Nýfæði - 32020R0024

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/24 of 13 January 2020 authorising an extension of use of chia seeds (Salvia hispanica) as a novel food and the change of the conditions of use and the specific labelling requirements of chia seeds (Salvia hispanica) under Regulation (EU) 2015/2283 of the European Parliament and of the Council and amending Commission Implementing Regulation (EU) 2017/2470


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/24 frá 13. janúar 2020 um leyfi fyrir rýmkun á notkun á chia-fræi (Salvia hispanica) sem nýfæði og breytingu á skilyrðum fyrir notkun og sértækum kröfum um merkingu þess samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2283 og um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2470
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.12 Matvæli
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 193/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) 2020/24 um viðbót við leyfi til notkunar á chiafræjum (Salvia hispanica) sem nýfæði og um breytingu á notkunarreglum og merkingum chiafræs í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2283 og um breytingu á framkvæmdareglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2470.

Nánari efnisumfjöllun

Gerðin varðar reglugerð (ESB) nr. 2015/2283 um markaðssetningu og notkun á nýfæði innan Evrópusambandsins og framkvæmdareglugerð 2017/2470 sem kveður á um lista Sambandsins yfir leyfilegt nýfæði.

Með ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar 2009/827/EB, byggð á reglugeð (EB) nr. 258/97, var veitt leyfi til markaðssetningar á chiafræjum sem nýfæði til notkunar í brauðafurðir. Síðan þá hefur reglugerðinni verið breytt nokkrum sinnum og chiafræ leyfð í fjölmargar afurðir.

Fjölmargar nýjar umsóknir um notkun á chia fræjum hafa nú borist Framkvæmdastjórninni. Framkvæmdastjórnin sendi erindi til Matvælaöryggisstofnunarinnar (EFSA) og óskaði eftir mati hennar á áhrifum þessarar auknu notkunar á heilsu.

EFSA birti álit þar sem fram kemur notkun á chiafræjum án sérstakra takmarkana sé örugg. EFSA gerði gerði þó sérstaka athugasemd við matvæli sem innihalda chiafræ og eru hituð yfir 120°C. Við það hitastig geta myndast óæskileg niðurbrotsefni, þ.e. akrýlamíð. Stofnunin óskaði eftir frekari upplýsingum varðandi þau matvæli sem eru hituð yfir 120°C.
Framkvæmdastjórnin mun bíða með að afgreiða þær umsóknir þar til þessar upplýsingar liggja fyrir.

Viðauka við framkvæmdareglugerð (ESB) 2017/2470 er breytt í samræmi við viðauka við þessa reglugerð og með þeim skilyrðum sem þar koma fram.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Alþingi hefur lokið mati sínu Á ekki við
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gerðin verður innleidd sem breyting við reglugerð nr. 900/2018 sem innleiðir reglugerð (ESB) 2017/2470 um að koma á fót skrá Sambandsins yfir nýfæði í samræmi við reglugerð (ESB) 2015/2280 um nýfæði og með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Atvinnuvegaráðuneyti
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 8, 14.1.2020, p. 12
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 70, 28.9.2023, p. 36
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 240, 28.9.2023, p. 37