Tilskipun 2014/91/EB - 32014L0091

Directive 2014/91/EU of the European Parliament and of the Council of 23 July 2014 amending Directive 2009/65/EC on the coordination of laws, regulations and administrative provisions relating to undertakings for collective investment in transferable securities (UCITS) as regards depositary functions, remuneration policies and sanctions - UCITS V


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/91/ESB frá 23. júlí 2014 um breytingu á tilskipun 2009/65/EB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um verðbréfasjóði (UCITS) að því er varðar störf vörsluaðila, starfskjarastefnu og viðurlög
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 09 Fjármálaþjónusta, 09.03 Kauphöll og verðbréf
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 020/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2014/91/EB (hér eftir tilskipun 2014/91 eða UCITS V) breytir eldri tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/65/EB frá 13. júlí 2009 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum að því er varðar verðbréfasjóði (UCITS IV)

Nánari efnisumfjöllun

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2014/91/EB (hér eftir tilskipun 2014/91 eða UCITS V) breytir eldri tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/65/EB frá 13. júlí 2009 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum að því er varðar verðbréfasjóði (UCITS) (hér eftir tilskipun 2009/65 eða UCITS IV). UCITS V er ætla að bæta fyrir upp þá veikleika sem hafa komið í ljós á UCITS IV regluverkinu og leitt hafa til eignataps fyrir fjárfesta.
Með tilskipun 2014/91 eru þrír þættir settir í brennidepil til að auka öryggi fjárfesta UCITS sjóða. Þessir þættir eru:
• hlutverk vörslufyrirtækja er skýrt frekar og ákvæði um ábyrgð þeirra endurbætt
• nýjar reglur um kaupaukakerfi lykilstarfsmanna settar
• samræming á lágmarks valdheimildum opinberra eftirlitsaðila.
Tilskipun 2014/91 setur ítarlegar reglur um hlutverk vörslufyrirtækja og hvaða aðilar geti sinnt því að vera vörslufyrirtæki. Samhlið ítarlegri reglum um hlutverk vörslufyrirtækja skýrir tilskipun 2014/91 fyrri ákvæði um hlutverk vörslufyrirtækja, m.a. hlutverk fyrirtækjanna er varðar fjármálagerninga sem þau hafa umsjón með. Breytingarnar eiga einnig að samræma eftirlitshlutverk vörslufyrirtækja og ákvarða skilyrði fyrir útvistun á verkefnum vörslufyrirtækja til þriðja aðila.
Þessu til viðbótar skýrir tilskipun 2014/91 frekar ábyrgð vörslufyrirtækja. Markmiðið er m.a. að koma í veg fyrir að fjárfestar í UCITS sjóðum þurfi að standa í langdregnum málaferlum til að skera úr um ábyrgð vörslufyrirtækja þegar eignar í umsjón þeirra tapast.
Með tilkomu tilskipunar 2014/91 verða rekstrarfélög að setja sér kaupaukastefnu fyrir starfsmenn félaganna og aðra aðila sem taka ákvarðanir sem hafa áhrif á áhættutöku UCITS sjóða og rekstrarfélaganna.
Að lokum þá sýndi það sig í hruninu að opinberir eftirlitsaðilar í aðildarríkjum Evrópusambandsins beittu sér á mismunandi vegu gangvart brotum á UCITS reglum. Til að bæta þetta er tilskipun 2014/91 ætlað að samræma lágmarks valdheimildir þessara eftirlitsaðila.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf lögum nr. 128/2011 til að innleiða gerðina.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32014L0091
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 257, 28.8.2014, p. 186
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2010) 350
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 98, 12.12.2019, p. 36
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 323, 12.12.2019, p. 39