Reglugerð um rafhlöður og rafgeyma - 32023R1542

Regulation (EU) 2023/1542 of the European Parliament and of the Council of 12 July 2023 concerning batteries and waste batteries, amending Directive 2008/98/EC and Regulation (EU) 2019/1020 and repealing Directive 2006/66/EC


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerðinni eru settar samræmdar reglur um sjálfbærni, frammistöðu, öryggi, söfnun, endurvinnslu og endingu á rafhlöðum og rafgeymum sem og upplýsingar um rafhlöður og rafgeyma.

Samræma á regluverkið með því að skipta út tilskipun 2006/66/EB með reglugerð sem tekst á við allan líftíma rafhlaðna og rafgeyma sem sett eru á markað í ESB.

Jafnframt breytir reglugerðum tveimur gerðum. Annars vegar reglugerð EU 2019/1020 Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðseftirlit með vörum sem breytir ákvörðun 2004/42/EB og reglugerðum (ESB) nr. 765/2008 og (ESB) nr. 305/2011. Reglugerðin hefur ekki verið innleidd. Hins vegar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB frá 19. nóvember 2008 um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana.

Nánari efnisumfjöllun

Í reglugerðinni eru settar samræmdar reglur um sjálfbærni, frammistöðu, öryggi, söfnun, endurvinnslu og endingu á rafhlöðum og rafgeymum sem og upplýsingar um rafhlöður og rafgeyma.
Samræma á regluverkið með því að skipta út tilskipun 2006/66/EB með reglugerð sem tekst á við allan líftíma rafhlaðna og rafgeyma sem sett eru á markað í ESB. Tilskipun 2006/66/EB er felld niður frá 18. ágúst 2025 en þó eru ákveðin ákvæði í henni sem halda gildi sínu lengur.
Jafnframt breytir reglugerðum tveimur gerðum.
Annars vegar reglugerð 2019/1020 Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðseftirlit með vörum sem breytir ákvörðun 2004/42/EB og reglugerðum (ESB) nr. 765/2008 og (ESB) nr. 305/2011. Reglugerðin hefur ekki verið innleidd en samkvæmt henni skulu viðeigandi stjórnvöld gera ákveðnar prófanir og hafa eftirlit með vörum. Í breytingunum sem gerðar hafa verið felst að þær vörur sem reglugerð (ESB) 2023/1542 tekur til skulu sæta því eftirliti sem reglugerð (ESB) 2019/1020 mælir fyrir um til þess að tryggja að rafhlöður séu einungis settar á markað ef þær séu ekki hættulegar heilsu eða öryggi manna, eigum eða umhverfinu. Verði reglugerð 2019/1020 innleidd er lagt til að tekið verði mið af þessari breytingu.

Hins vegar eru gerðar breytingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB frá 19. nóvember 2008 um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana. Tilskipunin er eins konar rammatilskipun á sviði úrgangs og hefur verið innleidd í ýmis lög og reglugerðir í íslenskum rétti, þar má helst nefna lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 802/2023. Tilskipunin mælir fyrir um framlengda framleiðendaábyrgð og kveður á um lágmarkskröfur til slíkra kerfa. Í reglugerð (ESB) 2023/1542 er framlengdri framleiðendaábyrgð komið á fyrir rafhlöður. Breytingin á rammatilskipuninni felst í því að í 7. mgr. 8. gr. a er nú kveðið á um fyrir hvaða tímamörk aðildarríki skulu hafa komið á kerfi framlendgrar framleiðendaábyrgðar fyrir rafhlöður skv. reglugerð (ESB) 2023/1542.
Umfangsmestu breytingarnar sem felast í reglugerðinni eru þær að reglugerð nr. tilskipun 2006/66/EB hefur verið felld niður og nýtt regluverk sett í staðinn. Tilskipun 2006/66/EB var helst innleidd í lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerð nr. 1020/2011 um rafhlöður og rafgeyma. Reglugerðin á að taka til alls lífsferils allra rafhlaðna sem settar eru á markað í ESB. Settar eru víðtækar heimildir fyrir framkvæmdastjórnina til þess að setja framseldar gerðir og framkvæmdagerðir.
Ýmis nýmæli eru að finna í reglugerðinni sem og breytingar á núgildandi kröfum. Í 2. kafla eru gerðar takmarkanir á magni ákveðinna efna í rafhlöðum, fyrir ákveðnar gerðir rafhlaðna þurfa upplýsingar um kolefnisfótspor að fylgja með, lágmarkskröfur eru gerðar til hlutfalls endurunninna málma og endingartíma rafhlaðnanna ásamt kröfum um hönnun á tækjum þannig að notendur eða sjálfstæðir rekstraraðilar geti fjarlægt rafhlöður/rafgeyma úr tækjum. Öryggiskröfur er einnig að finna um ákveðnar tegundir rafhlaðna.
Í þriðja kafla eru kröfur til merkinga og upplýsinga varðandi helstu einkenni, hleðslugetu, hættuleg efni, tunnumerki og QR kóða. Fjórði og fimmti kafli eru um mat á samræmi (conformity assessment procedures) við kröfur sem settar eru fram í köflum 2 og 3, þá aðila sem meta hvort framangreindar kröfur séu uppfylltar og eftirlit aðildarríkja með þeim aðilum.
Sjötti og sjöundi kafli fjallar um ýmsar skyldur rekstraraðila.
Í áttunda kafla er fjallað um úrgangsstjórnun rafhlaðna og rafgeyma. Settar eru kröfur um skráningarkerfi, framlengda framleiðendaábyrgð, söfnun, meðhöndlun og endurvinnslu, þ.m.t skilvirkni endurvinnslu, skyldur hvað varðar söfnunarhlutfall, flutning úrgangsrafhlaðna á milli landa, endurnýtingu rafgeyma, upplýsingagjöf til notenda og dreifenda (m.a. um að kaupendum sé gerð grein fyrir kostnaði sem fellur undir framlengda framleiðendaábyrgð), skýrslugjöf til yfirvalda o.fl.
Í kafla 9 er fjallað um rafrænan rafhlöðupassa, þ.e.a.s. ákveðnar upplýsingar skulu fylgja hverri iðnaðar- og rafbílarafhlöðu. Í kafla 10 er fjallað um markaðseftirlit og eftirlit með rafhlöðum og rafgeymum sem koma inn á markaði sambandsins, aðkomu Framkvæmdastjórnarinnar í ákveðnum tilvikum.
Í 11. kafla er fjallað um vistvæn opinber innkaup, málsmeðferð við breytingu á takmörkunum á hættulegum efnum og viðurkenningu framkvæmdastjórnarinnar vegna áreiðanleikakanakerfa í aðfangakeðjunni.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Mannvirkjastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R1542
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 191, 28.7.2023, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2020) 798
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB