32021R2082

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/2082 of 26 November 2021 laying down the arrangements for the implementation of Regulation (EU) No 376/2014 of the European Parliament and of the Council as regards the common European risk classification scheme


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2082 frá 26. nóvember 2021 um tilhögun um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 376/2014 að því er varðar sameiginlega evrópska áhættuflokkunarkerfið
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 068/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða reglugerð um samræmda framkvæmd við innleiðingu á sameiginlegu evrópsku áhættuflokkunarkerfi. Markmið með gerðinni er að innleiðing kerfisins verði framkvæmd á samræmdan hátt hjá aðildarríkjum. Áhrif lítil hér á landi og kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða reglugerð um samræmda framkvæmd við innleiðingu á sameiginlegu evrópsku áhættuflokkunarkerfi, e. Europena risk classification scheme. Markmið með gerðinni er að innleiðing kerfisins verði framkvæmd á samræmdan hátt hjá aðildarríkjum.Efnisútdráttur: Samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 376/2014 er aðildarríkjum skylt að koma á fót kerfi til að safna, meta, vinna úr, greina og geyma upplýsingar um atvik í flugi. Tilkynningar um atvik skulu innihalda öryggisáhættuflokkun fyrir viðkomandi atvik í samræmi við sameiginlegt evrópskt áhættuflokkunarkerfi (ERCS).Í þessari gerð er mælt fyrir um samræmda framkvæmd kerfisins, tímamörk varðandi flokkun og skráningu atvika og aðferðafræði við áhættuflokkun. Settar eru fram skilgreiningar hugtaka umfram þær sem eru í reglugerð (ESB) 376/2014. Þá eru sett fram ákvæði um stigagjöf og áritun vegna atvika, vöktun og endurbætur og fjallað um eftirlit með samþættingu við önnur kerfi.Aðildarríki skulu frá 31. mars 2022 og á fimm ára fresti eftir það, skila skýrslu til framkvæmdastjórnarinnar um notkun á áhættuflokkunarkerfinu.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur ekki mikil áhrif á Samgöngustofu. Um er að ræða gerð um samræmda framkvæmd við notkun á áhættuflokkunarkerfi þegar það hefur verið tekið í notkun.Að öðru leyti vísast til umsagnar Samgöngustofu um reglugerð um innleiðingu ERCS kerfisins, reglugerð Evrópusambandsins 2020/2034. Breyta þarf verklagi þegar kemur að áhættuflokkun atvika. Tekið hafi verið tillit til þess að nýja kerfið samræmist þeim áhættuflokkunarkerfum sem þegar eru í notkun hjá leyfishöfum. Vörpun úr RAT og ARMS yfir í önnur kerfi hafi verið útbúin. Vörpunin taki þó ekki tillit til hindrana, e. barriers. Í einhverjum tilvikum séu leyfishafar að nota aðra aðferðarfræði en RAT og ARMS og muni Samgöngustofa þurfa að óska eftir því að þeirri aðferðafræði verði breytt. Einnig þurfi að skoða hvort gerð verði krafa um að allir leyfishafar noti ERCS aðferðafræðina.EASA hefur útbúið þjálfunargögn fyrir ERCS sem verður notað við innleiðinguna.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 4. mgr. 47. gr. og 2. mgr. 47. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 900/2017 um tilkynningu atvika í almenningsflugi sem og greiningu og eftirfylgni með þeim.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð: 4. mgr. 47. gr. og 2. mgr. 47. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing með breytingu á reglugerð nr. 900/2017 um tilkynningu atvika í almenningsflugi sem og greiningu og eftirfylgni með þeim.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R2082
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 426, 29.11.2021, p. 32
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D070188/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 77, 26.10.2023, p. 65
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/2357, 26.10.2023