32022R0425

Commission Implementing Regulation (EU) 2022/425 of 14 March 2022 amending Implementing Regulation (EU) 2019/947 as regards postponing the transition dates for the use of certain unmanned aircraft systems in the ‘open’ category and the date of application for standard scenarios for operations executed in or beyond the visual line of sight


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/425 frá 14. mars 2022 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/947 að því er varðar frestun umbreytingardagsetninga vegna notkunar tiltekinna ómannaðra loftfarskerfa í „opna“ flokknum og frestun þeirrar dagsetningar sem staðlaðar sviðsmyndir fyrir flug í eða úr augsýn fjarflugmanns koma til framkvæmda
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 141/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/947. Frestur til að nota ákveðin ómönnuð loftfarskerfi í opnum flokki og frestun á framkvæmdadagsetningu tiltekinna krafna. Með gerðinni er tímabil sem kveðið er á um í 20. gr. reglugerðar (ESB) 2019/947, um að heimilt sé að starfrækja tilteknar tegundir UAS-kerfa sem ekki uppfylla kröfur í reglugerð (ESB) 2019/945, framlengt um eitt ár eða til 1. janúar 2024 í stað 1. janúar 2023. Þá er aðlögunartímabil sem kveðið er á um í 22. gr. reglugerðar (ESB) 2019/947 um notkun UAS-kerfa í „opna“ flokknum sem uppfylla ekki kröfur í 1. til 5. hluta viðaukans við reglugerð (ESB) 2019/945 framlengt til 31. desember 2023. Kostnaður óverulegur. Áhrif ekki hér.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framlengingu á aðlögunartímabili og frestun á gildistökudagsetningu tiltekinna krafna í reglugerð (ESB) 2019/947.Aðdragandi: Í 20. og 22. gr. reglugerðar (ESB) 2019/947 er kveðið á um aðlögunartímabil þar sem heimilt er að nota tiltekin UAS-kerfi sem ekki uppfylla kröfur í tvö ár frá gildistöku reglugerðarinnar.Þar sem nauðsynlegir samræmdir staðlar með kröfum sem eiga við um UAS-kerfi í flokkum C0 til C6 verða ekki tiltækir fyrr en um mitt árið 2023 er aðlögunartímabil framlengt og gildistökudagsetningu ákvæða sem snúa að þessum kröfum frestað um eitt ár.Efnisútdráttur: Um er að ræða reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/947. Frestur til að nota ákveðin ómönnuð loftfarskerfi í opnum flokki og frestun á framkvæmdadagsetningu tiltekinna krafna.Með gerðinni er tímabil sem kveðið er á um í 20. gr. reglugerðar (ESB) 2019/947, um að heimilt sé að starfrækja tilteknar tegundir UAS-kerfa sem ekki uppfylla kröfur í reglugerð (ESB) 2019/945, framlengt um eitt ár eða til 1. janúar 2024 í stað 1. janúar 2023.Þá er aðlögunartímabil sem kveðið er á um í 22. gr. reglugerðar (ESB) 2019/947 um notkun UAS-kerfa í „opna“ flokknum sem uppfylla ekki kröfur í 1. til 5. hluta viðaukans við reglugerð (ESB) 2019/945 framlengt til 31. desember 2023.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur ekki áhrif hér á landi. Um er að ræða frestun á gildistökudagsetningum tiltekinna ákvæða í reglugerð (ESB) 2019/947 sem enn hefur ekki veið innleidd hér á landi.Það er ekki búið að innleiða reglurnar sem breytingin tekur til. Tæknin að baki þessu flokkunarkerfi er ekki tilbúin enn og er það helsta ástæðan fyrir frestuninni.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð fyrir innleiðingu gerðarinnar er ekki fyllilega fyrir hendi í núgildandi lögum um loftferðir nr. 60/1998.Kveðið á um styrkari lagastoð fyrir innleiðingu reglugerðar (ESB) 2019/947 í frumvarpi til nýrra loftferðalaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi.Rétt væri að reglugerðin yrði með nýrri reglugerð sem kemur til með að innleiða ESB-gerðina 2019/947.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn enginn.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: NeiHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: NeiÞörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Gerðin er um breytingu á reglugerða (ESB) 2019/947 og vísað er til ákvæða reglugerðar (ESB) 2019/945 sem hafa ekki verið teknar upp í EES-samninginn. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í lögum um loftferðir. Rétt væri að reglugerðin yrði með nýrri reglugerð sem kemur til með að innleiða ESB-gerðina 2019/947.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R0425
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 87, 15.3.2022, p. 20
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D078279/03
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 108
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02284, 9.11.2023