Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um mat á nothæfi og sannprófun á stöðugleika rimlahandriða og grindverka sem eingöngu eru ætluð sem fallvörn við byggingarframkvæmdir og ekki verða fyrir lóðréttu álagi frá mannvirkinu. - 32019D1764

Commission Delegated Decision (EU) 2019/1764 of 14 March 2019 supplementing Regulation (EU) No 305/2011 of the European Parliament and of the Council with regard to the applicable systems to assess and verify constancy of performance of balustrade kits and railing kits intended to be used in construction works solely to prevent falls and not submitted to vertical loads from the structure


iceland-flag
Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1764 frá 14. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 að því er varðar viðeigandi kerfi til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis rimlahandriðs- og rimlagirðingareininga sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í tengslum við byggingarmannvirki til að koma í veg fyrir fall og sem eiga ekki að verða fyrir lóðréttu álagi frá mannvirkinu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.21 Byggingarvörur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 035/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB að því er varðar viðeigandi kerfi til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis rimlahandriðs- og rimlagirðingareininga sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í tengslum við byggingarmannvirki til að koma í veg fyrir fall og sem eiga ekki að verða fyrir lóðréttu álagi frá mannvirkinu.

Í ákvörðuninni kemur fram hvaða kerfi skuli beita við mat á nothæfi og sannprófun á stöðugleika viðkomandi byggingarvara við ákvæði CPR. Gert er ráð fyrir að mat á nothæfi og sannprófun á stöðugleika geti alfarið verið á hendi framleiðanda (kerfi 4) varðandi allar grunnkröfur nema brunaeiginleika.

Nánari efnisumfjöllun

Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1764 frá 14. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 að því er varðar viðeigandi kerfi til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis rimlahandriðs- og rimlagirðingareininga sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í tengslum við byggingarmannvirki til að koma í veg fyrir fall og sem eiga ekki að verða fyrir lóðréttu álagi frá mannvirkinu.

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 frá 9. mars 2011 um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingarvara og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 89/106/EBE ( ), einkum 2. mgr. 28. gr.,og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1) Ekki er fyrir hendi viðeigandi ákvörðun um mat og sannprófun á stöðugleika nothæfis rimlahandriðs- og rimlagirð-ingareininga sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í tengslum við byggingarmannvirki til að koma í veg fyrir fall og sem eiga ekki að verða fyrir lóðréttu álagi frá mannvirkinu. Því er nauðsynlegt að ákvarða hvaða kerfi eigi að nota til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis þessara rimlahandriðs- og rimlagirðingareininga.

2) Að teknu tilliti til reynslu af eiginleikum viðkomandi vara á nýtingartíma þeirra, sem lýst er í könnun sem var gerð vegna ágalla á þessum vörum, ætti framleiðandinn að meta nothæfi þeirra að því er varðar alla mikilvæga eiginleika, nema viðbrögð við bruna, áður en varan en sett á markað. Ekki er þörf á fleiri kostnaðarsömum kerfum. Að því er varðar nothæfi, með tilliti til viðbragða við bruna, ætti val á kerfi 1, 3 eða 4 að teljast viðeigandi með tilvísun til mismunandi undirflokka vara.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 424/2015 um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 um byggingarvörur. , Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. tölul. 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Ábyrg stofnun Mannvirkjastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D1764
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 270, 24.10.2019, p. 81
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2019)1929
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 11.1.2024, p. 73
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/14, 11.1.2024