32015D2186

Commission Implementing Decision (EU) 2015/2186 of 25 November 2015 establishing a format for the submission and making available of information on tobacco products

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.25 Tóbak
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 007/2022

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB 2015/2186 fjallar um skráarsnið fyrir skil á upplýsingum og aðgengileika upplýsinga um tóbaksvörur en samkvæmt tilskipun 2014/40/ESB skulu framleiðendur og innflytjendur tóbaksvara skila inn upplýsingum m.a. um innihaldsefni tóbaksvara til stjórnvalda. Almennt rafrænt skráarsnið fyrir þessi upplýsingaskil auðveldar aðildarríkjum og framkvæmdastjórninni að bera saman upplýsingarnar og tryggir samræmda framkvæmd. Fyrirtæki fá auðkennisnúmer sem þau nota fyrir allar tilkynningar sem þau senda inn. Fyrirtæki skulu auðkenna vöru með sérstöku númeri. Aðildarríki bera ábyrgð á söfnun og meðferð upplýsinganna en þau ættu að hafa möguleika á að nota tæknibúnað framkvæmdastjórnarinnar til að geyma þær. Hvetja á framleiðendur og innflytjendur til að senda inn uppfærðar upplýsingar þegar við á. Æskilegt er að framkvæmdastjórnin setji reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga.

Nánari efnisumfjöllun

Í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2015/2186 er fjallað um að setja á fót skráarsnið fyrir skil á upplýsingum og aðgengileika upplýsinga um tóbaksvörur í samræmi við 5. mgr. 5. gr. tilskipunar 2014/40/ESB en sú tilskipun mælir fyrir um að framleiðendur og innflytjendur tóbaksvara skili inn upplýsingum um innihaldsefni og losun (emissions) tóbaksvara og rúmmál söluafurða til stjórnvalda viðkomandi aðildarríkis. Upplýsingunum á að skila áður en ný eða breytt vara kemur á markað.
Sameiginlegt rafrænt skráarsnið fyrir þessi upplýsingaskil gerir aðildarríkjum og framkvæmdastjórninni kleift að vinna úr, bera saman, greina og draga ályktanir af upplýsingunum. Gögnin hjálpa einnig við að leggja grunn að öðrum listum samkvæmt tilskipun 2014/40/ESB. Þetta tryggir samræmda framkvæmd á tilkynningarskyldum samkvæmt tilskipuninni, samræmir upplýsingar sem framleiðendur eða innflytjendur skila til aðildarríkja, dregur úr stjórnsýslulegu álagi fyrir framleiðendur, innflytjendur og eftirlitsstofnanir og auðveldar samanburð á gögnunum. Sá tæknibúnaður (tools) sem þetta sameiginlega viðmót býður upp á að að henta bæði fyrirtækjum sem eru með alhliða tölvukerfi og fyrirtækjum sem hafa ekki slík kerfi, einkum minni eða meðalstór fyrirtæki. Fyrirtæki fá auðkennisnúmer sem þau nota fyrir allar upplýsingar sem þau senda inn.
Aðildarríkjum er frjálst að hafa tæknibúnaðinn, sem notaður er til að senda inn upplýsingar samkvæmt þessari ákvörðun, aðgengilegan fyrir tilkynningar samkvæmt 19. gr. og 22. gr. tilskipunar 2014/40/ESB og til að auðvelda að senda inn aðrar upplýsingar um tóbaksvörur.
Aðildarríki bera fulla ábyrgð á söfnun og meðferð upplýsinga samkvæmt þessari ákvörðun en þau ættu að hafa þann möguleika að geyma upplýsingar sem þeim eru sendar hjá framkvæmdastjórninni. Þetta á að veita þeim tæknibúnað sem auðveldar þeim að uppfylla skyldur sínar samkvæmt 5. gr. tilskipunar 2014/40/ESB. Framkvæmdastjórnin útbýr staðlaðan þjónustusamning fyrir þessa þjónustu. Framkvæmdastjórnin á að geyma öruggt afrit af þeim upplýsingum sem koma í gegnum sameiginlega kerfið í þeim tilgangi að ná fram ákvæðum tilskipunar 2014/40.
Í þeim tilgangi að auðvelda samanburð innan sambandsins ættu aðildarríki að hvetja framleiðendur og innflytjendur til að hafa upplýsingarnar sem þau senda inn uppfærðar (up-to-date) og senda inn uppfærslur þegar við á.
Þegar framleiðendur og innflytjendur senda inn upplýsingar um vörur sem hafa sömu samsetningu og hönnun ættu þeir, í þeim mæli sem hægt er, að nota sama vöruauðkennisnúmer, óháð vörumerkinu og undirtegund eða því hvort þau eru á markaði í einu eða fleiri aðildarríki.
Æskilegt er að framkvæmdastjórnin setji reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga til að tryggja sem best gagnsæi upplýsinga um vöru til almennings á meðan viðskiptaleyndarmál eru tryggð. Vega og meta þarf heildstætt lögmætar væntingar neytenda til að fá fullnægjandi upplýsingar um innihaldsefni í vöru sem þeir hyggjast neyta annars vegar og hagsmuni framleiðenda til að vernda uppskriftir að vörum þeirra hins vegar. Með hliðsjón af þessum andstæðu hagsmunum ættu upplýsingar sem leiða í ljós bragðefni sem notuð eru í litlum hlutföllum í vöru að vera bundnar trúnaði.
Persónuupplýsingar á að vinna í samræmi við reglur og öryggisráðstafanir samkvæmt tilskipun 95/46/EC og reglugerð (EC) nr. 45/2001.
Í viðauka með ákvörðuninni er að finna skráarsniðið.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Engin lagastoð fyrir hendi. Innleiða þarf móðurgerð fyrst. Annaðhvort breyting á reglugerð nr. 790/2011 eða ný reglugerð.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Heilbrigðisráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015D2186
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 312, 27.11.2015, p. 5
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D041703/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 42, 30.6.2022, p. 13
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 175, 30.6.2022, p. 15