Framkvæmdarákvörðun (ESB) 2020/519 um tilvísunarskjal fyrir úrgangsstjórnun. - 32020D0519

Commission Decision (EU) 2020/519 of 3 April 2020 on the sectoral reference document on best environmental management practices, sector environmental performance indicators and benchmarks of excellence for the waste management sector under Regulation (EC) No 1221/2009 on the voluntary participation by organisations in a Community eco-management and audit scheme (EMAS)


iceland-flag
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/519 frá 3. apríl 2020 um geiratengt tilvísunarskjal um bestu starfsvenjur í umhverfisstjórnun, geirabundna umhverfisárangursvísa og árangursviðmiðanir fyrir úrgangsstjórnunargeirann samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1221/2009 um frjálsa aðild fyrirtækja/stofnana að umhverfisstjórnunarkerfi Bandalagsins (EMAS)
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.01 Almenn atriði
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 166/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framkvæmdarákvörðun (ESB) 2020/519 frá 3. apríl 2020 um tilvísunarskjal um bestu starfshætti fyrir umhverfisstjórnunarkerfi, árangursvísa og árangursviðmiðanir sem eiga við á sviði úrgangsstjórnunar samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 1221/2009 um frjálsa þátttöku fyrirtækja og stofnana í umhverfisstjórnunarkerfi Evrópusambandsins (EMAS).

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerð (EB) nr. 1221/2009 mælir fyrir um að framkvæmdastjórnin skuli útbúa geiratengd tilvísunarskjöl sem skulu ná yfir bestu starfsvenjur í umhverfisstjórnunarmálum, vísbenda um árangur í umhverfismálum fyrir tiltekna geira, eftir því sem við á, árangursviðmiðanir (e. benchmark of
excellence) og flokkunarkerfi til að tilgreina árangur í umhverfismálum.

Í viðauka I við ákvörðun (ESB) 2020/519 er tilvísunarskjal sem er ætlað fyrir aðila sem starfa á sviði úrgangsstjórnunar. Tilvísunarskjalið er sett með tilliti til viðeigandi skýrslu sem liggur fyrir (birt í maí 2018) um bestu starfshætti fyrir umhverfisstjórnunarkerfi sem eiga við á sviði úrgangsstjórnunar. Umrædd skýrsla er á ítarlegum vísindalegum og stefnumótandi forsendum.

Aðilar sem nota EMAS umhverfisstjórnunarkerfið, hvort sem um ræðir aðila sem sjálfir eru að starfa á sviði úrgangsstjórnunar eða aðilar sem sannprófa umhverfisstjórnunarkerfi við úrgangsstjórnun, fá í hendur árangursvísa og viðmiðunarmörk sem nota má við markmiðssetningu innan kerfisins. Ekki er um að ræða ítarlega og ófrávíkjanlega kröfu um upptöku allra árangursvísa og viðmiðunarmarka sem þarna eru settir fram. Þó er skylt að greina frá því í viðeigandi umhverfisyfirlýsingu með hvaða hætti þessi gerð er notuð hverju sinni og gefnar eru leiðbeiningar um uppsetningu umhverfisstjórnarkerfa fyrir úrgangsstjórnun. Að sama skapi skal yfirfara notkun skjalsins þegar endurskoðun er gerð á EMAS umhverfisstjórnunarkerfi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Umhverfisstofnun telur að hvorki þurfi að gera breytingar á lögum né reglugerðum að öðru leyti en að innleiða gerðina með tilvísun í reglugerð nr. 344/2013, um frjálsa þátttöku fyrirtækja og stofnana í umhverfisstjórnunarkerfi Evrópusambandsins (EMAS)., Reglugerðin er sett með stoð í 5. tl. 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og meng­unarvarnir, með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Rekstraraðili sem hyggst taka þátt í EMAS fjármagnar það sjálfur.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Úrgangsstjórnun hefur gildi á Íslandi með svipuðum hætti og annarsstaðar. Enn sem komið er hefur EMAS ekki náð útbreiðslu á Íslandi og því eru sem stendur ekki sérstakir hagsmunir í húfi fyrir Ísland.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D0519
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 115, 14.4.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 66, 14.9.2023, p. 32
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 227,14.9.2023, p. 32