32020D0759

Commission Implementing Decision (EU) 2020/759 of 8 June 2020 amending Implementing Decision (EU) 2016/588 in order to include the use of 12 Volt efficient alternators in passenger cars capable of running on certain alternative fuels

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn en er ekki lengur í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 073/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu Nei

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið er að leyfa notkun nýrrar tækni skilvirkrar rafalsvirkni sem notuð er í 12 volta mótor-rafölum í ákveðnum farþegaökutækjum í samræmi við reglugerð (ESB) 2019/631. Gerðin hefur ekki áhrif í dag hér á landi. Kostnaður er óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að leyfa notkun nýrrar tækni skilvirkrar rafalsvirkni sem notuð er í 12 volta mótor-rafölum í ákveðnum farþegaökutækjum í samræmi við reglugerð (ESB) 2019/631.
Aðdragandi: Þann 17. október 2019 óskuðu nokkrir bílaframleiðendur eftir því að gerð yrði breyting á ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/588. Breytingin yrði til þess að útvíkka leyfi til notkunar á nýrri tækni þannig að það næði einnig til farþegaökutækja sem geta gengið á tilteknum orkugjöfum öðrum en jarðefnaeldsneyti.
Efnisútdráttur: Umsækjendurnir vísuðu sérstaklega mikillar fjölgunar á ökutækjum sem notuð eru til farþega flutninga og geta gengið fyrir fljótandi eldsneyti, liquefied petroleum gas, LPG, eða þjöppuðu náttúrulegu gasi, compressed natural gas CNG. Því ætti að víkka út gildissvið ákvörðunar nr. 2016/588 þannig að á hún næði einnig yfir notkun á 12 volta skilvirkum rafölum í þessum ökutækjum. Aðferðir til prófana yrðu aðlagaðar í samræmi við það.
Framkvæmdastjórnin mat beiðnina í samræmi við 11. gr. reglugerðar (ESB) 2019/631, reglugerð (ESB) nr. 725/2011 og í samræmi við tæknilegar leiðbeiningar sem notaðar eru til að undirbúa umsókn um samþykki á nýrri tækni í samræmi við reglugerð (EB) nr. 443/2009. Að mati framkvæmdastjórnarinnar var beiðnin réttlætanleg fyrir ökutæki sem ganga fyrir LPG og CNG. Því ætti lágmarks skilvirkni 12 volta skilvirka rafalsins til notkunar í slíkum ökutækjum að vera aðlöguð þannig að tekið sé tillit til notkunar þessarar nýju tækni í ökutækjum af því tagi sem ganga fyrir þessum tilteknu orkugjöfum.
Þá er einnig metið viðeigandi og í samræmi við fyrri ákvarðanir að ökutæki sem geta gengið á E85-eldsneyti falli undir þessa nýju skilgreiningu. E85 er eldsneytisblanda sem er 85% etanól og 15% dísilolía eða annað kolefnaeldsneyti. Þar sem mjög lítið er af E85 á markaðnum er ekki viðeigandi að greina það eldsneyti frá bensíni þegar tekin er ákvörðun um koltvíoxíðssparnaðinn sem fæst við að nota 12 volta skilvirka rafalinn.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur þýðingu fyrir framleiðendur ökutækja. Ekki er starfandi framleiðandi ökutækis á Íslandi og því hefur gerðin ekki áhrif í dag hér á landi.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: a-liður 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFT-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í a-lið 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. ekki þarf að innleiða gerðina
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D0759
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 179, 9.6.2020, p. 13
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 11.1.2024, p. 123
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/59, 11.1.2024