Erasmus+ Brexit - 32019R0499

Regulation (EU) 2019/499 of the European Parliament and of the Council of 25 March 2019 laying down provisions for the continuation of ongoing learning mobility activities under the Erasmus+ programme established by Regulation (EU) No 1288/2013, in the context of the withdrawal of the United Kingdom from the Union


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/499 frá 25. mars 2019 um ákvæði um áframhald verkefna á sviði hreyfanleika í námi sem þegar eru hafin innan ramma áætlunarinnar Erasmus+, sem komið er á fót með reglugerð (ESB) nr. 1288/2013, í tengslum við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, bókun) 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 182/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerðinni er tryggt að einstaklingar frá Bretlandi og aðildarríkjum ESB sem eru erlendis á vegum Erasmus+ þann 29. mars 2019 geti lokið dvöl sinni án þess að þurfa að snúa fyrr heim.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin felur í sér varúðarráðstafanir framkvæmdastjórnar ESB er snýr að réttindum þátttakenda í Erasmus+ ef Bretland gengur út úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings þann 29. mars 2019. Hún á að tryggja að einstaklingar frá Bretlandi og aðildarríkjum ESB sem eru erlendis á vegum Erasmus+ þann 29. mars 2019 geti lokið dvöl sinni án þess að þurfa að snúa fyrr heim. Þá er tryggt að breskir styrkþegar sem hafa fengið verkefni sín samþykkt fyrir 29. mars 2019 og undirritað samninga þess efnis fái greidda styrki samkvæmt gildandi samningum að því gefnu að bresk stjórnvöld virði áfram skuldbindingar sínar gagnvart Evrópusambandinu.

Reglugerðin tekur einungis gildi ef ekki næst að semja um útgöngu Bretlands og hún hefur engin fjárhagsleg áhrif.

Innleiðing reglugerðarinnar er mikið hagsmunamál fyrir íslenska Erasmus+ styrkþega sem verða erlendis á vegum Erasmus+ í Bretlandi þann 29. mars 2019.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0499
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 85, 27.3.2019, p. 32
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2019) 65
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 74, 10.11.2022, p. 79
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 291, 10.11.2022, p. 75