Ákvörðun nr. H10 um starf og samsetningu tækninefndarinnar um gagnavinnslu á vegum framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa - 32021D0316(01)

Administrative Commission for the Coordination of Social Security Systems Decision No H10 of 21 October 2020 concerning the methods of operation and the composition of the Technical Commission for Data Processing of the Administrative Commission for the Coordination of Social Security Systems

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 06 Almannatryggingar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 137/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa nr. H10 frá 21. október 2020 kveður á um störf og samsetningu tækninefndarinnar um gagnavinnslu á vegum framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa. Ákvörðunin kemur í stað ákvörðunar nr. H8.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvörðun framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa nr. H10 frá 21. október 2020 varðandi starf og samsetningu tækninefndarinnar um gagnavinnslu á vegum framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa. Ákvörðun kemur í stað ákvörðunar nr. H8 frá 17. desember 2015 en hún hafði verið uppfærð með minni háttar tæknilegum breytingum þ. 9. mars 2016.Helstu breytingar frá því sem gilti samkvæmt ákvörðun nr. H8 koma fram í 8. og 10. gr. ákvörðunar nr. H10.Í 8. gr. þar sem fjallað er um ákvarðanatöku er sú breyting gerð að nú er krafist aukins meirihluta til þess að tækninefndin geti tekið ákvarðanir í stað einfalds meirihluta eins og áður var. Einnig er bætt við ákvæði um að fylgja eigi kosningareglum ráðherraráðsins. Þá er bætt við ákvæði um að hafi framkvæmdaráðið um samræmingu almannatryggingakerfa veitt tækninefndinni sérstakt umboð til að annast tiltekið verkefni geti framkvæmdaráðið tekið hina endanlegu ákvörðun ef fimm aðildarríki fara fram á slíkt innan fimm vinnudaga.  Einnig eru breytingar gerðar á 10. gr varðandi fundargerðir tækninefndarinnar. Þær verða nú aðeins skrifaðar á ensku og þurfa meðlimir tækninefndarinnar að samþykkja ensku útgáfuna

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Ákvarðanir teknar af framkvæmdaráðinu eru gerðir sem samningsaðilum ber að taka tilhlýðilegt tillit til, sbr. VI. viðauka við EES-samninginn. Ákvörðun nr. H10 var samþykkt af framkvæmdaráðinu þann 21. október 2020 með stoð í 72. og 73. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 með síðari breytingum. Rg. (EB) nr. 883/2004 með síðari breytingingareglugerðum hefur verið felld undir VI. viðauka við EES-samninginn.
Ákvörðunin sem gildir frá 16. mars 2021 innan ESB kemur í stað ákvörðunar nr. H8 frá 17. desember 2015 en hún hafði verið uppfærð með minni háttar tæknilegum breytingum þ. 9. mars 2016. Ákvörðun nr. H10 fjallar um starf og samsetningu tækninefndarinnar um gagnavinnslu á vegum framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa. Ísland sækir fundi og tekur þátt í starfi framkvæmdaráðsins sem og tækninefndar framkvæmdaráðsins en án atkvæðisréttar í samræmi við bókun í VI. viðauka við EES samninginn.
Ekki er talið að innleiðing ákvörðunarinnar muni hafa fjárhagslegar eða stjórnsýslulegar afleiðingar fyrir Ísland

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Heilbrigðisráðuneytið
Ábyrg stofnun Tryggingastofnun ríkisins

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021D0316(01)
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 89, 16.3.2021, p. 6
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 61, 22.9.2022, p. 89
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 246, 22.9.2022, p. 92