32019R1387

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/1387 of 1 August 2019 amending Regulation (EU) No 965/2012 as regards requirements for aeroplane landing performance calculations and the standards for assessing the runway surface conditions, update on certain aircraft safety equipment and requirements and operations without holding an extended range operational approval

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1387 frá 1. ágúst 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar kröfur um útreikninga á afkastagetu flugvélar við lendingu og viðmiðin til að meta ástand yfirborðs flugbrautar, uppfærslu á tilteknum búnaði og kröfum sem varða öryggi loftfara sem og starfrækslu án þess að hafa undir höndum fjarflugsleyfi
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið með breytingunum er að bæta öryggi í flugi og stuðla að því að reglugerðin samræmist nýsamþykktum tilmælum Flugöryggisstofnunar Evrópu (ICAO) og taki til öryggisráðstafana sem rannsóknaryfirvöld hafa gefið út. Helstu breytingar felast í tæknikröfum um útbúnað og starfrækslu loftfara. Breytingarnar hafa áhrif á alla flugrekendur sem þurfa að breyta vinnulagi og uppfæra tækja- og hugbúnað. Enn fremur eru gerðar breytingar á kröfum um afkastagetu loftfara sem geta haft einhvern kostnað í för með sér fyrir flugrekendur. Kostnaður fyrir Samgöngustofu er óverulegur en getur verið töluverður fyrir flugrekendur vegna við uppfærslu á búnaði loftfara.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Með þessari reglugerð eru gerðar breytingar á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 og viðaukum við hana. Markmið með breytingunum er að bæta öryggi í flugi og stuðla að því að reglugerðin samræmist nýsamþykktum tilmælum Flugöryggisstofnunar Evrópu (ICAO) og taki til öryggisráðstafana sem rannsóknaryfirvöld hafa gefið út.
Breytingarnar snúa einkum að:
- öryggismörkum fyrir aðflugs- og lendingarskilyrði tveggja hreyfla véla við tilteknar aðstæður
- flutning flugrita og skyldu til að hafa flugrita í minni loftförum og þyrlum
- öryggi stjórnklefahurða flugvéla í afkastagetuflokki A
- auknum kröfum til flugliða sem sinna viðhaldsflugi
- heimild til notkunar á súrefnisbúnaði til skyndihjálpar í aðflugi (CAT-aðgerðum)
Efnisútdráttur: Með gerðinni eru settar fram breytingar á reglugerð (ESB) nr. 965/2012. Breytingarnar snúa að því að samræma ákvæði reglugerðarinnar og viðauka við hana að nýjum öryggistilmælum frá Flugöryggisstofnun Evrópu.
Breytingarnar snúa meðal annars að reglum um öryggismörk vegna aðflugs- og lendingarskilyrða tveggja hreyfla flugvéla, með einn hreyfil óvirkan, án þess að útvíkka þurfi ETOPS-starfrækslusamþykki.
Skilgreint er betur hvenær flugvélar í afkastagetuflokki A og B sem sinna CAT-aðgerðum geta fengið heimild lögbærs yfirvalds til að lenda með minni fjarlægð milli véla þ.e. hvenær slíkt er heimilt án þess að það komi niður á öryggi.
Þá snúa breytingarnar að tæknilegum kröfum vegna flugrita. Miðað er við að nýframleiddar léttar flugvélar og þyrlur sem notaðar eru í CAT eða sérhæfðar aðgerðir (SPO) skuli búnar flugrita þegar þær uppfylla ákveðin skilyrði um hámarksþyngd. Þá er kröfum um meðhöndlun upptaka af flugritum breytt og þær aðlagaðar nýjum reglum um flugrita.
Með gerðinni koma einnig fram breytingar á skilgreindum hámarksflugtaksmassa og hámarksfjölda farþegasæta fyrir starfrækslu flugs án ETOPS samþykkis fyrir flugvélar í afkastaflokki A, sem þá verður heimilt að stjórna með 120 til 180 mínútna fjarlægð frá viðunandi flugvelli að því tilskildu að vélin hafi fengið samþykki lögbærs yfirvalds og hafi fengið gerðarviðurkenningu fyrir slíkri starfrækslu.
Reglur um öruggari stjórnklefahurð eru uppfærðar, kröfur til flugliða sem sinna viðhaldsflugi auknar og breytingar gerðar á heimildum til notkunar á súrefnisbúnaði til skyndihjálpar í aðflugi (CAT-aðgerðum).
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Helstu breytingar felast í tæknikröfum um útbúnað og starfrækslu loftfara. Breytingarnar hafa áhrif á alla flugrekendur sem þurfa að breyta vinnulagi og uppfæra tækja- og hugbúnað. Enn fremur eru gerðar breytingar á kröfum um afkastagetu loftfara sem geta haft einhvern kostnað í för með sér fyrir flugrekendur.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð fyrir innleiðingu gerðarinnar er 28. gr. e, 28. gr. f og 85. gr. a sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum.
Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Kostnaður fyrir Samgöngustofu er óverulegur en getur verið töluverður fyrir flugrekendur vegna við uppfærslu á búnaði loftfara.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Flugrekendur.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð: 85. gr. a sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Innleiðing: breyting á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1387
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 229, 5.9.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023