32020R0204

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/204 of 28 November 2019 on detailed obligations of European Electronic Toll Service providers, minimum content of the European Electronic Toll Service domain statement, electronic interfaces, requirements for interoperability constituents and repealing Decision 2009/750/EC


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2017/1151 er nánari útfærsla á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 715/2007 um gerðarviðurkenningu léttra farþega- og atvinnu ökutækja með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda, e. (Euro 5 og Euro 6). Í henni eru sértæk tæknileg ákvæði sem nauðsynleg eru til að framkvæma reglugerð (EB) nr. 715/2007. Þá er reglugerðin um aðgang að upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja. Með reglugerðinni er breytt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/46/EB, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1230/2012 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 692/2008. Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Evrópusambandið stefnir að því að rafræn vegtollakerfi verði sem notuð sem víðast í aðildarríkjunum og nágrannalöndum þeirra og að kerfin verði áreiðanleg, notendavæn og hagkvæm. Gerðin er hluti af vinnu sambandsins í þessum efnum. Þessu markmiði skal meðal annars náð með sérstöku EETS kerfi, e. European Electronic Toll Service, sem skal vera viðbót við innlend rafræna vegtollaþjónustu aðildarríkjanna. Með þessari gerð er kveðið á um skyldur þeirra sem veita EETS þjónustu.Aðdragandi: Evrópusambandið hefur stefnt að því markmiði að rafræn vegtollakerfi verði notuð sem víðast í aðildarríkjunum og nágrannalöndum þeirra. Jafnframt er stefnt að því að kerfin verði áreiðanleg, notendavæn og hagkvæm. Til að ná þessu markmiði þurfa að vera til samhæfð rafræn veggjaldakerfi innan Evrópu, sem auðvelt er að tengjast til greiðslu vegtolla, samhliða kerfum aðildarríkjanna sem virka oft aðeins á landsvísu.Í tilskipun (ESB) 2019/520 er kveðið á um að markmiðinu um útbreiðslu samhæfðra evrópskra vegtollakerfa skuli náð með EETS, European Electronic Toll Service. Kerfin skulu vera viðbót við innlend rafræn kerfi aðildarríkjanna. Í þessari reglugerð, sem er framkvæmdareglugerð við tilskipun (ESB) 2019/520, eru sett fram ákvæði um ítarlegar skyldur sem snúa að þeim sem reka EETS þjónustu vegna rafrænnar gjaldskrárþjónustu.Efnisútdráttur: Reglugerðin er framkvæmdareglugerð við tilskipun (ESB) 2019/520. Í henni er mælt fyrir um ítarlegar skyldur sem lagðar eru á veitendur EETS þjónustu. Settar eru reglur um hvaða lágmarksupplýsingar skulu koma fram í Evrópuyfirlýsingu tollþjónustusvæða, European Electronic Toll Service domain statement, forskriftir fyrir samhæfð rafræn viðmót rekstrarsamhæfis eininga og kröfur um málsmeðferð sem aðildarríkin eiga að beita til að meta samræmi og nothæfi kerfanna.Í reglugerðinni eru ákvæði sem meðal annars snúa að því að veitendur rafrænnar vegtollaþjónustu skuli;-      koma á fót endurskoðuðum ferlum þar sem kveðið er á um viðeigandi ráðstafanir ef vandamál koma upp með kerfin,-      hafa eftirlit með gervihnattleiðsögukerfum og gögnum um staðsetningar gervitungla,-      upplýsa um alla erfiðleika við móttöku tollupplýsingar sem kunna að tengjast erfiðleikum við móttöku gervihnattamerkja,-      megi þurfa að sæta fyrirvaralausum og ítarlegar prófunum á kerfunum,-      láta tilteknar upplýsingar í té sem eru nauðsynlegar til að innheimta tollinn, svo sem;-      skráningarnúmer ökutækja sem nota kerfin-      reiknings auðkenni notandans-      flokkunarstærðir ökutækjanna sem nauðsynlegar eru til að ákvarða gjaldið-      veita viðeigandi þjónustu og tæknilega aðstoð til að tryggja rétta uppsetningu búnaðar um borð í ökutækjum,-      sjá til þess að reikningar til notenda þjónustunnar aðgreini skýrt þjónustugjald veitandans frá veggjaldinu-      sendi notendum tilkynningar um notkun sem tengist reikningi þeirra.Þá skal Evrópuyfirlýsing tollþjónustusvæða að lágmarki innihalda atriði sem talin eru upp í viðauka við gerðina.Með gerðinni er felld úr gildi ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/750/EB frá þeim degi sem tilskipun (ESB) 2019/520 verður komin til framkvæmda í öllum aðildarríkjum.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin mun einkum hafa áhrif á þá sem reka EETS-rafræn vegtollakerfi, komi til þess að þjónustan verði veitt hér á landi.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 17. gr. vegalaga nr. 80/2007. Rétt væri að gerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 979/2013 um rekstrarsamhæfi rafræns gjaldtökukerfis innan Evrópska efnahagssvæðisins.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Samgöngustofa sendi þann 24. apríl 2019 kostnaðarmat til ráðuneytisins vegna fyrirsjáanlegrar  innleiðingar á tilskipun (ESB) 2019/520. Þessi reglugerð er framkvæmdagerð við þá tilskipun. Tilvísun í mál: SRN17060045/2.21.6.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei. Tilgreining á hagsmunaaðilum: Vegagerðin.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 17. gr. vegalaga nr. 80/2007. Rétt væri að gerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 979/2013 um rekstrarsamhæfi rafræns gjaldtökukerfis innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0204
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 43, 17.2.2020, p. 49
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D062192/03
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar