32018R1974

Commission Implementing Regulation (EU) 2018/1974 of 14 December 2018 amending Regulation (EU) No 1178/2011 laying down technical requirements and administrative procedures related to civil aviation aircrew pursuant to Regulation (EU) 2018/1139 of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1974 frá 14. desember 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir er varða áhöfn í almenningsflugi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1139
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 um áhöfn í almenningsflugi er meðal annars kveðið á um tæknikröfur fyrir vottun flugherma, vottun flugmanna ákveðinna loftfara og um vottun einstaklinga og aðila sem koma að þjálfun, prófun og mati á flugmönnunum. Reynslan hefur sýnt að þörf er á að gerðar séu ítarlegri kröfur til þjálfunar atvinnuflugmanna við að koma í veg fyrir og bregðast við uppnámi, e. „upset prevention and recovery training (UPRT)“. Innleiða þarf UPRT á mismunandi stigum á ferli atvinnuflugmanna. Þjálfunarinnar skal getið í skírteini hvers flugmanns. Reglugerðin mun fyrst og fremst hafa áhrif á flugskóla sem kenna nemendum sem stefna að því að verða atvinnuflugmenn. Kostnaður SGS við innleiðingu er óverulegur. Kostnaður gæti hlotist af gerðinni hjá flugskólum sem veita UPRT þjálfun og/eða þjálfun fyrir flugkennara til að kenna á UPRT námskeiðum. Sá kostnaður gæti orðið töluverður og kostnaður nemenda gæti hækkað samhliða.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Í reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 um áhöfn í almenningsflugi er meðal annars kveðið á um tæknikröfur fyrir vottun flugherma, vottun flugmanna ákveðinna loftfara og um vottun einstaklinga og aðila sem koma að þjálfun, prófun og mati á flugmönnunum.
Reynslan hefur sýnt að þörf er á að gerðar séu ítarlegri kröfur til þjálfunar atvinnuflugmanna við að koma í veg fyrir og bregðast við uppnámi, e. „upset prevention and recovery training (UPRT)“. Innleiða þarf UPRT á mismunandi stigum náms þeirra til að verða atvinnuflugmenn. Þjálfunarinnar skal getið í skírteini hvers flugmanns.
Efnisútdráttur: Með reglugerðinni er gerð krafa um UPRT sem hluta af eftirfarandi námskeiðum:
-námskeið fyrir fjölstjórnarskírteini, multi-crew pilot licence (MPL) training course;
-innbyggt námskeið fyrir atvinnuflugmenn 1. Flokks, the integrated training course for airline transport pilots for aeroplanes (ATP(A);
-námskeið fyrir atvinnuflugmenn, a training course for a commercial pilot licence for aeroplanes (CPLA);
-fyrir tegundar- og flokksáritun fyrir einstjórnarflugvél sem starfrækt er í fjölstjórnarumhverfi, for class and type-ratings for single-pilot aeroplanes operated in multi-pilot operations;
- fyrir flókna einstjórnarflugvél án mikillar afkastagetu, single-pilot non-high-performance complex;
-fyrir flókna flugvél með mikla afkastagetu, high-performance complex aeroplanes;
-fyrir áritun á fjölstjórnarflugvél, multi-pilot aeroplanes ratings.
Kröfur til kennaravottorða skulu einnig taka mið af þessum nýju ákvæðum.
Með reglugerðinni eru samræmdar Evrópukröfur við breytingar á viðauka 1 ICAO, frá 2014 sem kveða á um UPRT fyrir fjölstjórnarskírteini og fyrir fjölstjórnar tegundaráritanir.
Að því er varðar aðlögunartímbil er með vísan til flugöryggis, gert ráð fyrir því að UPRT kröfurnar skuli innleiða sem fyrst.
Heimilt verður þó að ljúka þjálfunarnámskeiðum sem hafin voru fyrir beitingu reglugerðarinnar, án þess að nýju kröfurnar komi til framkvæmda.
Í þessu sambandi ber að hafa í huga að flugmenn sem fljúga í atvinnuskyni á grundvelli reglugerðar (ESB) nr. 965/2012 verða að undirgangast reglubundna þjálfun hjá flugrekanda, sem í dag inniheldur UPRT þætti.
Til viðbótar er gert ráð fyrir að flugskólar fái aðlögunartíma í því skyni að aðlaga þjálfunaráætlanir þeirra þannig að þær samrýmist nýju UPRT kröfunum.
Reglugerðin er m.a. í samræmi við álit EASA Nr. 6/2017.
Umsögn; helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin mun fyrst og fremst hafa áhrif á flugskóla sem kenna nemendum sem stefna að því að verða atvinnuflugmenn. Kostnaður SGS við innleiðingu er óverulegur.
Kostnaður gæti hlotist af gerðinni hjá flugskólum sem veita UPRT þjálfun og/eða þjálfun fyrir flugkennara til að kenna á UPRT námskeiðum. Sá kostnaður gæti orðið töluverður og kostnaður nemenda gæti hækkað samhliða.
Það er valkvætt fyrir skólana að veita þessa þjálfun. Kjósi enginn skóli hér á landi að veita þessa þjálfun munu flugnemar þurfa að sækja þessa þjálfun í öðrum Evrópuríkjum.
Reglugerðin gæti haft áhrif á vélakost flugskóla og erfitt gæti verið að finna kennara með nauðsynlegan bakgrunn til að sinna þjálfun fyrir UPRT.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Reglugerðina er rétt að innleiða með stoð í 31. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing færi fram með breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1974
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 326, 20.12.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D058879/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023