32019R1384

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/1384 of 24 July 2019 amending Regulations (EU) No 965/2012 and (EU) No 1321/2014 as regards the use of aircraft listed on an air operator certificate for non-commercial operations and specialised operations, the establishment of operational requirements for the conduct of maintenance check flights, the establishment of rules on non-commercial operations with reduced cabin crew on board and introducing editorial updates concerning air operations requirements


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1384 frá 24. júlí 2019 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 965/2012 og (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar notkun loftfara, sem eru skráð á flugrekandaskírteini, í starfrækslu sem er ekki í ábataskyni og í sérstakri starfrækslu, ákvörðun rekstrarlegra krafna í tengslum við framkvæmd reynsluflugs vegna viðhalds, ákvörðun reglna um starfrækslu sem er ekki í ábataskyni þar sem öryggis- og þjónustuliðum um borð hefur verið fækkað og innleiðingu ritstjórnarlegra uppfærslna varðandi kröfur um flugrekstur
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið með gerðinni er að setja sveigjanlegri reglur þannig að hægt sé að nota tiltekin loftför sem eru skráð til flutningaflugs í aðrar tegundir flugs s.s. flugs sem er ekki í ábataskyni og/eða í svokallað sérstaka starfrækslu (SPO). Með framangreindum breytingum var Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins að bregðast við ábendingum frá rannsóknarnefndum í kjölfar flugslysa. Reglugerðin hefur kostnað í för með sér fyrir flugrekendur einkum vegna aukinna skyldna m.a. í tenglum við mat á skilvirkni þegar flugrekendur nota aðra aðferðarfræði við að uppfylla ákvæði reglugerðar en þær leiðbeiningar sem EASA hefur gefið út. Einnig má reikna með kostnaði flugrekenda vegna aukinna krafna við þjálfun starfs fólks við framkvæmd prófunarfluga. Þá hefur gerðin einnig kostnað í för með sér fyrir Samgöngustofu vegna þjálfunar starfsfólks, uppfærslu verklagsreglna, gátlista og uppfærslu eftirlitskerfa stofnunarinnar.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmið með gerðinni er að setja sveigjanlegri reglur þannig að hægt sé að nota tiltekin loftför sem eru skráð til flutningaflugs í aðrar tegundir flugs s.s. flugs sem er ekki í ábataskyni og/eða í svokallað sérstaka starfrækslu (SPO).
Um er að ræða reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 og (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar notkun loftfara sem skráð eru á flugrekandaskírteini og tengjast starfrækslu sem ekki er í ábataskyni og sérstakri starfrækslu, kröfum um starfrækslu prófunarflugs vegna viðhalds, setningu reglna vegna starfrækslu sem er ekki í ábataskyni með skertan fjölda þjónustuliða í áhöfn um borð og um uppfærslu á flugrekstrarkröfum.
Með framangreindum breytingum var Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins að bregðast við ábendingum frá rannsóknarnefndum í kjölfar flugslysa.
Efnisútdráttur: Með þessari reglugerð (ESB) 2019/1384 eru gerðar tilteknar breytingar á reglugerðum (ESB) nr. 956/2012 og (ESB) nr. 1321/2014.
Í reglugerð (ESB) nr. 965/2012 er mælt fyrir um ítarlegar reglur um starfrækslu flutningaflugs, starfrækslu flókinna, vélknúinna loftfara sem ekki eru notuð í ábataskyni, sérstaka starfrækslu í ábataskyni sem og flug sem ekki er í ábataskyni svo og fyrir sérstaka starfrækslu sem hefur mikla áhættu í för með sér.
Ekki er gert ráð fyrir því í gildandi reglum að sömu flugvélar séu notaðar í mismunandi tegundir aðgerða. Því eru settar fram nýjar sveigjanlegar reglur svo hægt sé að breyta notkun loftfars. Þannig eigi að vera hægt að færa notkun þess úr flutningaflugi yfir í að hægt sé að nota það til verkefna sem ekki hafa í för með sér ágóða eða þá að það verði notað til sérstakrar starfrækslu án þess að afskrá þurfi það fyrst af flugrekandaskírteini flugrekanda og án þess að sveigjanleikinn hafi áhrif á öryggi loftfarsins.
Reglugerð (ESB) nr. 965/2012 er því breytt til samræmis við 1. viðauka við þessa gerð. Breytingarnar miða að því að reglugerðin endurspegli nýjustu tækni og bestu starfsvenjur. Gerðar eru breytingar til að auka skýrleika og lagfæringar eru gerðar til að auka nákvæmni í flokkun tegunda fluga og um lágmarkskröfur til flugáhafna sem og setningu verklagsreglna við undirbúning og framkvæmd.
Þá eru gerðar vægari kröfur vegna starfrækslu sem er ekki í ábataskyni þar sem engin áhöfn er um borð auk þess sem ný skilgreining er sett fram á neyðarútgöngum.
Einnig eru gerðar breytingar á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 sem kveður á um tæknikröfur og stjórnsýslumeðferð til að tryggja áframhaldandi lofthæfi loftfara, íhluta og búnaðar auk þess að fjalla um samþykki viðhaldsstöðva og starfsfólks. I. viðauka (Part-M) og Viðauka Vb (Part-ML) við reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 er breytt til samræmis við 2. viðauka þessarar gerðar.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Með reglugerðinni eru m.a. settar fram kröfur um skyldur flugmálayfirvalda til að takmarka eða afturkalla heimildir sem hafa verið gefnar út ef þær uppfylla ekki ákvæði innleiðingargerða, e. implementing rules. Ennfremur eru gerðar kröfur til flugmálayfirvalda um að koma á kerfi til þess að meta hvort aðrar aðferðir til að uppfylla kröfur en þær sem Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins hefur gefið út og flugrekendur nýta sér, séu að skila tilætluðum árangri.
Með reglugerðinni eru settar fram kröfur um prófunarflug í kjölfar viðhalds sem felast í hæfniskröfum til flugliða, þjálfun, gerð verklagsreglna o.fl. Þá er flugrekendum gert auðveldara fyrir að starfrækja loftför sem eru skráð á flugrekendaskírteini í sérstakri starfrækslu (SPO) og ekki í ábataskyni. Flugmálayfirvöld þurfa að meta fyrirkomulag hjá hverjum flugrekanda fyrir sig til samþykktar.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr., 85. gr. a og 145. gr. loftferðalaga nr. 60/1998. Innleiðing færi fram með um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Reglugerðin hefur kostnað í för með sér fyrir flugrekendur einkum vegna aukinna skyldna m.a. í tenglum við mat á skilvirkni þegar flugrekendur nota aðra aðferðarfræði við að uppfylla ákvæði reglugerðar en þær leiðbeiningar sem EASA hefur gefið út. Einnig má reikna með kostnaði flugrekenda vegna aukinna krafna við þjálfun starfsfólks við framkvæmd prófunarfluga.
Með reglugerðinni er flugrekendum gert kleift að starfrækja loftför án þjónustuliða í einkaflugi, þ.e. í flugi sem ekki er í ábataskyni, háð samþykki flugmálayfirvalda. Vilji flugrekendur nýta sé þetta ákvæði, þá felst kostnaður helst í tímavinnu við uppfærslu handbóka, breytingum á vinnuferlum og þjálfun starfsfólks.
Reikna má með kostnaði flugrekenda vegna aukinna krafna við þjálfun starfsfólks við framkvæmd prófunarfluga sem felast í skilgreiningum á hæfnikröfum, framkvæmd þjálfunar og uppfærslu á innri kerfum flugrekenda. Hér er um að ræða ákvæði sem eiga við alla flugrekendur.
Með reglugerðinni er handhöfum flugrekendaskírteina gert kleift að nýta eigin loftför í annarskonar starfsemi s.s. í einkaflug eða í sérstaka starfrækslu (SPO). Handhafar flugrekendaskírteina geta nýtt loftför í allt að 30 daga í slíka starfsemi. Ef flugrekendur hyggjast nýta loftför með þessum hætti (valkvætt) þá þurfa þeir að setja upp verklagsreglur og uppfæra flugrekstrarhandbækur. Umfang slíkrar vinnu er líklega óverulegt.
Reglugerðin hefur kostnað í för með sér fyrir flugmálayfirvöld einkum vegna aukinna skyldna m.a. í tenglum við mat á skilvirkni þegar flugrekendur nota aðra aðferðarfræði við að uppfylla ákvæði reglugerðar en þær leiðbeiningar sem EASA hefur gefið út. Kostnaður Samgöngustofu er vegna þjálfunar starfsfólks, uppfærslu verklagsreglna, gátlista og uppfærslu eftirlitskerfa stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að 100-150 klst vinna fari í verkefnið af hálfu Samgöngustofu. Það er kostnaður upp á u. þ. b. 2.7 milljónir króna.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Nýjar kröfur um þjálfun þjónustuliða eiga við um flugrekendur sem reka loftför með 19 sæti eða fleiri. Flugfélög hér á landi sem reka slík loftför eru: Flugfélagið Atlanta ehf, Air Iceland Connect, Flugfélagið Ernir ehf, Icelandair
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr., 85. gr. a og 145. gr. loftferðalaga nr. 60/1998. Innleiðing færi fram með um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1384
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 228, 4.9.2019, p. 106
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023