32017R0920

Regulation (EU) 2017/920 of the European Parliament and of the Council of 17 May 2017 amending Regulation (EU) No 531/2012 as regards rules for wholesale roaming markets

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn en er ekki lengur í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 105/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu Nei

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með samþykkt hinnar svo kölluðu TSM reglugerðar nr. 2015/2120 var ákveðið að ekki yrði leyfilegt að innheimta sérstök viðbótargjöld fyrir reikiþjónustu frá og með 15. júní 2017. Þess í stað skyldi verðalagning fyrir þjónustuna byggja á heimaverðskrá notandans, eða Roam Like Home. Innleidd með breytingum á þegar gildandi reglugerð.

Nánari efnisumfjöllun

Með samþykkt hinnar svo kölluðu TSM reglugerðar nr. 2015/2120 var ákveðið að ekki yrði leyfilegt að innheimta sérstök viðbótargjöld fyrir reikiþjónustu frá og með 15. júní 2017. Þess í stað skyldi verðalagning fyrir þjónustuna byggja á heimaverðskrá notandans, eða Roam Like Home. Með þessari breytingu var ekki einungis verið að afnema viðbótar reikigjöld (Evrópuverðskrá – Euro Tariff), heldur var um að ræða kerfisbreytingu á heildsölumarkaði fyrir reikiþjónustu, þ.e. hvernig gjaldfærslunni skuli hagað, hvernig skuli farið með fríðindi samkvæmt heimaverðskrá í reikiþjónustu, s.s. pakkar, innfaldar mínútur o.s.frv.
Ljóst var að breytingin samkvæmt TSM reglugerðinni myndi kalla á frekari breytingar á hinni eiginlegu reikireglugerð nr. 531/2012, þar sem ákvæði hennar um verðþök á viðbótargjöldum í smásölu og heildsölu myndu ekki lengur eiga við frá og með 15. ágúst 2017. Breyta þyrfti ákvæðum reglugerðarinnar á þann veg að gjaldfærsla fyrir reikiþjónustu færi samkvæmt heimaverðskrá notandans. Þar sem að huga þyrfti að ýmsum atriðum við útfærslu á nýju fyrirkomulagi heildsölumarkaðar fyrir reikiþjónustu var talin þörf á því að gefa út sérstaka reglugerð þar að lútandi að undangengnu samráði við markaðsaðila. Umrætt samráð framkvæmdastjórnarinnar fór fram á tímabilinu 29. nóvember 2015 til 18. febrúar 2016.
Það er nú í kjölfar áhrifagreiningar framkvæmdastjórnarinnar og að teknu tilliti til athugasemda fjarskiptafyrirtækja á evrópskum farnetsmarkaði sem nú hafa verið lagðar fram tillögur að framkvæmd nýs fyrirkomulags á heildsölumarkaði fyrir reikiþjónustu. Eingöngu er um að ræða útfærslu á skyldu, þ.e. gjaldfærslu samkvæmt heimaverðskrá, sem þegar er búið að leggja á með TSM reglugerðinni, sem innleidd var í íslenskan rétt með reglugerð ráðherra nr. 558/2016.
Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 er heimilt að kveða á um hámarksverð fyrir reikiþjónustu bæði í smásölu og heildsölu. Þar sem nýtt fyrirkomulag um heimaverðskrá felur efnislega í sér það sama, þ.e. að verið er að setja ákveðið hámarksverð fyrir reikiþjónustuna, þ.e. heimaverðskrá í stað hámarks viðbótargjalds, var umrætt ákvæði talið fela í sér fullnægjandi lagastoð fyrir innleiðingu reikihluta TSM reglugerðarinnar. Að áliti Póst- og fjarskiptastofnunar gildir það sama um tillögu framkvæmdastjórnarinnar um fyrirkomulag heildsölumarkaðar fyrir reikiþjónustu sem umsögn þessi lýtur að.
Samkvæmt framangreindu er það mat Póst- og fjarskiptastofnunar að tillagan kalli ekki á lagabreytingu og að fyrir hendi sé fullnægjandi lagastoð fyrir innleiðingu á reglugerðinni með reglugerð ráðherra þegar þar að kemur.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 1174/2012. Lagastoð er fyrir hendi í 35. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar póst og fjarskiptastofnun
Niðurstöður samráðs Sjá efnisútdrátt

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R0920
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 147, 9.6.2017, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 399
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 37, 7.6.2018, p. 2
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 142, 7.6.2018, p. 3