32018R1263

Commission Implementing Regulation (EU) 2018/1263 of 20 September 2018 establishing the forms for the submission of information by parcel delivery service providers pursuant to Regulation (EU) 2018/644 of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1263 frá 20. september 2018 um eyðublöð fyrir veitendur bögglaútburðarþjónustu til að leggja fram upplýsingar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.02 Póstþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 246/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerð 2018/644 var ætlunin að ýta undir traust neytenda á því að eiga viðskipti á netinu á milli landa. Talið var að sala á netinu milli landa væri mun minni en eðlilegt væri vegna skorts á trausti og að verð væri of hátt. Þessu til viðbótar var ekki til nægilega mikið af tölfræðilegum upplýsingum um markaðinn. Í reglugerð 2018/1263 eru sett fram upplýsingaform sem þeim sem starfa við að flytja böggla ber að fylla út. Formin sem eru tvö og eru vegna upplýsinga sem slíkum aðilum ber að leggja fram samkvæmt grein 4 1 og 4 3 í reglugerð 2018/644. Upplýsingarnar eru um atriði eins og afkomu, fjölda starfsmanna, fjölda böggla auk annarra atriða. Innleiðing reglugerðarinnar mun hafa í för með sér aukin verkefni fyrir póst og fjarskiptastofnun og að einhverju leyti aukinn kostnað fyrir stofnunina. Gert er ráð fyrir að sá kostnaður geti numið um 1,4 m.kr.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Með reglugerð 2018/644 var ætlunin að ýta undir traust neytenda á því að eiga viðskipti á netinu á milli landa. Kannanir sýndu að einungis 15% þegna Evrópusambandsins höfðu keypt vörur erlendis frá. Sambærilegar tölur fyrir verslun innanlands voru 44%. Afleiðingin var að mati framkvæmdarstjórnarinnar að innri markaðurinn virkaði ekki sem skyldi í netverslun milli landa. Jafnframt að þar með hefðu evrópskir neytendur og smásöluaðilar ekki full not af hinum sameiginlega markaði.
Með reglugerð 2018/644 var ætlunin að taka á tveimur helstu ástæðum þess að þetta ástand væri. Þær voru mikill kostnaður og skortur á trausti. Framkvæmdarstjórnin vísaði m.a. til könnunar sem gerð var þar sem fram kom að almennt var þrisvar til fjórum sinnum dýrara að senda pakka á milli landa en það var að senda sambærilegan pakka innanlands. Að mati framkvæmdarstjórnarinnar átti sá munur sér ekki eðlilegar skýringar í kostnaði. Að síðustu var reglugerðinni ætlað að bæta úr skorti á tölfræðilegum upplýsingum um markaðinn fyrir bögglasendingar á milli landa.
Efni: Í reglugerð 2018/1263 sem hér er til umfjöllunar, eru sett fram upplýsingaform sem þeim sem starfa við að flytja böggla ber að fylla út. Formin sem eru tvö og eru vegna upplýsinga sem slíkum aðilum ber að leggja fram samkvæmt grein 4 1 og 4 3 í reglugerð 2018/644. Upplýsingarnar eru um atriði eins og afkomu, fjölda starfsmanna, fjölda böggla auk annarra atriða.
Umsögn: Innleiðing reglugerðarinnar mun hafa í för með sér aukin verkefni fyrir póst og fjarskiptastofnun og að einhverju leyti aukinn kostnað fyrir stofnunina. Gert er ráð fyrir að sá kostnaður geti numið um 1,4 m.kr.
Lagastoð/breytingar: Gert er ráð fyrir lagaheimild fyrir reglugerðir sem þessa í frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu. Þar er sérstök heimild til að innleiða reglugerðina í 7. tölul. 41. gr. Verði frumvarpið að lögum skapast lagastoð fyrir ráðherra til að setja reglugerðir sem þessa.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagaheimild í nýjum lögum um póstþjónustu. Innleiðing færi fram með reglugerðarbreytingu í kjölfarið.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1263
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 238, 21.9.2018, p. 65
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D058236/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 17, 22.2.2024, p. 33
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/496, 22.2.2024