32017R0079

Commission Delegated Regulation (EU) 2017/79 of 12 September 2016 establishing detailed technical requirements and test procedures for the EC type-approval of motor vehicles with respect to their 112-based eCall in-vehicles systems, of 112-based eCall in-vehicle separate technical units and components and supplementing and amending Regulation (EU) 2015/758 of the European Parliament and of the Council with regard to the exemptions and applicable standards


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/79 frá 12. september 2016 um að ákvarða ítarlegar tæknilegar kröfur og prófunaraðferðir fyrir EB-gerðarviðurkenningu á vélknúnum ökutækjum, með tilliti til neyðarsímkerfa í ökutækjum, sem byggjast á neyðarnúmerinu 112, á aðskildum tæknieiningum og íhlutum neyðarsímkerfa í ökutækjum, sem byggjast á neyðarnúmerinu 112 og um viðbætur og breytingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/758 með tilliti til undanþáganna og gildandi staðla
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 081/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Heildargerðarviðurkenningarkerfi ESB fyrir vélknúin ökutæki var komið á fót með tilskipun 2007/46/EB. Í því er skilgreint hlutverk og ábyrgð allra aðila í viðurkenningarferlinu. Því til viðbótar er talið nauðsynlegt að setja sérstök ákvæði um tæknikröfur til ökutækja sem eru útbúin neyðarsímakerfi sem byggjast á neyðarnúmerinu 112 og prófunaraðferðir í því sambandi. Það er markmiðið með reglugerð 2017/79 EB. Jafnframt eru slíkar kröfur gerðar til íhluta og aðskyldra tæknieininga sem smíðaðar eru fyrir slík ökutæki.

Nánari efnisumfjöllun

Heildargerðarviðurkenningarkerfi ESB fyrir vélknúin ökutæki var komið á fót með tilskipun 2007/46/EB. Í því er skilgreint hlutverk og ábyrgð allra aðila í viðurkenningarferlinu. Því til viðbótar er talið nauðsynlegt að setja sérstök ákvæði um tæknikröfur til ökutækja sem eru útbúin neyðarsímakerfi sem byggjast á neyðarnúmerinu 112 og prófunaraðferðir í því sambandi. Það er markmiðið með reglugerð 2017/79 EB. Jafnframt eru slíkar kröfur gerðar til íhluta og aðskyldra tæknieininga sem smíðaðar eru fyrir slík ökutæki.
Í reglugerð ESB 2015/758 eru settar fram almennar kröfur fyrir nýjar tegundir ökutækja í flokki M1, fólksbifreiðar og N1, sendibifreiðar, til að vera útbúin neyðarsímakerfi, sem byggjast á neyðarnúmerinu 112, frá 31. mars 2018. Þó er gerðar ákveðnar undantekningar svo sem þegar ökutæki eru framleidd í takmörkuðu upplagi eða að ekki er hægt að koma slíku kerfi fyrir í þeim af tæknilegum orsökum. Reglugerðin nær einnig til íhluta og aðskildra tæknieininga sem hönnuð eru og smíðuð fyrir slík ökutæki.
Í reglugerð ESB 2017/79 setur fram sérstakar tæknikröfur neyðarsímkerfa sem í þeim eru sem og til þær aðferðir sem nota skal við prófanir á þeim.
Á Íslandi eru engir framleiðendur ökutækja og hefur þessi tiltekna reglugerð því lítil sem engin áhrif hér á landi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 60. Gr. umferðarlaga, nr. 50/1987. Innleiðing verður gerð með breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Engin

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R0079
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 12, 17.1.2017, p. 44
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 11, 7.2.2019, p. 27
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 36, 7.2.2019, p. 24