32021D2149

Commission Implementing Decision (EU) 2021/2149 of 3 December 2021 on unresolved objections regarding the terms and conditions of the provisional authorisation of a biocidal product containing 5-Chloro-2-methyl-2H-isothiazol-3-one (C(M)IT) referred by France in accordance with Article 36(1) of Regulation (EU) No 528/2012 of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2149 frá 3. desember 2021 um óleyst andmæli varðandi skilmála og skilyrði bráðabirgðaleyfis fyrir sæfivöru sem inniheldur 5-klóró-2-metýl-2H-ísóþíasól-3-ón (C(M)IT) sem Frakkland vísaði áfram í samræmi við 1. mgr. 36. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 125/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðunin nær til sæfivörunnar, sem er auðkennd með málsnúmerinu BC-DW41712-25 í sæfivöruskránni og tekur til ákveðinna skilyrða sem bráðabirgðaleyfi, sem aðildarríki veita sbr. 2. mgr. 55. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012, þurfa að uppfylla svo að skilyrði iii. og iv. liðar b-liðar 1. mgr. 19. gr. sömu reglugerðar séu uppfyllt. Skilyrðin eru annars vegar að hlutir sem hafa verið meðhöndlaðir með sæfivörunni og falla undir notkun 2 eða 7, eins og lýst er í umsókn um samhliða gagnkvæma viðurkenningu, mega aðeins vera notaðir innandyra og hins vegar að aðilinn sem er ábyrgur fyrir að setja á markað slíkar meðhöndlaðar vörur skal tryggja að merkimiðinn innihaldi upplýsingar um að vöruna megi aðeins nota innandyra.

Nánari efnisumfjöllun

Frakkland er tilvísunaraðildarríkið sem metur umsókn um samhliða gagnkvæma viðurkenningu fyrir umræddri sæfivöru sbr. 34. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 (BPR) en varan hefur bráðabirgðaleyfi skv. 55. gr. sömu reglugerðar. Einnig var sótt um samhliða gagnkvæma viðurkenningu í fleiri aðildarríkjum, þ.á.m. Þýskalandi. Ákvörðunin kemur í kjölfar andmæla Þýskalands til samræmingarhóps vegna atriða í mati Frakklands sem snýr að notkun meðhöndlaðra vara. Þýskaland telur að leiðir til áhættumildunar fyrir meðhöndlaðar vörur megi aðeins koma fram í leyfisveitingu sæfivöru ef þær koma fram í ákvörðun um samþykki fyrir virka efninu. Þar sem virka efnið í sæfivörunni, C(M)IT hefur ekki verið samþykkt ennþá telur Þýskaland að leiðir til áhættumildunar, sem Frakkland leggur til fyrir meðhöndlaðar vörur, megi ekki koma fram í leyfisveitingu sæfivörunnar og því séu skilyrði 19. gr. BPR ekki uppfyllt.Engin niðurstaða náðist í samræmingarhópnum svo andmælunum var vísað til framkvæmdastjórnarinnar, sem ályktaði að þó að takmarkanir á notkun meðhöndlaðra vara geti aðeins komið fram í samþykki fyrir virka efninu eigi það ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að veita bráðabirgðaleyfi fyrir sæfivöru skv. 2. mgr. 55. gr. BPR. Um undanþáguákvæði er að ræða sem gerir aðildarríkjum kleift að heimila markaðssetningu sæfivöru sem inniheldur nýtt, virkt efni, sem hefur ekki verið samþykkt, og fellur úr gildi þegar samþykki fæst.Framkvæmdastjórnin ályktaði einnig að þess megi vænta að virka efnið C(M)IT verði samþykkt með takmörkunum á notkun utandyra og því megi vænta þess að skilyrði iii. og iv. liðar b-liðar 1. mgr. 19. gr. BPR verði uppfyllt fyrir sæfivöruna sem um ræðir ef notkun hluta, sem hafa verið meðhöndlaðir með henni og falla undir notkun 2 eða 7 eins og lýst er í umsókn um samhliða gagnkvæma viðurkenningu, verði aðeins leyfð innandyra.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf ákvörðunina með tilvísunaraðferð í reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur.

Lagaheimild er í 3. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021D2149
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 434, 6.12.2021, p. 5
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 61, 22.9.2022, p. 68
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 246, 22.9.2022, p. 69