32016R1199

Commission Regulation (EU) 2016/1199 of 22 July 2016 amending Regulation (EU) No 965/2012 as regards operational approval of performance-based navigation, certification and oversight of data services providers and helicopter offshore operations, and correcting that Regulation


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 965/2012 fjallar um örugga starfrækslu loftfara. Sú reglugerð sem hér er til umræðu miðar m.a. að því að tryggja samræmt öryggisstig í Evrópu á sviðum þar sem þörf er á, sem og að gera gildandi reglur meira áhættumiðaðar þannig að þeim aðilum sem ekki starfrækja loftför í atvinnuskyni sé ekki íþyngt um of. Breytingarnar byggja á álitum EASA, European Aviation Safety Agency.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 965/2012 fjallar um örugga starfrækslu loftfara. Sú reglugerð sem hér er til umræðu miðar m.a. að því að tryggja samræmt öryggisstig í Evrópu á sviðum þar sem þörf er á, sem og að gera gildandi reglur meira áhættumiðaðar þannig að þeim aðilum sem ekki starfrækja loftför í atvinnuskyni sé ekki íþyngt um of. Breytingarnar byggja á álitum EASA, European Aviation Safety Agency.
Þær breytingar sem helst verða með þessari nýju reglugerð eru eftirfarandi:
1. Tryggja þarf að gagnaþjónustuveitendur vinni flugmálagögn og flugmálaupplýsingar á þann hátt að gæði þeirra séu tryggð og að kröfur um þau sem settar eru af flugvélaframleiðendum séu uppfylltar.
2. Með reglugerðinni eru gerðar breytingar á kröfum um sérstaka viðurkenningu fyrir starfrækslu með hæfisbundinni leiðsögu specific approval for all performance-based navigation (‘PBN’) operations í almannaflugi.
3. Með reglugerðinni eru tilteknar reglur í tengslum við flutning á hættulegum varningi aðlagaðar mismunandi loftförum og ólíkri starfrækslu. Jafnframt eru gerðar breytingar á kröfum um sætisbelti á smærri loftför sem felast í aðlögun að starfsháttum o.þ.h.
4. Gerðar eru breytingar á kröfum til þeirra sem ekki starfrækja loftför í atvinnuskyni non-commercial operators sem nota flókin vélknúin loftför, sem þó eru létt lighter twin-turboprop aeroplanes. Þannig þurfa þeir sem þær starfrækja ekki að uppfylla kröfur reglugerðar 965/2012 um stjórnunarkerfi í viðauka III og kröfur í viðauka VI non-commercial air operations with complex motor powered aircraft. Þannig ber þeim einungis að fylgja kröfum í viðauka VII non-commercial air operations with other- than complex motor –powered aircraft. Hið sama gildir um flugskóla sem þjálfa flugmenn á viðkomandi loftför.
5. Gerðar eru breytingar á kröfum um notkun súrefnis í tiltekinni flughæð þegar ekki er um að ræða starfrækslu loftfars í atvinnuskyni.
6. Í því skyni að tryggja samræmt öryggisstig innan ESB eru settar sérstakar reglur um starfrækslu þyrlna yfir úthafinu Helicopter offshore operations, sem skal beitt frá 30. júní 2018.
7. Gert er ráð fyrir nýjum reglum um loftbelgi og svifflugur sem ekki eru starfræktir í atvinnuskyni og verður beitingu gildandi reglna því frestað fram til 8. apríl 2018. Einnig er gert ráð fyrir frestun á beitingu reglna um verkflug loftbelgja fram til 8. apríl 2018 og um verkflug svifflugna fram til 8. apríl 2019. Þá er gert ráð fyrir að reglum um flutningaflug loftbelgja verði beitt frá 8. apríl 2018 og reglum um flutningaflug svifflugna verði beitt frá 8. apríl 2019.
8. Frestun á beitingu reglna Í því skyni að tryggja samræmda beitingu á reglunum er lagt til að aðildarríki komi því skýrt á framfæri í lagatexta hvenær viðkomandi reglur taki gildi og að heimild til þess að “opta-út” sé takmörkuð við ítrustu nauðsyn.
Flugmálayfirvöld þurfa að uppfæra innri gæða- og öryggistjórnunarkerfi, þjálfa starfsfólk, uppfæra handbækur, verklagsreglur og gátlista. Gert er ráð fyrir að kostnaður Samgöngustofu verði 2,6 milljónir við innleiðingu reglugerðarinnar og árlegur viðbótarkostnaður vegna reglubundins eftirlits gagnvart þeim þáttum sem fjallað er um í reglugerðnni verði 500 þús.
Kostnaður atvinnulífs felst í því umráðendur loftfara þurfa að uppfæra innri gæða- og öryggistjórnunarkerfi, þjálfa starfsfólk, uppfæra handbækur, verklagsreglur og gátlista.

Að því er varðar hæfisbundna flugleiðsögu (PBN) hefur innleiðing hennar á Íslandi verið gerð í skrefum og í samráði við flugrekendur og notendur loftrýmis. PBN áætlun Íslands er í stöðugri endurskoðun og stjórnvöld geta haft áhrif stefnu og innleiðingu hennar.

Vakin er athygli á því að reglugerðin gerir ekki kröfu um að flugrekendur styðjist við hæfisbundna flugleiðsögu (PBN). Slíkt er alfarið á valdi flugrekenda. Kjósi þeir slíka tækni þurfa þeir að fylgja reglunum.
Að því er varðar kostnað flugrekenda á tækjabúnaði vegna hæfisbundinnar flugleiðsögu (PBN), felur reglugerðin í sér óverulegan kostnað fyrir flugrekendur sem stunda millilandaflug, þar sem PBN kröfur eru nú þegar gerðar í þeim flugstjórnarsvæðum þar sem íslenskir flugrekendur stunda flugrekstur.
Kostnaður fyrir flugrekendur sem stunda innanlandsflug gæti orðið nokkur, en það er, eins og áður sagði háð því hvort eingöngu sé til staðar PBN aðflug á þeim flugvelli sem ætlunin er að fljúga til. Í dag er enginn flugvöllur á Íslandi sem nýttur er til áætlunar-, leigu- og/eða sjúkraflugs eingöngu með PBN aðflug. Aðrar tegundir aðflugs s.s. ILS, NDB eru einnig til staðar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna 1. mgr. 31. gr., 4. mgr. 37. gr., og 85. gr. a, sbr. 145. gr. loftferðalaga með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Sjá efnisumfjöllun
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32016R1199
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 198, 23.7.2016, p. 13
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D042243/03
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar