32020L1057

Directive (EU) 2020/1057 of the European Parliament and of the Council of 15 July 2020 laying down specific rules with respect to Directive 96/71/EC and Directive 2014/67/EU for posting drivers in the road transport sector and amending Directive 2006/22/EC as regards enforcement requirements and Regulation (EU) No 1024/2012


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1057 frá 15. júlí 2020 um sértækar reglur að því er varðar tilskipun 96/71/EB og tilskipun 2014/67/ESB um útsendingu ökumanna á sviði flutninga á vegum og um breytingu á tilskipun 2006/22/EB að því er varðar kröfur um framfylgd og á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 188/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að gera breytingar á reglum um vinnulöggjöf og markaðsaðgangi þeirra sem stunda flutninga á vegum. Ástæðan fyrir því eru breytingar rekstrarumhverfinu svo sem aukinn fjöldi ökumanna sem sendir eru til starfa í öðrum ríkjum en einnig er verið að reyna að koma í veg fyrir að ólöglega starfsemi eða starfsemi sem ekki er rekin samkvæmt reglum raski samkeppni. Þar sem um er að ræða starfsemi sem stunduð er yfir landamæri hefur gerðin lítil áhrif hér á landi og kostnaður er óverulegur fyrir Samgöngustofu en gæti orðið einhver fyrir lögregluna.

Nánari efnisumfjöllun

Aðdragandi: Til að búa til örugga, skilvirka og samfélagslega ábyrga flutninga á vegum er nauðsynlegt að tryggja viðunandi vinnuumhverfi fyrir ökumenn. Jafnhliða þarf að tryggja viðeigandi skilyrði fyrir viðskipti og sanngjarna samkeppni milli þeirra sem stunda flutninga á vegum. Vegna mikils hreyfanleika vinnuafls í þessum geira er nauðsynlegt að setja reglur um samspil frelsis þeirra sem stunda flutninga á vegum til að veita þjónustu óháð landamærum, frjálst flæði vöru, viðunandi vinnuumhverfi og samfélagslega vernd fyrir ökumenn.
Eftir skoðun á núgildandi regluverki um flutninga á vegum komu í ljós gallar á gildandi kerfi. Þá er mikið misræmi á milli aðildarríkja á túlkun, beitingu og framkvæmd þessara ákvæða. Það setur of miklar byrðar á ökumenn og þá sem stunda flutninga á vegum auk þess að skapa lagalega óvissu.
Til að tryggja að tilskipunum 96/71/EB og 2014/67/ESB verði rétt beitt þarf því að styrkja stjórnun og samvinnu innan EU.
Eitt af því sem skýra þarf er í hvaða tilvikum ökumenn sem sendir eru á milli ríkja eiga ekki undir tilskipun 96/71/EB.
Aðildarríkin þurfa, í samræmi við tilskipun 2014/67/ESB, að tryggja að skilmálar ráðningar sem fjallað er um í 3. gr. tilskipunar 96/71/EB og fjallað er til dæmis um í landslögum séu gerðir aðgengilegir og gagnsæir fyrir aðra sem stunda flutninga á vegum sem og ökumenn sem sendir eru frá öðrum aðildarríkjum.
Þeir sem stunda flutninga á vegum innan Evrópusambandsins mæta aukinni samkeppni frá flutningsaðilum sem staðsettir eru í ríkjum utan sambandsins. Það er því enn ríkari ástæða til að gæta þess að ekki um mismunun að ræða. Skv. 14. gr. tilskipunar 96/71/EB skulu fyrirtæki sem stofnuð eru í ríki utan sambandsins ekki njóta betri meðferðar en fyrirtæki sem stofnuð eru í aðildarríki. Sama lögmál ætti að gilda um reglur um ökumenn sem sendir eru milli landa skv. þessari tilskipun. Þetta ætti sérstaklega að gilda þegar Þeir sem stunda flutninga á vegum og eru frá ríki utan sambandsins stunda flutning undir tví- eða fjölhliða samningum sem veita aðgang að innri markaðnum.
ECMT kerfið, e. The multilateral quota system of the European Conference of Ministers of Transport er eitt af aðalverkfærum við að stýra aðgangi ríkis utan sambandsins að innri markaðnum. Einnig til að stýra aðgangi þeirra fyrirtækja sem stunda flutninga á vegum og eru frá sambandinu að markaði ríkis utan þess. Fjöldi leyfa ECMT aðildarríkja er ákveðinn árlega. Þannig ætti, í samræmi við 3. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 561/2006/EB, að samræma eftirlitsaðferðir sem gilda um fyrirtæki EU og fyrirtækja þriðju ríkja.
Viðunandi, skilvirkt og samræmt eftirlit með reglunum um vinnutíma og hvíldartíma er nauðsynlegt til að tryggja umferðaröryggi og tryggja góðar vinnuaðstæður fyrir ökumenn sem og að koma í veg fyrir samkeppni frá þeim sem fylgja ekki settum reglum. Vegna þessa er lagt til að gildissvið gildandi eftirlitskrafna sem settar eru fram í tilskipun 2006/22/EB sé víkkað út. Það mun fela í sér eftirlit með vinnutímaákvæðinu sbr. tilskipun 2002/15/EB.
Vegaeftirlit ætti að vera skilvirkt og fljótlegt þannig að það valdi lágmarkstöf fyrir bílstjórann. Þá þarf að vera skýr aðgreining á milli skyldu fyrirtækis sem stundar flutninga á vegum og skyldu ökumanna.
Verið að koma á skilvirku og gagnkvæmu kerfi til upplýsingaöflunar og aðstoða aðildarríki við að skiptast á upplýsingum um brot og góða starfshætti.
Til að samvinna yfirvalda sé skilvirk þarf að útvíkka aðgengi að upplýsingum í gegnum NER kerfið, e. national electronic registers, við vegaeftirlit.
Í samræmi við Lissabonsáttmálans ætti vald framkvæmdastjórnarinnar eins og það er skilgreint í tilskipun 2006/22/EB að vera byggt á 290. og 291. gr. TFEU, e. Treaty on the Functioning of the European Union.
Framkvæmdastjórnin þarf að meta áhrif og skoða eftirlit með reglum fyrir ökumenn sem sendir eru milli landa og skila um það skýrslu. Í skýrslunni yrði gerð úttekt á þessu og lagðar til lagabreytingar.
Því er breytt tilskipun 2006/22/EB.
Gildistaka: Ákvæðin skulu taka gildi 18 mánuðum eftir gildistöku þessarar tilskipunar. Tilskipun 2018/957/ESB á að gilda um flutningskerfið í samræmi við 3. mgr. 3. gr. þeirrar tilskipunar, frá 2. febrúar 2022.
Efnisútdráttur: 1. gr. Tilgreindar eru ákveðnar reglur um ökumenn sem sendir eru milli landa. Undanþágur eru gefnar fyrir ökumenn sem aka á milli landa frá því að halda saman tölfræði handvirkt yfir þau tilvik þegar farið er yfir landamæri. Sú krafa átti að taka gildi frá 2. febrúar 2022, skv. 7. mgr. 34. gr. reglugerðar nr. 165/2014/ESB. Þessi undanþága gildir þar til snjallir ökuritar sem uppfylla kröfu um skráningu á því þegar farið er yfir landamæri eru orðnir að skyldubúnaði.
Önnur grein. fjallar um breytingu á tilskipun 2006/22/EB. Titill tilskipunarinnar breytist meðal annars. Fyrsta grein tilskipunarinnar er skipt út fyrir nýja grein um efni tilskipunarinnar.
Annarri grein tilskipunarinnar er breytt en hún er um vegaeftirlit.
Þriðja grein fjallar um breytingu á reglugerð nr. 1024/2012/ESB þar sem má finna viðbætur á tilskipunum við viðauka reglugerðarinnar.
Fimmtu grein er skipt út fyrir aðra með yfirheitið „samstillt eftirlit“. Aðildarríki á að lágmarki sex sinnum á ári að sinna samstilltu eftirliti með ökumönnum og ökutækjum sem falla undir reglugerð nr. 561/2006/EB eða 165/2014/ESB.
5. gr. fjallar um að aðildarríki skulu búa til reglur um sektir og viðurlög við brotum gegn þessum ákvæðum.
Áttundur grein er skipt út fyrir aðra með yfirheitið upplýsingaskipti. Samkvæmt þeirri grein þarf að senda upplýsingar til framkvæmdastjórnarinnar á sex mánaða fresti. Ef um er að ræða ítrekaðar seinkanir á upplýsingagjöf á að upplýsa framkvæmdastjórnina um það.
Níundu grein og elleftu grein er breytt.
Greinum 12-15 er skipt út.
Samkvæmt nýrri 13. gr. skal Framkvæmdastjórnin, að beiðni aðildarríkis eða að eigin frumkvæði, samþykkja framkvæmdargerðir ef það stefnir að ákveðnum markmiðum.
Fimmtánda grein er ný.
Framkvæmdastjórnin skal meta innleiðingu þessarar tilskipunar og sérstaklega áhrif 1. gr. fyrir 31. desember 2025 og búa til skýrslu og henni skal fylgja drög að lagabreytingu.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Áhrif óveruleg fyrir Samgöngustofu þar sem fáir ökumenn sem sendir eru milli landa, þ.e. farstarfsmenn, starfa hér á landi fyrir erlenda aðila. Eins og ákvæðunum er lýst þá á þetta fyrst og fremst við um starfsemi sem á sér stað á milli ríkja, yfir landamæri, til skemmri tíma. Meginefni gerðarinnar er um félagslega þætti og vinnuverndarlöggjöf. Vinnuskilyrði og umferðaröryggi. Samgöngustofa bendir á að Lögreglan fer með vegaeftirlit og því rétt að hún meti áhrif og helstu breytingar sem þetta hefur á þá vinnu og hvaða áhrif og kostnað þessi auknu upplýsingaskipti hafa í för með sér.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 34. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Samgöngustofa bendir á að Lögreglan fer með vegaeftirlit og því er rétt að hún kostnaðarmeti hvort þetta hafi áhrif á þá vinnu.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Dómsmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Lögreglan, hagsmunaaðilar í farþega- og farmflutningum, Vinnumálastofnun.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Í þau skipti þar sem talað er um upplýsingar til Framkvæmdastjórnarinnar, á að vera ESA.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Félagsmálaráðuneytið: Sértækar reglur um útsenda ökumenn sem stunda gestaflutninga.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Talið er líklegt að gera þurfi breytingar á umferðarlögum, nr. 77/2019, og lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017, og rg. um akstur- og hvíldartíma ökumanna. Ennfremur rg. um eftirlit löreglu með ökutækjum á vegum (vegaeftirlit lögreglu með ökuréttindum og atvinnuréttindum ökumanna).
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Vinnumálastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020L1057
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 249, 31.7.2020, p. 49
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 278
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 66, 13.10.2022, p. 37
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 267, 13.10.2022, p. 38