Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2023/958 um breytingu á tilskipun 2003/87 er varðar framlag flugstarfsemi til markmiðs Sambandsins um samdrátt á losun sem hefur áhrif á allt hagkerfið og viðeigandi framkvæmd hnattrænnar markaðstengdrar ráðstöfunar - 32023L0958

Directive (EU) 2023/958 of the European Parliament and of the Council of 10 May 2023 amending Directive 2003/87/EC as regards aviation’s contribution to the Union’s economy-wide emission reduction target and the appropriate implementation of a global market-based measure


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/958 frá 10. maí 2023 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB að því er varðar framlag flugstarfsemi til markmiðs Sambandsins um samdrátt á losun sem hefur áhrif á allt hagkerfið og viðeigandi framkvæmd hnattrænnar markaðstengdar ráðstöfunar
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 334/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Breytingar sem gerðar eru á tilskipun ESB 2003/87/EB, með tilskipun ESB 2023/958 er varðar flugstarfsemi ganga út á eftirfarandi: að beita línulegum lækkunarstuðli á heildarfjölda losunarheimilda; fækka endurgjaldslausum losunarheimildum í flugi og auka uppboð á losunarheimildum; halda áfram með ETS kerfið innan EES (og hvað varðar flug frá EES til Sviss og Bretlands og til þriðju ríkja sem ekki beita CORSIA) á meðan CORSIA er beitt eftir því sem við á utan EES; 2026 mun framkvæmdastjórnin meta hvort að CORSIA mæti nægjanlega markmiðum Parísarsamningsins; hvetja til notkunar á lífrænu eldsneyti með úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda; aðildarríki skulu nota uppboðstekjur til að takast á við loftslagsbreytingar; nýtt kerfi sett upp fyrir flugrekendur til að vakta, greina frá og sannreyna (e. monitoring, reporting and verification framework) áhrif frá losun annarri en koltvísýringi ( e. non CO2 aviation affects) og áhrifum frá flugi á loftslag.

Nánari efnisumfjöllun

Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt aðgerðapakka (e. Fit for 55), sem hefur það að markmiði að Evrópusambandið (ESB) verði orðið kolefnishlutlaust árið 2050 og að fyrir árið 2030 verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% miðað við losun ársins 1990.  Ljóst er að til að ná fram settum markmiðum þarf öll atvinnustarfsemi að leggja sitt af mörkum, þar með talin flugstarfsemi. Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS kerfið) er helsta stjórntæki ESB til að taka á losun frá flugi innan EES. Ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (e. The International Civil Aviation Organization, ICAO) samþykkti fyrstu útgáfu alþjóðlegra staðla og ráðlagðra starfsvenja um umhverfisvernd, kolefnisjöfnun og lækkunarkerfi fyrir alþjóðaflug (e. CORSIA) (sbr. viðauki 16, bindi IV við Chicago-samninginn) 2018. CORSIA gildir samhliða ETS kerfinu. Árið 2026 verður árangur af CORSIA metinn af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.  Helstu breytingar sem gerðar eru á ESB tilskipun 2003/87, með ESB tilskipun 2023/958 eru: Sameina heildarmagn losunarheimilda í flugi og beita línulegum lækkunarstuðli í samræmi við 9. gr. ETS tilskipunarinnar;Nýjar reglur fasa út endurgjaldslausum losunarheimildum fyrir árið 2026, en þá verður engum endurgjaldslausum losunarheimildum úthlutað. Með þessu fjölgar um leið þeim losunarheimildum sem boðnar verða upp;Hluti af tekjum af uppboði með losunarheimildir verður færður í fjárlög ESB;Aðildarríkin ákveða hvernig þau ráðstafa tekjum sem renna til þeirra af uppboði með losunarheimildir, þó skulu þær eða jafngildi þeirra notaðar til að vinna gegn loftslagsbreytingum;Halda áfram notkun ETS kerfisins innan EES á meðan CORSIA er beitt eftir því sem við á fyrir flug utan EES. CORSIA gildir þá fyrir flugrekendur í EES vegna flugs til, frá og milli ríkja sem eru utan EES en taka þátt í CORSIA og fluga milli Sviss eða Bretlands og þriðju ríkja, sem taka þátt í CORSIA. CORSIA gildir líka fyrir flug milli tveggja þriðju ríkja sem taka þátt í CORSIA. Þá gildir ETS fyrir flug innan EES, flug til Sviss og Bretlands og til þriðju ríkja sem að taka ekki þátt í CORSIA.Árið 2026 mun Framkvæmdastjórnin meta hvort að CORSIA, sem sett var upp af Alþjóðaflugmálastofnuninni (e. Intenarational Civil Aviation Organization (ICAO)) mæti nægjanlega markmiðum Parísarsamningsins;Sett er upp nýtt styrkjakerfi fyrir notkun á sjálfbæru flugeldsneyti (e. Sustainable Aviation Fuel, SAF), í formi 20 milljón endurgjaldslausra losunarheimilda, sem verða fráteknar fyrir notkun á SAF;Sett er upp nýtt kerfi fyrir flugrekendur til að vakta, greina frá og sannreyna (e. monitoring, reporting and verification framework) áhrif frá losun annarri en á koltvísýringi  og áhrifum frá flugi á loftslag , slík  skýrslugjöf skal hefjast frá 1. janúar 2025;Frekari gögn um losun frá millilandaflugi verða birt á aðgengilegan hátt, en þó með ákveðna vernd fyrir viðkvæm gögn. Mögulegt er að þær breytingar sem að gerðar eru á tilskipun 2003/87, með tilskipun ESB 2023/958 hafi í för með sér aukin verkefni fyrir Umhverfisstofnun.  Yfirlit yfir helstu breytingar:3. gr. - skilgreiningarv. lið, 3. gr. er bætt við.Eftirfarandi skilgreiningu er bætt við sem v. lið, 3. gr. tilskipunar ESB 2003/87 (ETS tilskipun) á „önnur áhrif frá flugstarfsemi en frá koltvísýringi“: áhrif á loftslagið, sem verða við brennslu eldsneytis, af losun köfnunarefnisoxíða (NOx), sótagna og oxaðra brennisteinstegunda og áhrif frá vatnsgufu, þ.m.t. flugslóðar, frá loftfari sem stundar flugstarfsemi sem er tilgreind í I. viðauka.Í þessu samhengi sjá einnig þær breytingar sem gerðar eru á 14. gr. ETS tilskipunarinnar. 3. gr. c – heildar fjöldi heimilda í flugi 2. mgr. 3. gr. c. fellur brott. 5.-8. mgr. er bætt við 3.gr. c. Samkvæmt nýrri 5. mgr., 3. gr. c. skal Framkvæmdastjórn ESB ákvarða heildafjölda losunarheimilda sem skal úthluta fyrir flugrekendur fyrir árið 2024. Fjöldi losunarheimilda skal ákvarðaður á grundvelli heildarúthlutunar til starfandi flugrekanda sem stunduðu starfsemi sem listuð er í 1. viðauka á árinu 2023 og í samræmi við línulegan lækkunarstuðul sem er tilgreindur í 9. gr. ETS tilskipunarinnar. Birta skal fjölda losunarheimilda og fjölda þeirra endurgjaldslausu losunarheimilda sem hefði verið úthlutað árið 2024, ef enn væru í gildi þær reglur sem giltu um endurgjaldslausar losunarheimildir – fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á ETS tilskipuninni, með tilskipun ESB 2023/958. Samkvæmt nýrri 6. mgr., 3. gr. c. skal, á tímabilinu 1. janúar 2024 - 31. desember 2030, taka frá að hámarki 20 milljónir af heildar fjölda þeirra losunarheimilda sem getið er í 5. mgr., fyrir flugrekendur til notkunar á sjálfbæru flugvélaeldsneyti og öðru eldsneyti sem er ekki úr jarðefnaeldsneyti og tiltekið er í reglugerð (Regulation on ensuring a level playing field for sustainable air transport eða ReFuel EU Aviation). ReFuel EU Aviation er í vinnslu en hefur ekki verið samþykkt hjá ESB.Notkun á slíku sjálfbæru eldsneyti verður talin með í að ná því lágmarkshlutfalli af sjálfbæru eldsneyti sem að krafist verður, samkvæmt ReFuel reglugerð, að flugvélaeldsneyti sem er í boði á flugvöllum Sambandsins innihaldi. Ef upp kemur sú staða að ekki sé hægt að rekja magn sjálfbærs eldsneytis til ákveðins flugs, sem áfyllt (e. uplifted) er á viðeigandi flugvelli og telst hæft til notkunar, má engu að síður nýta þessar losunarheimildir fyrir flugeldsneyti sem var áfyllt  á þeim flugvelli. Slíkt þarf þó að vera í samræmi við hlutfall losunar frá flugi þess flugrekanda sem við á frá téðum flugvelli fyrir flug sem heyrir undir viðskiptakerfið.  Aðildarríkin skulu útdeila þeim losunarheimildunum sem eru fráteknar til að standa straum af þeim verðmun, að hluta eða í heild, sem er milli notkunar á jarðefnasteinolíu og á viðkomandi flugvélaeldsneyti, sem telst hæft til notkunar. Taka skal tillit til hvata vegna kolefnisverðs og vegna samræmds lágmarksskattþreps á jarðefnaeldsneyti. Hér er vísað í „lágmarksskattþrep“, sem gæti þarfnast skoðunar í sambandi við gildissvið EES samningsins. Framkvæmdastjórn ESB reiknar út þennan verðmun og skal í því sambandi taka tillit til tækniskýrslu frá Flugöryggisstofnun ESB í samræmi við reglugerð ReFuel EU. Aðildarríki skulu tryggja gagnsæi  hvað varðar þann stuðning sem veittur er, í samræmi við a. og b. lið, 1. mgr., 30. gr. m í ETS tilskipuninni – sem fjallar m.a. um gagnsæi og kynningu/miðlun ef að fjármagn kemur frá ESB eða úr nýsköpunarsjóði (e. Innovation Fund). Þeim losunarheimildum sem er úthlutað samkvæmt 6. mgr. 3. gr. c. skulu taka til:70% af því sem eftir stendur af verðmuni milli notkunar á jarðefnasteinolíu og vetnis frá endurnýjanlegum orkugjöfum og há þróaðs lífeldsneytis eins og það er skilgreint í tilskipun ESB 2018/2001 (sem ekki hefur verið tekin upp í EES samninginn) og hefur losunarstuðul núll, eða samkvæmt framkvæmdagerð, sem heimilt er að setja.95% af því sem eftir stendur af verðmuni milli notkunar á jarðefnasteinolíu og endurnýjanlegu eldsneyti af ólífrænum uppruna, í samræmi við ESB tilskipun 2018/2001 (sem ekki hefur verið tekin upp í EES samninginn), og hefur losunarstuðulinn núll eða samkvæmt framkvæmdagerð, sem heimilt er að setja.100% af því sem eftir stendur af verðmuni milli notkunar á jarðefnasteinolíu og flugvélaeldsneytis sem er hæft til notkunar og er ekki úr jarðefnaeldsneyti sem fellur undir 1. undirgrein, 6. mgr., á flugvöllum sem eru staðsettir á eyjum sem eru minni en 10.000km2 og hafa ekki vega- eða lestartengingar við meginland; á flugvöllum sem eru ekki nógu stórir til að teljast sambandsflugvellir (samkvæmt ReFuel EU); og á flugvöllum á ysta svæði Sambandsins.Í öðrum tilvikum en að ofan, 50% af því sem eftir stendur af verðmuni milli notkunar á jarðefnasteinolíu og flugvélaeldsneytis sem uppfyllir viðmiðanir og er ekki úr jarðefnaeldsneyti í samræmi við 1. undirgrein, 6. mgr.  Við úthlutun slíkra losunarheimilda er heimilt að taka tillit til annars mögulegs stuðnings á landsvísu. Flugrekendur geta sótt um, á ársgrundvelli, að fá úthlutuðum slíkum losunarheimildum fyrir flug, byggt á magni af eldsneyti sem uppfyllir viðmið og notað er í flugi þar sem að skylda er að skila inn losunarheimildum í samræmi við 3. mgr. 12. gr. á tímabilinu 1. janúar 2024-31. desember 2030 (Ákveðin undanþága frá þessu gæti gilt  ef flug er talið uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt 1. mgr. 28. gr., a). Ef að eftirspurn eftir slíkum losunarheimildum er meiri en framboðið, þá skal fækka losunarheimildum allra flugrekanda á samræmdan hátt fyrir viðkomandi ár.  Framkvæmdastjórn ESB skal birta árlega í Stjórnartíðindum ESB upplýsingar fyrir næstliðið ár um meðaltal mismunar á kostnaði vegna jarðefnasteinolíu, að teknu tilliti til hvata vegna kolefnisverðs og vegna samræmds lágmarksskattþreps á jarðefnaeldsneyti, og viðkomandi flugvélaeldsneytis sem uppfyllir viðmiðanir. Framkvæmdastjórninni er falið vald til að setja framseldar gerðir til að bæta við  ESB tilskipun 2003/87. Í þessar gerðir er henni heimilt að setja ítarlegar reglur um árlegan útreikning á mismuni á kostnaði sem listaður er í 6. undirgrein, 6 mgr. 3. gr. c.; um úthlutun heimilda til notkunar á eldsneyti sem tiltekið er í 1. undirgrein, 6. mgr.;  um útreikning á gróðurhúsalofttegundum sem eru „sparaðar“ með notkun á eldsneyti sem er listað í viðkomandi framkvæmdagerð, sem sett er samkvæmt 1. mgr. 14. gr. og; til að fastsetja ráðstafanir til að taka tillit til hvata vegna kolefnisverðs og vegna samræmds lágmarksskattþreps á jarðefnaeldsneyti. Framkvæmdastjórn ESB skal fyrir 1. janúar 2028 gera mat í beitingu 6. mgr., 3. gr. c. og skila skýrslu þess efnis til Evrópuþingsins og Ráðsins. Slíkri skýrslu má fylgja tillaga að nýrri löggjöf til að úthluta takmörkuðum og tímabundnum fjölda losunarheimilda fram til 31. desember 2034 fyrir frekari hvata til að nota eldsneyti sem tilgreint er í 1. undirgrein, 6. mgr. 3. gr. c.  Framkvæmdastjórnin skal frá 1. janúar 2028 leggja fram ársskýrslu, samkvæmt 5. mgr. 10. gr. þar sem mat er m.a. lagt á beitingu 6. mgr., 3. gr. c. Í þessari nýju 6. mgr. 3. gr. c. er vísað í ákveðið „lágmarksskattþrep“, skoða þyrfti hvernig þetta fellur að EES samstarfinu. Eins þyrfti að athuga hvort að þegar upplýsingar, skýrslur og annað eru sendar Evrópuþinginu eða Ráðinu, hvort að sömu upplýsingar séu einnig sendar til ríkja eða stofnanna EES EFTA megin.Nýrri 7. mgr. er bætt við 3. gr. c. Hvað varðar flug frá flugvöllum innan EES, sem að lenda á flugvöllum innan EES, Sviss eða Bretlands og féllu ekki undir ETS kerfið árið 2023, þá skal heildarfjöldi losunarheimilda sem er úthlutað til flugrekenda aukinn um það magn losunarheimilda sem hefði verið úthlutað hefðu slík flug fallið undir ETS kerfið það ár, með þeim línulegu fækkunum sem getið er í 9. gr. ETS tilskipunarinnar. Nýrri 8. mgr., 3. gr. c. er bætt við.  Þessi grein veitir ákveðnar tímabundnar undanþágur (undanþágur frá 3. mgr. 12. gr, 3. mgr. 14. gr. og 16. gr.) fyrir losun sem á sér stað til 31. desember 2030 fyrir flug milli flugvalla ysta svæðis aðildarríkis og flugvallar í sama aðildarríki.  EES EFTA aðlögun er í gildi hvað varðar 4. mgr. 3. gr. c. - 4. mgr. er þó ekki breytt með ESB tilskipun 2023/958. 3. gr. d. Aðferð við úthlutun losunarheimilda til flugs með uppboði 1. mgr. 3. gr. d. er skipt út. Á árunum 2024 og 2025 skal bjóða upp 15% af þeim losunarheimildum sem tilteknar eru í 5. og 7. mgr. 3. gr. c. Auk þessa, á að bjóða upp 25% á árinu 2024 og 50% á árinu 2025  af þeim 85% sem eftir verða af þeim losunarheimildum sem hefði verið úthlutað endurgjaldslaust. Undir uppboðið falla ekki þær 20 milljón losunarheimildir sem fráteknar verða fyrir flugrekendur til notkunar á sjálfbæru eldsneyti (6. mgr. 3. gr. c.) og 5 milljón sem fara  í Nýsköpunarsjóð (e. Innovation Fund)  (4. undirgrein, 8. mgr. 10. gr. a.). Þeim losunarheimildum sem eftir verða þessi ár, verður úthlutað endurgjaldslaust. Frá 1. janúar 2026 verða allar losunarheimildir, sem áður voru endurgjaldslausar boðnar upp. Þar fyrir utan eru þó þær 20 milljón losunarheimildir sem fráteknar verða fyrir flugrekendur til notkunar á sjálfbæru eldsneyti (6. mgr. 3. gr. c.) og 5 milljónir sem fara  í Nýsköpunarsjóð (e. Innovation Fund)  (4. undirgrein, 8. mgr. 10. gr. a.). 1. mgr. a., er bætt við 3. gr. d. Endurgjaldslausum losunarheimildum er úthlutað til flugrekenda í hlutfalli við sannreynda losun þeirra árið 2023. Við þennan útreikning skal einnig líta til sannreyndrar losunar frá flugstarfsemi sem  fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir  frá og með 1. janúar 2024. Lögbært yfirvald (e. competent authority) skal úthluta endurgjaldslausum losunarheimildum fyrir 30. júní fyrir viðeigandi ár.  Það sem hér er átt við er að flugrekendur sem eru með sannreynda losun á árinu 2023, þurfa að falla undir gildissvið viðskiptakerfis ESB frá 1. janúar 2024 til að fá úthlutun.  3. og 4. mgr. 3. gr. d. er skipt út.Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. d. hefur Framkvæmdastjórn ESB heimild til að setja með framseldum gerðum frekari ráðstafanir um uppboð aðildarríkjanna á losunarheimildum, þar á meðal í tenglum við færslu á hluta tekna af slíkum uppboðum í almenn fjárlög Sambandsins. Fjöldi losunarheimilda sem að hvert aðildarríki bíður upp á hverju tímabili skal vera í samræmi við sannreynda hlutdeild aðildarríkis í heildarlosun allra aðildarríkja fyrir hvert viðmiðunarár. Fyrir hvert tímabil (sbr. tímabil sem getið er í 13. gr.) skal viðmiðunarárið vera almanaksárið sem líkur 24 mánuðum áður en tímabilið sem tengist uppboðinu hefst.Í nýrri 4. mgr. 3. gr. d. kemur fram að aðildarríki ákveði hvernig nota skuli þær tekjur sem koma af uppboði með losunarheimildir sem falla undir þennan kafla (kafla 2) í ESB tilskipun 2003/87, að undaskildum tekjum sem færðar eru í almenn fjárlög Sambandsins. Tekjur eða jafngildi þeirra skulu þó nýttar í samræmi við 3. mgr., 10. gr. ETS tilskipunarinnar - til að takast á við loftslagsbreytingar. Af þessu leiðir að hluti uppboðstekna eru eignaðar tekjum Evrópusambandsins. Tekjur aðildarríkja af uppboði með losunarheimildir skulu nýttar til að takast á við loftslagsbreytingar. Hvað varðar Ísland þyrfti í þessu sambandi að hafa í huga hvernig slíkt fellur að EES samstarfinu en þörf væri á aðlögun frá slíkum ákvæðum. EES EFTA aðlaganir hafa verið gerðar varðandi 4. mgr. 3. gr. d. eins og tilskipun ESB  2003/87 hefur verið innleidd inní EES samninginn. 3. gr. e. og 3. gr. f. falla brott.  Ákvæði 3. gr. e. og 3. gr. f. falla brott. EES EFTA aðlaganir hafa verið gerðar varðandi 3. gr. e og f. eins og tilskipun ESB 2003/87 hefur verið innleidd inní EES samninginn. 11. gr. a. - Notkun CERs and ERUs frá verkefnum í EU ETS fyrir gildistöku alþjóðasamnings um loftslagsbreytingar 1. - 3. mgr., 11. gr. a er skipt út og 4. mgr. 11. gr. fellur brott. Samkvæmt nýjum ákvæðum 1. mgr. 11. gr. a. geta flugrekendur í aðildarríkjum notað ákveðnar einingar til að uppfylla skyldur sínar um að ógilda einingar (e. unit), í þeim tilgangi að fjöldi eininga sé í samræmi við þann fjölda sem tilkynntur hefur verið samkvæmt 6. mgr. 12. gr. tilskipunar ESB 2003/87. Þær inneignir (e. credits) sem notast má við eru listaðar í a.-d. lið, 1. mgr., 11. gr. a. en þær má nota að ákveðnum skilyrðum uppfylltum (sjá 2. og 3. mgr. 11. gr. a.). 3. mgr. 11. gr. a. kveður jafnframt á um að Framkvæmdastjórnin skuli setja í framkvæmdagerð frekari kröfur varðandi þær ráðstafanir sem getið er í 1. undirgrein, 3. mgr. 11. gr. a. Þær ráðstafanir geta tengst skýrslugjöf, skráningu, o.fl. Nýrri 8. mgr. er bætt inn í texta tilskipunarinnar. Samkvæmt nýrri 8. mgr. 11. gr. a. skal Framkvæmdastjórn ESB, með framkvæmdagerð, setja upp lista yfir einingar sem teljast uppfylla þær kröfur sem settar eru í 2. og 3. mgr. 11. gr. a. og hafa verið samþykktar af Ráði Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO Council). Við samþykkt framkvæmdagerðarinnar skal fara eftir því ferli sem getið er í 2. mgr. 22. gr. a., sem vísar í ESB Reglugerð 182/2011, sem ekki er hluti af EES samningnum.   12. gr.  – Flutningur, uppgjöf og jöfnun heimilda  6. mgr. 12. gr. er skipt út. Aðildarríki skulu reikna út jöfnunarkröfur árlega, fyrir árið á undan, og tilkynna þær flugrekendum fyrir 30. nóvember ár hvert. Þetta skal gera varðandi flug til, frá og á milli þriðju ríkja sem að taka þátt í CORSIA og hvað varðar flug milli Sviss eða Bretlands og þeirra þriðju ríkja sem að taka þátt í CORSIA. Þessi þriðju ríki sem taka þátt í CORSIA skal lista í framkvæmdagerð, sbr. 3. mgr. 25. gr. a.Aðildarríki skulu einnig reikna út heildar jöfnunarkröfur fyrir viðeigandi CORSIA reglufylgnitímabil og tilkynna, fyrir 30. nóvember ári eftir síðasta árið á viðkomandi CORSIA tímabili, viðeigandi jöfnunarkröfur til þeirra flugrekenda sem að uppfylla ákveðin skilyrði (a. og b. liður 3. undirgrein, 6. mgr.: t.d. skráðir í aðildarríki eða með leyfi frá aðildarríki og losa meira en sem nemur 10.000 tonnum af koltvísýringi árlega). Ákveðin flug eru undanskilin þeim kröfum sem settar eru í b.lið, það eru til að mynda flug í mannúðarskyni, ríkisflug, sjúkraflug, o.fl. 6. mgr. 12. gr.  þýðir í raun að CORSIA virki samhliða ETS kerfinu. CORSIA gildir þá fyrir flugrekendur í EES vegna flugs til, frá og milli ríkja sem eru utan EES en taka þátt í CORSIA og fluga milli Sviss eða Bretlands og þriðju ríkja, sem taka þátt í CORSIA. CORSIA gildir líka fyrir flug milli tveggja þriðju ríkja sem beita CORSIA. Þá gildir ETS fyrir flug innan EES, flug til Sviss og Bretlands og til þriðju ríkja sem að beita ekki CORSIA.  8. mgr. 12 gr. er bætt við. Útreikningar á jöfnunarkröfum fyrir CORSIA sem getið er í 6. mgr. 12. gr. skulu gerðir í samræmi við þá aðferð sem að sett verður af Framkvæmdastjórn ESB í framkvæmdagerð, hvað varðar flug til, frá og á milli þriðju ríkja sem að taka þátt í CORSIA og á milli Sviss eða Bretlands og þriðju ríkja sem að taka þátt í CORSIA. Þessi þriðju ríki á að lista í framkvæmdagerð, sbr. 3. mgr. 25. gr. a. Við samþykkt framkvæmdagerðarinnar skal fara eftir því ferli sem getið er í 2. mgr. 22. gr. a., sem vísar í ESB Reglugerð 182/2011, sem ekki er hluti af EES samningnum. 9.mgr. 12. gr. er bætt við. 9. mgr. 12. gr.  kveður á um að flugrekendur skuli jafna þær einingar (e. cancel units) sem koma fram í 11. gr. a (alþjóðlegar einingar) einungis í samræmi við þann fjölda eininga  sem tilkynntur hefur verið af aðildarríkjum, hvað varðar viðeigandi reglufylgnitímabil CORSIA. Jöfnunin skal eiga sér stað fyrir 31. janúar 2025 fyrir losun sem átti sér stað á tímabilinu 2021 til 2023, og fyrir 31. janúar 2028 fyrir losun á tímabilinu 2024 til 2026. 14. gr. – Vöktun og skýrslugjöf um losun  5. mgr. er bætt við. Flugrekendur skulu skila inn skýrslum árlega um önnur áhrif frá flugstarfsemi en frá koltvísýringi, sem eiga sér stað frá 1. janúar 2025. Framkvæmdastjórn ESB skal setja framkvæmdagerð, fyrir 31. ágúst 2024, til að bæta áhrifum frá flugi, öðrum en frá koltvísýringi, við ramma um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun (e. monitoring, reporting and verification framework). Frá 1. janúar 2025, skulu aðildarríki sjá til þess að flugrekendur vakti, og í lok hvers árs, greini lögbæru yfirvaldi (e. Competent Authority) frá áhrifum öðrum en frá koltvísýringi, frá hverri flugvél sem er starfrækt ár hvert. Þetta gæti falið í sér aukin verkefni fyrir Umhverfisstofnun, sem lögbært yfirvald. Framkvæmdastjórnin skal leggja fram skýrslu árlega, frá 2026, (sem hluta af þeirri skýrslu sem getið er í 5. mgr. 10. gr. og send er Evrópuþinginu og Ráðinu) um útkomu úr vöktun, skýrslugjöf og sannprófun. Framkvæmdastjórnin skal skila skýrslu fyrir 31. desember 2027 um niðurstöður úr vöktun, skýrslugjöf og sannprófunum á áhrifum frá flugstarfsemi annarri en koltvísýringi, og eftir atvikum og eftir mat á áhrifum, tillögu að nýrri löggjöf til að stemma stigum við þeim áhrifum með því að víkka út gildissvið ETS kerfisins svo að undir það falli áhrif frá flugstarfsemi önnur en frá koltvísýringi. Skilgreining á áhrifum öðrum en frá koltvísýringi var bætt inn í 3. gr. ETS tilskipunarinnar. 6. mgr. er bætt við. Framkvæmdastjórnin skal birta upplýsingar um flugstarfsemi sem að tilkynnt er aðildarríkjunum eða Framkvæmdastjórninni (í samræmi við framkvæmdareglugerð ESB 2018/2066 og 7. gr. Reglugerðar ESB 2019/1603). Upplýsingar eru birtar fyrir hvert flugvallarpar innan EES: losun frá öllum flugum, fjöldi fluga, fjöldi farþega, tegund flugvéla. Upplýsingar fyrir hvern flugrekanda: upplýsingar um losun í flugum innan EES, flugum frá EES, flugum til EES og flugum milli þriðju ríkja; heildarfjölda jöfnunarkrafna; tegund og magn eininga samkvæmt 11. gr. a., sem notaðar eru til að uppfylla jöfnunarkröfur; magn og tegund eldsneytis þar sem að losunarstuðull er núll eða veitir flugrekanda rétt til að fá losunarheimildir samkvæmt 6. mgr. 3. gr. c. Ákveðnar undanþágur frá birtingu eru mögulegar.  18. gr. a – Umsjónarríki (e. Administering Member State) 2. mgr. er skipt út. Ef ekkert af þeirri losun sem að rakin er til starfsemi flugrekanda, sem fellur undir b. lið, 1. mgr. 18. gr., verður rakin til umsjónarríkis fyrstu tvö ár tímabils (þessa tímabila er getið í 13. gr.), skal færa flugrekanda yfir á annað umsjónarríki fyrir næsta tímabil. Nýja ríkið skal vera það aðildarríki með mestu áætluðu losunina sem er rakin til flugstarfsemi á vegum flugrekanda á fyrstu tveimur árum fyrra tímabilsins. b. lið, 3. mgr. er skipt út. Frá árinu 2024 og á tveggja ára fresti skal Framkvæmdastjórnin uppfæra listann, sem getið er í a. lið, 3. mgr. 18. gr. a,  svo að hann taki yfir flugrekendur sem hafa stundað flugstarfsemi samkvæmt 1. viðauka. Flugrekendur sem hafa ekki stundað slíka starfsemi í samfellt fjögur ár skulu ekki settir á listann.   EES EFTA aðlögun í gildi varðandi 1. mgr. 18. gr. a. og 3. mgr. b., 18. gr. a. Þriðju málsgrein b. er hér skipt út. 25. gr. a – Ráðstafanir þriðju ríkja til að draga úr áhrifum á loftslagsbreytingar frá flugi  2. mgr. er skipt út ESB og aðildarríki þess skulu halda áfram að leitast eftir samkomulagi um alþjóðlegar ráðstafanir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið með reglugerð ESB 2021/1119 (þessi reglugerð var ekki talin viðeigandi fyrir EES samstarfið og hefur því ekki verið innleidd inn í EES samninginn) og með Parísarsamningnum. Í ljósi slíkra samkomulaga skal Framkvæmdastjórnin meta hvort að þörf sé á að breyta tilskipun ESB 2003/87. Hér er talað um að ESB og aðildarríki þess leitist eftir samkomulagi um alþjóðlegar ráðstafanir. Vert er að skoða hvernig þetta fellur að EES samstarfinu og hvort að aðlögunar sé þörf. 3. – 8. mgr. 25. gr. a. er bætt við. Samkvæmt nýrri 3. mgr., 25. gr. a. skal framkvæmdastjórnin setja í framkvæmdagerð lista yfir ríki, önnur en EES ríki, Sviss og Bretland, sem að taka þátt í CORSIA með grunnviðmiðun 2019 fyrir árin 2021-2023 og grunnviðmiðun 85% af losun 2019 á ári hverju frá 2024. 4. mgr. tiltekur að þegar kemur að losun sem á sér stað til 31. desember 2026 frá flugi til eða frá þeim ríkjum sem eru á listanum, þurfa flugrekendur ekki að skila inn losunarheimildum í samræmi við 3. mgr. 12. gr. Í 5. mgr. kemur fram að það sama gildir fyrir flug milli EES ríkja og ríkja sem ekki eru á listanum (gildir ekki um flug frá EES ríki til Sviss eða Bretlands). Þetta þýðir í raun að ESB gerir ekki þá kröfu að flugrekendur skili inn losunarheimildum undir ETS kerfinu á flugleiðum þar sem að CORSIA gildir eða á flugleiðum þar sem að hvorki CORSIA né ETS gildir. 6. mgr., 25. gr. a.:Fyrir flug til og frá minnst þróuðustu ríkjum heims (e. Least Developed Countries) og þróunarríkjum lítilla eyja (e. Small Island Developing States), samkvæmt skilgreiningu Sameinuðuþjóðanna, og eru ekki á lista Framkvæmdastjórnarinnar, þurfa flugrekendur ekki að skila inn losunarheimildum.  Þessi undanþága er ótímabundin.  7. mgr. 25. gr. a.Ef að Framkvæmdastjórn ESB telur að veruleg röskun á samkeppni eigi sér stað, t.d. vegna þess að þriðju ríki beiti CORSIA á vægan hátt í landslögum eða vanræki að framfylgja ákvæðum CORSIA jafnt fyrir alla flugrekendur, til tjóns fyrir flugrekendur í aðildarríkjum – þá skal Framkvæmdastjórnin setja framkvæmdagerð þar sem að hún getur undanþegið flugrekendur frá jöfnunarkröfum hvað varðar losun frá flugi til og frá slíkum ríkjum. Við samþykkt framkvæmdagerðarinnar skal fara eftir því ferli sem getið er í 2. mgr. 22. gr. a., sem vísar í ESB Reglugerð 182/2011, sem ekki er hluti af EES samningnum.  8. mgr. 25. gr. a.Í þeim tilvikum þar sem að flugrekendur í aðildarríkjunum starfsrækja flug milli tveggja ríkja sem listuð eru í framkvæmdagerð (listinn telur ríki sem taka þátt í CORSIA, önnur en EES ríki, Sviss og Bretland), og ef þessi ríki heimila flugrekendum að notast við einingar, aðrar en þær sem tilteknar eru í framkvæmdagerð (sbr. 8. mgr. 11. gr. a.) þá skal Framkvæmdastjórnin hafa heimild til að setja í framkvæmdagerð, heimild til flugrekenda til að notast við einingar þó að þær séu ekki tilteknar á lista yfir einingar sem má notast við eða að heimila flugrekendum að vera óbundnir af þeim skilyrðum sem að sett eru í 2. og 3. mgr. 11. gr. a. 28. gr. a. er skipt út – Undanþágur sem gilda á undan lögboðinni framkvæmd hnattrænnar markaðstengdar ráðstöfunar Alþjóðaflugmálastofnunarinnar 28. gr. a. er skipt út. Ný 1. mgr. 28. gr. a. kveður á um undanþágu frá 3. mgr. 12. gr., 3. mgr. 14. gr. og 16. gr.. Aðildarríki skulu líta svo á að skilyrðum þessara greina sé fullnægt og skulu ekki grípa til ráðstafana gegn flugrekendum hvað varðar:a) losun frá flugi til og frá flugvöllum staðsettum utan EES (fyrir utan flugvelli í Sviss og Bretland), árlega frá 1. janúar 2021 til 31. desember 2026 (með fyrirvara um endurskoðun).b) losun frá flugi milli flugvalla á ysta svæði Sambandsins og flugvalla á öðrum svæðum EES á hverju ári frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2023 (með fyrirvara um endurskoðun). 1. mgr. gildir einungis um ríki þar sem í gildi er samkomulag í samræmi við 25. og 25. gr. a. tilskipunar ESB 2003/87 - og þá í samræmi við viðeigandi samkomulag. Í nýrri 2. mgr. 28. gr. a. er sett fram ákveðin undanþága  frá 3. mgr. 3. gr. d., sem kveður á um að  fjöldi losunarheimilda sem boðnar eru upp af hverju aðildarríki fyrir tímabilið 1. janúar 2013 – 31. desember 2026 fækki í samræmi við hlutdeild ríkisins í losun frá flugstarfsemi sem fellur ekki undir a. og b. lið, 1. mgr., 28. gr. a. Sem undanþága frá 3. gr. g., þurfa flugrekendur ekki að skila inn vöktunaráætlun hvað  varðar flug sem falla undir undanþáguna í a. og b. lið, 1. mgr. 28. gr. a.. Í nýrri 4. mgr. 28. gr. a., er sett fram ákveðin undanþága frá 3. gr. g., 12., 15. og 18. gr. a. Málsgreinin kveður á um  að ef heildarlosun flugrekenda er minni en 25 000 tonn af koltvísýringi á ári eða minni en 3 000 tonn á ári fyrir flug önnur en þau sem getið er í a. og b. lið, 1. mgr. þá skal telja losun þeirra sannprófaða ef hún er ákveðin með notkun á tæki fyrir smá losendur (þetta tæki var samþykkt með Reglugerð ESB 606/2010, e. small emitters tool) og inniheldur ákveðin gögn frá Eurocontrol. 28. gr. b. er skipt út – Skýrslugjöf og endurskoðun Framkvæmdastjórnarinnar varðandi framkvæmd hnattrænnar markaðtengdrar ráðstöfunar Alþjóðaflugmálastofnunarinnar  28. gr. b. er skipt út. Samkvæmt nýrri 1. mgr. 28. gr. b. skal Framkvæmdastjórnin, fyrir 1. janúar 2027 og á þriggja ára fresti þar á eftir skila inn skýrslu til Evrópuþingsins og Ráðsins um þróun ICAO samningaviðræðna um að koma í gang alþjóðlegum markaðstengdum ráðstöfunum svo að þau gildi um losun frá 2021.  Skýrslan skal meðal annars fjalla um viðeigandi ICAO gerninga, viðeigandi tilmæli samþykkt af ICAO, ráðstafanir sem þriðju ríki hafa tekið til við að innleiða ráðstafanirnar, o.fl. Framkvæmdastjórnin skal einnig gefa skýrslu um viðleitni  til að mæta markmiðum fluggeirans um að draga úr losun á koltvísýringi svo að hún verði engin,  fyrir árið 2050, í samræmi við Parísarsamninginn. Samkvæmt nýrri 2. og 3. mgr. 28. gr. b. skal Framkvæmdastjórnin, fyrir 1. júlí 2026, skila skýrslu til þingsins og Ráðsins (skýrsluna á líka að birta) þar sem að hún metur umhverfisheilindi ráðstafana ICAO, þar á meðal almennan metnað í tengslum við markmið Parísarsamningsins, hlutfall í þátttöku í jöfnun undir CORSIA kerfinu, gagnsæi, vöktun o.fl. Ef við á, skal fylgja þessari skýrslu tillaga að löggjöf, til breytingar á tilskipun ESB 2003/87 í samræmi við markmið Parísarsamningsins um hitastig, skuldbindingar ESB um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda o.fl.. Tillagan skal, eins og við á, taka til beitingar ETS kerfisins á flug frá flugvöllum í EES ríkjum til flugvalla utan EES frá janúar 2027 en undanskilja komuflug frá flugvöllum utan EES ef skýrsla Framkvæmdastjórnarinnar sýnir að: a) ICAO þingið hefur ekki, við lok 2025, styrkt CORSIA í samræmi við langtímamarkmið um að mæta markmiðum Parísarsamningsins; b) ríki sem eru listuð í framkvæmdagerð (ríki önnur en EES, Sviss og Bretland, sem að taka þátt í CORSIA), telja minna en 70% af alþjóðlegri losun frá flugstarfsemi.  Tillagan að löggjöf skal einnig, ef við á, gera flugrekendum kleift að draga frá kostnað við jöfnun undir CORSIA á þessum leiðum til að forðast tvöfalda gjaldtöku. Ef a) og b) lið að ofan er ekki mætt, skulu þær breytingar sem að lagðar verða til, kveða á um að EU ETS kerfið gildi áfram einungis fyrir flug inn EES, flug til Sviss eða Bretlands og til ríkja sem eru ekki á lista yfir þau þriðju ríki sem að taka þátt í CORSIA. Hér þyrfti að athuga hvort að þegar upplýsingar, skýrslur og annað eru sendar Evrópuþinginu eða Ráðinu, hvort að sömu upplýsingar séu einnig sendar til ríkja eða stofnanna EES EFTA megin. 30. gr. – Endurskoðun í ljósi framkvæmdar Parísarsamningsins og þróunar kolefnismarkaða í öðrum stórum  hagkerfum  8. mgr. 30. gr. er bætt við. Í nýrri 8. mgr. 30. gr. kemur fram að árið 2026 skal skýrsla Framkvæmdastjórnarinnar, sem getið er í 5. mgr. 10. gr. ESB tilskipunar 2003/87 (e. report on the functioning of the carbon market and on other relevant climate and energy policies) innihalda ákveðin atriði. Hún skal til að mynda innihalda mat á umhverfis- og loftslagsáhrifum frá flugi sem er styttra en 1 000 km og hvernig má draga úr þeim áhrifum; mat á félagslegum áhrifum þessarar tilskipunar á fluggeirann; mat á flugtengingum milli eyja og afskekktra yfirráðasvæða, o.fl. Ef viðeigandi, þá skal líta til þessarar skýrslu við frekari breytingar á ESB tilskipun 2003/87. Breytingar gerðar á viðaukum við tilskipun ESB 2003/87: Viðauki I:Töflunni í Viðauka I er breytt á þann hátt að flugum milli tveggja þriðju ríkja sem að beita CORSIA, og tengdum skilyrðum, er bætt við sem starfsemi, sem fellur undir tilskipun ESB 2003/87.Í i. lið, er 30.000 skipt út fyrir 50.000. Viðauki IV, B hluti: Eftirfarandi texta er bætt við í lok 4.mgr.:  Losunarstuðullinn fyrir þotusteinolíu (Jet A1 eða Jet A) skal vera 3,16 (t CO2/t eldsneyti).Eftirfarandi texta er bætt við eftir 4. mgr.: Losun frá endurnýjanlegu eldsneyti af ólífrænum uppruna, þar sem notað er vetni frá endurnýjanlegum orkugjöfum (í samræmi við 25. gr. tilskipunar ESB 2018/2001) telst hafa enga losun fyrir þá flugrekendur sem nota það, þangað til að framkvæmdagerð, sem um getur í 1. mgr. 14. gr. tilskipunarinnar ESB 2003/87, er samþykkt. Tilskipun ESB 2018/2001 hefur ekki verið innleidd í EES samninginn.  Aðildarríkin skulu samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari eigi síðar en 31. desember 2023. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun, Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB Nei
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breytingar þær sem gerðar eru á ESB tilskipun 2003/87 með ESB tilskipun 2023/958 kalla á heildar endurskoðun á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012, og þar með endurskoðun á reglugerð 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Notkun á SAF og tilkynningar á notkun slíks eldsneytis gætu falið í sér aukin verkefni fyrir Umhverfisstofnun eða hærra flækjustig á núverandi verkefnum.

Vöktun og skýrslugjöf er varðar áhrif frá flugstarfsemi önnur en frá koltvísýringi, munu fela í sér frekari verkefni fyrir Umhverfisstofnun.

Frekara kostnaðarmat verður unnið í samráði við ráðuneytið.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Þessi breyting mun hafa áhrif á íslenska flugrekendur en endurgjaldslausum losunarheimildum fækkar.

Á árunum 2024 og 2025 skal bjóða upp 15% af þeim losunarheimildum sem tilteknar eru í 5. og 7. mgr. 3. gr. c. Auk þessa, á að bjóða upp 25% á árinu 2024 og 50% á árinu 2025 af þeim 85% sem eftir verða af þeim losunarheimildum sem hefði verið úthlutað endurgjaldslaust. Undir uppboðið falla ekki þær 20 milljón losunarheimildir sem fráteknar verða fyrir flugrekendur til notkunar á sjálfbæru eldsneyti (6. mgr. 3. gr. c.) og 5 milljón sem fara í Nýsköpunarsjóð (e. Innovation Fund) (4. undirgrein, 8. mgr. 10. gr. a.). Þeim losunarheimildum sem eftir verða þessi ár, verður úthlutað endurgjaldslaust.

Frá 1. janúar 2026 verða allar losunarheimildir, sem áður voru endurgjaldslausar boðnar upp. Þar fyrir utan eru þó 20 milljón losunarheimildir sem fráteknar verða fyrir flugrekendur til notkunar á sjálfbæru eldsneyti (6. mgr. 3. gr. c.) og 5 milljónir sem fara í Nýsköpunarsjóð (e. Innovation Fund) (8. mgr. 10. gr. a.).

Tekjur Íslands af viðskiptakerfinu munu aukast vegna aukins uppboðs á losunarheimildum en allar tekjur eða jafngildi þeirra skal nú nota til að takast á við loftslagsbreytingar. Ísland þyrfti að sækjast eftir undanþágu frá slíkum ákvæðum.

Notkun á SAF og tilkynningar á notkun slíks eldsneytis gætu falið í sér aukin verkefni fyrir Umhverfisstofnun eða hærra flækjustig á núverandi verkefnum.

Vöktun og skýrslugjöf er varðar áhrif frá flugstarfsemi önnur en frá koltvísýringi, munu fela í sér frekari verkefni fyrir Umhverfisstofnun.

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023L0958
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 130, 16.5.2023, p. 115
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2021) 552
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 13.6.2024, p. 72
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/1419, 13.6.2024

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Gul: Innleiðingu lokið að hluta til