Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins um breytingu á ákvörðun 1814/2015 EB að því er varðar magn losunarheimilda sem setja á í varasjóð um stöðugleika á markaði fyrir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir til ársins 2030. - 32023D0852

Decision (EU) 2023/852 of the European Parliament and of the Council of 19 April 2023 amending Decision (EU) 2015/1814 as regards the number of allowances to be placed in the market stability reserve for the Union greenhouse gas emission trading system until 2030


iceland-flag
Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/852 frá 19. apríl 2023 um breytingu á ákvörðun (ESB) 2015/1814 að því er varðar fjölda losunarheimilda sem skal setja í markaðsstöðugleikavarasjóðinn fyrir kerfi Sambandsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda fram til 2030
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 335/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tillaga að breytingu á ákvörðun 1814/2015 EB um markaðsstöðugleikavarasjóð (e. market stability reserve), þar sem lagt er til að inntökuhlutfall losunarheimilda í sjóðinn sé áfram 24% og lágmarksupphæð sem setja ætti í sjóðinn verði áfram 200 milljónir losunarheimilda. Ef að breytingin mun ekki eiga sér stað mun inntökuhlutfallið lækka niður í 12% þann 1. janúar árið 2024 og lágmarksupphæðin fara niður í 100 milljónir losunarheimilda, sem eykur hættu á umframmagni losunarheimilda í umferð sem gæti stuðlað að ójafnvægi framboðs og eftirspurnar losunarheimilda.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins um breytingu á ákvörðun (EU) 1814/2015 sem snýr að magni losunarheimilda sem settar verða í varasjóð sem á að tryggja stöðugleika á markaði til ársins 2030.  Með svokölluðum “grænum sáttmála Evrópusambandsins” (e. European Green Deal), var kynnt ný stefna fyrir ESB sem miðar að því að umbreyta ESB í sanngjarnt og velmegandi samfélag með nútímalegu, og samkeppnishæfu hagkerfi sem miðar að hagkvæmri notkun auðlinda. Sáttmálinn staðfestir metnað framkvæmdastjórnarinnar um að herða loftslagsmarkmið ESB og að Evrópa verði fyrsta kolefnishlutlausa heimsálfan fyrir árið 2050. Ennfremur er miðað að því að vernda heilsu og vellíðan borgaranna fyrir áhættu og áhrifum tengdum umhverfinu. Vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins á heilsu-, líf- og starfsaðstæður hefur nauðsyn og gildi græna sáttmálans í Evrópu vaxið ennfremur.  Í kjölfar græna sáttmálans og alhliða mati á áhrifum hans, lagði framkvæmdastjórn ESB til að setja fram áætlun um auka bindandi markmið ESB til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Með þessari aukningu á markmiði ESB, veitir það aðilum sem koma að stefnumótun auk fjárfesta vissu um að þær ákvarðanir sem teknar verða á næstu árum geri það ekki að verkum að losunargildi sem eru í ósamræmi við markmið ESB um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verði óbreytanleg. Þetta markmið er einnig í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst innan 1,5°C.  Framkvæmdastjórnin var hvött til að meta hvernig allir geirar atvinnulífsins gætu lagt sitt af mörkum til að ná þessu markmiði og að gera nauðsynlegar tillögur til úrbóta. Í því skyni mun tilskipun (ESB) um loftlagsmál (e. Directive (EU) 2021/1119) gera markmið ESB um kolefnishlutleysi lagalega bindandi og setja fram markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030 miðað við árið 1990. Til að ná markmiðum aðgerðapakkans (e. Fit for 55) þarf framkvæmdastjórnin að auka framlag viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS kerfið), með því að gera breytingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2003/87/EC í samræmi við yfirmarkmiðið um samdrátt í gróðurhúsalofttegundum um 55%. Að auki er þörf á fjárfestingum til að vinna bug á neikvæðum áhrifum COVID-19 á störf, tekjur og fyrirtæki, þar á meðal í þeim geirum sem falla undir ETS kerfið. Til að bregðast við innbyggðu ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir losunarheimildum á markaðnum og til að bæta þol ETS kerfisins gegn meiriháttar áföllum, var ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2015/1814 (ákvörðun ESB um varasjóðinn) sem setti á fót markaðsstöðugleikavarasjóð (e. Market Stability Reserve)(varasjóðurinn) samþykkt árið 2018. Varasjóðurinn hefur verið starfræktur síðan árið 2019. Varasjóðurinn gengur út á að aðlaga árlegt uppboðsmagn. Til að varðveita hámarks fyrirsjáanleika var með ákvörðun ESB um varasjóðinn settar skýrar reglur um hvernig losunarheimildum er bætt við og losaðar úr sjóðnum. Þessum reglum var breytt með tilskipun (ESB) 2018/410, með því að tvöfalda inntökuhlutfall losunarheimilda í sjóðinn (hlutfallið af heildarfjölda losunarheimilda í umferð (e. total number of allowances in circulation, TNAC)), sem sett er í varasjóðinn úr 12% í 24% og þá lágmarksupphæð sem á að setja í sjóðinn úr 100 í 200 milljónir losunarheimilda til ársins 2023. Það skal tekið fram að lágmarksfjöldi losunarheimilda sem bæta á í sjóðinn ákvarðar óbeint lágmarks TNAC sem er nauðsynlegt til að koma af stað inntöku losunarheimilda í sjóðinn (þ.e. efri viðmiðunarmörk sjóðsins). TNAC þarf að vera að minnsta kosti 833 milljónir þannig að 12% af þeirri upphæð felur í sér að setja að minnsta kosti 100 milljónir losunarheimilda í varasjóðinn. Þessi lágmarksupphæð var tvöfölduð ásamt tvöföldun á inntökuhlutfalli þannig að efri viðmiðunarmörk varasjóðsins helst óbreyttur (24 % af 833 milljónum eru 200 milljónir). Breytt yfirmarkmið ESB um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, ásamt öðrum utanaðkomandi þáttum eins og COVID-19, hefur áhrif á framboð og eftirspurn losunarheimilda innan ETS kerfisins, en að auki kemur fram í 3. gr. ákvörðunar ESB um varasjóðinn að framkvæmdastjórnin skuli endurskoða virkni varasjóðsins innan þriggja ára frá því að sjóðurinn hóf göngu sína. Huga verður sérstaklega að tölulegum breytingum og ógildingarreglu varasjóðsins og skoða áhrif hans á vöxt, störf og samkeppnishæfni ESB ásamt hættunni á kolefnisleka. Í greiningu á mati á áhrifum sem gerð var í tengslum við þessa endurskoðun kom í ljós að varasjóðurinn þyrfti að aðlagast nýrri stefnu, markaðsaðstæðum og áföllum (e. shocks). Einnig að varasjóðurinn ætti að hafa áhrif á framboð og eftirspurn losunarheimilda vegna losunar frá flugstarfsemi og að inntaka losunarheimilda í sjóðinn á það til að fara yfir viðmiðunarmörk hans (e. threshold effect) sem þyrfti að leiðrétta.  Samkvæmt 5. mgr. 1. gr. ákvörðunar ESB um varasjóðinn fer inntökuhlutfallið aftur í 12% eftir árið 2023. Ef breyturnar eru ekki aðlagaðar á viðeigandi hátt og í tæka tíð, er hætta á aukningu á umframmagni losunarheimilda. Það var því niðurstaða fyrrnefndrar greiningar að samþykkja ætti áframhald á núverandi breytum varasjóðsins, sem komið var á með tilskipun (ESB) 2018/410, þar sem inntökuhlutfallið var 24% og lágmarksupphæð sem setja ætti í varasjóðinn 200 milljón heimildir. Til að tryggja fyrirsjáanleika markaðarins ætti þetta að vera innleitt sérstaklega, án þess að vera hluti af hinum nýja aðgerðapakka ESB (e. Fit for 55), og því ætti að breyta sjálfri ákvörðun ESB um varasjóðinn. Því er 5. mgr. 1. gr. ákvörðunar (ESB) 2015/1814 breytt á þann hátt að hlutfall og þær 100 milljónir losunarheimilda sem vísað er til í ákvæðinu  tvöfaldaðar til 31. desember 2030. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerð 525/2013 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda. Reglugerðin er sett með heimild í 28. gr. laga nr. 70/2012, um loftslagsmál.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023D0852
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 110, 25.4.2023, p. 21
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2021) 571
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur