32022R0201

Commission Delegated Regulation (EU) 2022/201 of 10 December 2021 amending Regulation (EU) No 748/2012 as regards management systems and occurrence-reporting systems to be established by design and production organisations, as well as procedures applied by the Agency, and correcting that Regulation


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/201 frá 10. desember 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar stjórnunarkerfi og tilkynningarkerfi um atvik, sem hönnunar- og framleiðslufyrirtæki eiga að koma á fót, sem og um verklagsreglur sem Flugöryggisstofnunin skal beita og um leiðréttingu þeirrar reglugerðar
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 129/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða tillögu að reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) 748/2012. Breytingarnar snúa að stjórnkerfum og atvikatilkynningakerfum sem hönnunar- og framleiðslufyrirtæki skulu koma á fót. Markmið með breytingunum er að samræma ákvæði reglugerðar (ESB) 748/2012 við kröfur í 19. viðauka Chicago-samningsins. Enginn kostnaður fyrir hið opinbera. Engin áhrif.

Nánari efnisumfjöllun

Efnisútdráttur: Samkvæmt ákvæði 3.1. (b) í II. viðauka við reglugerð (ESB) 2018/1139 verða viðurkennd hönnunar- og framleiðslufyrirtæki, eftir því sem við á í samræmi við tegund starfsemi og stærð fyrirtækjanna, að innleiða og viðhalda stjórnunarkerfi til að tryggja samræmi við grunnkröfur og  stjórna öryggisáhættu. Þá skulu fyrirtækin vinna að stöðugum umbótum á því kerfi.Um er að ræða tillögu að reglugerð um breytingu á reglugerð  (ESB) 748/2012. Breytingarnar snúa að stjórnkerfum og atvikatilkynningakerfum sem hönnunar- og framleiðslufyrirtæki skulu koma á fót.Markmið með breytingunum er að samræma ákvæði reglugerðar (ESB) 748/2012 við kröfur í 19. viðauka Chicago-samningsins. Tilgangurinn er að tryggja að stjórnunarkerfi framleiðslu- og hönnunarfyrirtækja nái að öllu leyti yfir staðla og ráðlagðar starfsvenjur (SARPs) fyrir öryggisstjórnunarkerfið sem tilgreint er í viðaukanum.Gerðar eru breytingar á reglugerð (ESB) 748/2012 til þess að tryggja að tilkynningakerfin séu í samræmi við kröfur í reglugerð (ESB) 376/2014.Þá eru lagðar til breytingar sem snúa að Flugöryggisstofnuninni. Þær eru um kröfur og verkefni sem tengjast hönnunarvottun, eftirfylgni og eftirliti.Gert er ráð fyrir að fyrirtækin fái aðlögunartíma til að uppfylla breyttar kröfur samkvæmt gerðinni. Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Sjá efnisúrdrátt um helstu breytingar. Umfangið og áhrif eru lítil þar sem ekki eru nein framleiðslufyrirtæki hér á landi. Hér á landi eru jafnframt einungis þrjú hönnunarfyrirtæki sem eru með leyfi útgefin af Flugöruggsstofnun Evrópu (EASA). Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Enginn kostnaður er metinn við innleiðingu þessarar reglugerðar fyrir Samgöngustofu. Einhver kostnaður verður fyrir hönnunarfyrirtækin þrjú hér á landi sem þurfa að gera viðeigandi breytingar m.a. að innleiða stjórnunarkerfi í samráði og samþykki EASA.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Þrjú hönnunarfyrirtæki (DOA), Icelandair, Aptoz og ADG.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagast. er 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing í reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R0201
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 33, 15.2.2022, p. 7
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2021)8886
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 96
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02272, 9.11.2023