32016D0586

Commission Implementing Decision (EU) 2016/586 of 14 April 2016 on technical standards for the refill mechanism of electronic cigarettes

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.25 Tóbak
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 007/2022

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB 2016/586 fjallar um tæknilega staðla áfyllingarvélbúnaðar fyrir rafsígarettur. Með hliðsjón af eituráhrifum níkótínvökva sem notaðir eru í rafsígarettur er mikilvægt að tryggja að hægt sé að fylla á rafsígarettur þannig að áhættan af því að slíkir vökvar komist í snertingu við húð eða inntöku þeirra sé takmörkuð. Þessir tæknilegu staðlar tryggja vörn gegn því að áfyllingarílát leki og að neytendur fái nægilegar upplýsingar um hvernig ber að meðhöndla áfyllingarílátin. Vélbúnaður skal annað hvort vera með með 9 mm löngum stút, sem passar vel í op tanksins, og leyfir ekki meira flæði en 20 dropa af áfyllingarvökva á mínútu og ákveðinn þrýsting, eða hafa tengikerfi sem leysir aðeins áfyllingarvökva þegar rafsígarettan og áfyllingarílátið eru tengd. Með rafsígarettum sem hægt er að fylla á og áfyllingarílátum skulu fylgja fullnægjandi leiðbeiningar um áfyllingu og upplýsingar um vélbúnaðinn og að hann fullnægi framangreindum kröfum.

Nánari efnisumfjöllun

Í ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB 2016/586 er fjallað um tæknilega staðla áfyllingarvélbúnaðar fyrir rafsígarettur í samræmi við tilskipun 2014/40/ESB en í 13. mgr. 20. gr. hennar er kveðið á um að framkvæmdastjórnin skuli setja slíka staðla. Með hliðsjón af eituráhrifum nikótínvökva sem notaðir eru í rafsígarettur og áfyllingarílátum er mikilvægt að tryggja að hægt sé að fylla á rafsígarettur á þann hátt sem takmarkar áhættu á því að slíkir vökvar komist í snertingu við húð eða inntöku þeirra fyrir slysni. Þessum tæknilegu stöðlum er ætla að tryggja að vörn gegn því að áfyllingaríláti leki og að neytendur fái nægilegar upplýsingar um hvernig á að meðhöndla áfyllingarílátin. Hagsmunaaðilar geta veitt framkvæmdastjórninni upplýsingar um annan vélbúnað sem þeir hafa þróað og tryggja að áfylling fari fram án leka.
Í 2. gr. ákvörðunarinnar er kveðið á um þá tæknilegu staðla sem þarf að uppfylla: Rafsígarettur sem hægt er að fylla á og áfyllingarílát skulu aðeins fara á markað ef vélbúnaður þess er annað hvort með 9 mm löngum stút, sem er þrengri en, og passar vel í op tanksins á rafsígarettunni, og leyfir ekki meira flæði en 20 dropa af áfyllingarvökva á hverri mínútu og tiltekinn þrýsting, eða hefur tengikerfi (docking system) sem leysir aðeins áfyllingarvökva í tankinn á rafsígarettunni þegar rafsígarettan og áfyllingarílátið tengt.
Tryggja skal að rafsígarettum sem hægt er að fylla á og áfyllingarílátum fylgi fullnægjandi leiðbeiningar um áfyllingu, m.a. skýringarmyndir, en þær eru hluti af notkunarleiðbeiningum samkvæmt 20. gr. (4)(a)(i) tilskipunar 2014/40/ESB. Þá skulu fylgja upplýsingar um vélbúnaðinn og þær kröfur sem hann þarf að fullnægja samkvæmt framansögðu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Nei
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Engin lagstoð fyrir hendi. Innleiða þarf móðurgerð fyrst. Ný reglugerð.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Heilbrigðisráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32016D0586
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 101, 16.4.2016, p. 15
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D044547/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 42, 30.6.2022, p. 13
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 175, 30.6.2022, p. 15