplýsingum í málaflokknum í gegnum EESSI kerfið.

Aðildarríki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar að fullu samkvæmt þessu skulu tilkynna framkvæmdaráðinu fyrir október 2019 um áætlanir sínar og framkvæmd þeirra og helstu áfanga í því skyni að ríkin verði tilbúin innan EESSI kerfisins til upplýsingaskipta í öllum málaflokkum án frekari tafa. Kveðið er á um það að ríkin verði að leggja fram skýrslu ársfjórðungslega til framkvæmdaráðsins þar til þau eru orðin tilbúin til upplýsingaskipta innan EESSI kerfisins í öllum málaflokkum.

Þegar tvö aðildarríki eru tilbúin innan EESSI kerfisins í tilteknum málaflokki skulu upplýsingaskipti milli þeirra vera innan kerfisins í öllum samskiptum í málum í viðkomandi málaflokki. Þegar um er að ræða upplýsingaskipti milli fleiri en tveggja ríkja geta upplýsingaskipti innan EESSI kerfisins hafist þegar staðfest er að öll viðkomandi ríki séu tilbúin innan EESSI kerfisins í þeim málaflokki.

Þá er kveðið á um það í ákvörðun E7 að aðildarríkin skuli tilkynna framkvæmdaráðinu með a.m.k. 30 daga fyrirvara um að þau séu nú tilbúin til upplýsingaskipta innan EESSI kerfisins í tilteknum málaflokki. Upplýsingarnar um það í hvaða málaflokkum aðildarríki er tilbúið innan EESSI kerfisins skulu vera aðgengilegar stofnunum aðildarríkjanna.

Í ákvörðun nr. E7 segir einnig að framkvæmdaráðið skuli fylgjast með framvindunni á ársfjórðungslegum fundum sínum þar til öll aðildarríkin eru tilbúin innan EESSI kerfisins í öllum málaflokkum. Endurskoðun stöðunnar og aðgerða sem grípa skuli til í þessu sambandi skal gerð a.m.k. á sex mánaða fresti og niðurstöður birtar opinberlega.

Tekið er fram það megi ljúka upplýsingaskiptum utan EES kerfisins í tilteknu máli ef upplýsingaskiptin hófust utan kerfisins fyrir 3. júlí 2019.

Kveðið er á um að framkvæmdaráðið skuli meta framkvæmd ákvörðunarinnar og þörf á hugsanlegum breytingum sex mánuði frá birtingu ákvörðunar E7.

Ákvörðunin gildir frá 3. júlí 2019.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið
Ábyrg stofnun Tryggingastofnun ríkisins
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Sjúkratryggingar Íslands, Vinnumálastofnun, Ríkisskattstjóri

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D0306(01)
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 73, 6.3.2020, p. 5
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 11.1.2024, p. 83
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/19, 11.1.2024