Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/388 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2066 um vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf um losunina samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB - 32022R0388

Commission Implementing Regulation (EU) 2022/388 of 8 March 2022 amending Implementing Regulation (EU) 2018/2066 on the monitoring and reporting of greenhouse gas emissions pursuant to Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/388 frá 8. mars 2022 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2066 um vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf um losunina samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 286/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin felur í sér breytingu á reglugerð (ESB) 2018/2066 um vöktun og skýrslugjöf vegna losunar gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Breytingin felst í því að aðildarríkjum er heimilað að líta svo á að sjálfbærni- og losunarsparnaðarkröfurnar séu uppfylltar fyrir lífmassa sem er notaður til brennslu innan viðskiptakerfisins á árinu 2022.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerð (ESB) 2018/2066 fjallar um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Hér er vísað til hennar sem MRR-reglugerðarinnar (Monitoring and Reporting Regulation). Í 38. gr. reglugerðarinnar er fjallað um útreikning á losun frá lífmassa frá starfsstöðvum sem heyra undir viðskiptakerfið. Í 2. mgr. greinarinnar kemur fram að losunarstuðull lífmassa skuli vera núll, sem leiðir til þess að rekstraraðilum er ekki skylt að standa skil á losunarheimildum vegna slíkrar losunar. Með reglugerð (ESB) 2020/2085 var nýrri 5. mgr. bætt við greinina þar sem sett voru nánari skilyrði þess að telja mætti losun frá lífmassa sem núll. Nánar tiltekið var kveðið á um að frá 1. janúar 2022 skyldi lífmassi uppfylla svokallaðar sjálfbærni- og losunarsparnaðarkröfur tilskipunar (ESB) 2018/2001 (RED II-tilskipunar). Um er að ræða ítarlegar kröfur sem varða m.a. áhrif af framleiðslu lífmassaeldsneytis á líffræðilega fjölbreytni, kolefnisforða lands og losun gróðurhúsalofttegunda. Ef lífmassi uppfyllir ekki umræddar kröfur skal litið á kolefnisinnihald hans sem kolefni úr jarðefnaeldsneyti, sbr. niðurlag 5. mgr. Sjá nánar upplýsingablað Umhverfisstofnunar um reglugerð (ESB) 2020/2085. Vegna tafa sem orðið hafa á innleiðingu RED II-tilskipunarinnar í sumum aðildarríkjum, auk tafa hjá framkvæmdastjórn ESB við að samþykkja reglur og leiðbeiningar varðandi sjálfbærnivottun lífmassaeldsneytis, hefur nú verið ákveðið að fresta beitingu ofangreindrar 5. mgr. 38. gr. MMR-reglugerðarinnar til 1. janúar 2023. Með reglugerðinni sem hér er til umfjöllunar, reglugerð (ESB) 2022/388, er nýrri málsgrein, 6. mgr., bætt við 38. gr., þar sem fram kemur að aðildarríki megi líta svo á að sjálfbærni- og losunarsparnaðarkröfurnar séu uppfylltar fyrir lífmassa sem er notaður til brennslu á árinu 2022. Aðildarríkjum er með öðrum orðum heimilað að undanþiggja starfsstöðvar frá því að uppfylla sjálfbærni- og losunarsparnaðarkröfurnar á árinu 2022 án þess að það hafi áhrif á heimild viðkomandi rekstraraðila til að reikna losun frá lífmassa sem núll

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf efni reglugerðarinnar með breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, sem hefur stoð í 21. gr. b laga nr. 70/2012 um loftslagsmál. Reglugerð (ESB) 2020/2085 hefur ekki verið innleidd og þyrfti að innleiða reglugerð (ESB) 2022/388 samhliða henni með breytingum á framangreindri reglugerð nr. 606/2021.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Reglugerðin hefur áhrif á hagsmuni starfsstöðva í viðskiptakerfinu sem nota lífmassa, s.s. viðarkurl og grisjunarvið, sem eldsneyti. Breytingin felur í sér að rekstraraðilar þeirra geta áfram reiknað losun frá lífmassa sem núll í losunarskýrslu vegna losu

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R0388
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 79, 9.3.2022, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D078543/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 35, 4.5.2023, p. 16
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 117, 4.5.2023, p. 16