32024D0237

Commission Implementing Decision (EU) 2024/237 of 15 January 2024 amending Implementing Decision (EU) 2019/450 as regards the publication of references of European Assessment Documents for three-layer polyethylene-based coating for corrosion protection of steel pipes and other construction products


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.21 Byggingarvörur

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þegar byggingarvara fellur undir samhæfðan staðal er gerð krafa um að varan skuli CE-merkt. Þróun á þessu sviði er hröð og því ekki alltaf til staðlar. Ef ekki er til samhæfður staðall getur framleiðandi óskað eftir að gert verði evrópskt tæknimat fyrir vöru en það gefur honum heimild til að CE-merkja hana. CE-merking getur haft jákvæð áhrif á markaðssetningu.
Samtök tæknimatsstofnana skulu gera matsskjal ef óskað er eftir evrópsku tæknimati fyrir byggingavöru. Matsskjöl eru stöðluð fyrirmæli sem segja til um með hvaða hætti meta skuli nothæfi ákveðinnar byggingarvöru þegar samhæfðan staðal skortir. Tæknimatsstofnun gefur út evrópskt tæknimat að beiðni framleiðanda á grundvelli evrópsks matsskjals. Hér eru kynnt 26 ný matsskjöl. Áhrif hér á landi eðlileg og jákvæð að mestu leyti. Kostnaður fyrir hið opinbera óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Efnisútdráttur: Um er að ræða 26 evrópsk matsskjöl og eina leiðréttingu. Við mat á gerðinni kannaði sérfræðingur HMS matsskjölin og fyrirhugaða notkun þeirra vara sem þau taka til. Sérstaklega var skoðað hvort þær prófanir sem lýst er í skjölunum væru fullnægjandi og lagðar til frekari prófanir ef þörf var á frekari staðfestingu á nothæfi m.t.t. sértækra krafna í reglum hér á landi. Matskjölin eiga við eftirfarandi vörur:Þriggja laga pólýetýlenhúð tæringarvarnar fyrir stálrör; Fullnægjandi prófunVerksmiðjuframleiddar einangrunarmottur úr glertrefjum og myndlausum kísiltvíoxíðum; Fullnægjandi prófunVerksmiðjuframleiddar vörur úr stífu pólýúretanfrauði (PUR) með opnu holrými og pólýísósýanúratfrauði (PIR) fyrir tæknibúnað í mannvirkjum og iðnaði; Fullnægjandi prófunReykháfakerfi með reykrörsfóðringu úr leir eða keramík með aukinni aðliggjandi varmaeinangrun eða með ytri veggjum sem eru tengdir með pólýúretanlími, eða blöndu af hvoru tveggja; Fullnægjandi prófunGifsplötur með trefjastyrkingu og stækkaðar glerplötur með trefjastyrkingu fyrir klæðningu og fóðrun byggingarhluta (kemur í stað tækniforskriftar „EAD 070001-01-0504“); Fullnægjandi prófunKerfi fyrir útveggjaklæðningar sem eru festar með vélrænum hætti(kemur í stað tækniforskriftar „EAD 090062-00-0404“); Fullnægjandi prófunKerfi fyrir útveggjaklæðningar sem eru límdar við undirkerfi; Fullnægjandi prófunKerfi fyrir útveggjaklæðningar með lagskiptum, stífum klæðningareiningum; Fullnægjandi prófunInnlímdar stangir fyrir timburtengingar; Fullnægjandi prófunKerfi fyrir berg- og jarðfestingar – kerfi fyrir snittteina úr stáli eða forspenntu stáli; Fullnægjandi prófunKerfi til að styrkja steinsteypueiningar með utanáliggjandi, kolefnistrefjastyrktum fjölliðuræmum; Mælingar á þurrkunartíma eru mældar við lágmark 8°C. Fyrir fyrirhugaða notkun hefur varan hitastig á bilinu -12°C – 40°C. Mælt er með prófun fyrir notkun / uppsetningu vörunnar við lægra hitastig en 8°C til notkunar í svaltempruðu úthafsloftslagi, (köppen: Cfc og ET); Annars fullnægjandi prófunEinstreymislokar til notkunar í skólpkerfum; Fullnægjandi prófunTæringarvarnarkerfi þar sem límbandi er vafið utan um burðareiningar úr málmi; Fullnægjandi prófunRyðvarnarmálning fyrir stál; Fullnægjandi prófunUndirkerfi fyrir þakskífur; Prófunaruppsetning er fyrir minniháttar titring, umferð og minniháttar jarðskjálfta. Vindþrýstingur á staðnum eða stærri jarðskjálfta eftirlíkingar eru ekki gerðar. Prófun gerð á hristingsborði með stefnu X sem aðalprófun, valfrjálst með Y, engin Z-hreyfing. Aðeins prófað tvo halla 35% og 45%. (ef skífurnar eru gerðar fyrir lægri halla); Prófa þarf með öfgakenndari jarðskjálftahermi (þar á meðal Y og Z hreyfingu), vindi og að minnsta kosti einum með minni halla.Þakeiningar úr plasti fyrir gróðurþök og tilheyrandi festibúnaður; Fullnægjandi prófunSjálfberandi, gagnsæjar þak- og veggeiningar sem eru klæddar plastplötum, þ.m.t. ógagnsæjum plötum; Fullnægjandi prófunÞunnar stálplötur til þak- og veggklæðningar; Fullnægjandi prófunÞakgluggar og dagsbirtugöng fyrir þök; Fullnægjandi prófunÞakgluggi með innbyggðri svalaeiningu; Fullnægjandi prófunStáltrefjar fyrir steinsteypu, endurunnar úr notuðum hjólbörðum; Ekki prófað fyrir steyputegund undir C25/30 (umhverfisvæna steypan) og Ekki prófað fyrir frost/þíðingu og tæringu í stáltrefjumLagnakerfi úr plasti til flutnings á heitu og köldu vatni, gert úr hitaþolnu pólýetýleni (PE-RT); Prófanir gerðar allt að 70°C - Vatnshiti á Íslandi getur verið hærri í íbúðarhúsnæði. . Varmaskiptir stillir þetta af en í eldri húsum er ekki slíkt og vatnið er að koma 80°CGeymslutankur með tvöföldu byrði, snúningsmótaður úr pólýetýleni; Fullnægjandi prófunTengi til að styrkja núverandi steinsteypuvirki með steinsteypulagi: hegðun í jarðskjálfta; Fullnægjandi prófunSnittaðir skrúfboltar til að tengja efni við burðarvirkiseiningar úr stáli eða áli“; Fullnægjandi prófunFestingar til að festa varmaeinangrunarkerfi á ytra byrði timburvirkja“.; Fullnægjandi prófunÞegar byggingarvara fellur undir samhæfðan staðal er gerð krafa um að varan skuli CE-merkt. Þróun á þessu sviði er hröð og því ekki alltaf til staðlar. Ef ekki er til samhæfður staðall fyrir byggingarvöru getur framleiðandi óskað eftir að gert verði evrópskt tæknimat fyrir vöru hans en það gefur honum heimild til að CE-merkja hana. CE-merking getur haft jákvæð áhrif á markaðssetningu byggingarvöru.Samtök tæknimatsstofnana skulu gera matsskjal ef óskað er eftir evrópsku tæknimati fyrir byggingavöru. Matsskjöl eru stöðluð fyrirmæli sem segja til um með hvaða hætti meta skuli nothæfi ákveðinnar byggingarvöru þegar ekki er fyrir hendi samhæfður staðal. Tæknimatsstofnun gefur út evrópskt tæknimat að beiðni framleiðanda á grundvelli evrópsks matsskjals. Hér eru kynnt 26 ný matsskjöl.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Með vísan til yfirferðar á matsskjölum er bent á að þegar litið er til þeirra prófana sem gerðar voru og gerð er grein fyrir í matsskjölum er  mögulegt er að sumar framangreindar vörur uppfylli ekki kröfur hérlendis um nothæfi.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lög um byggingarvörur nr. 114/2014, sbr. 19. gr. reglugerðar ESB nr. 305/2011. . Setja þarf reglugerð til innleiðingar með tilvísun í 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Ekki kostnaður fyrir hið opinbera.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: NeiHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: NeiÞörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lög um byggingarvörur nr. 114/2014, sbr. 19. gr. reglugerðar ESB nr. 305/2011. Setja þarf reglugerð til innleiðingar með tilvísun í 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Mannvirkjastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32024D0237
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/237, 17.01.2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar