Ákvörðun um heildarmagn losunarheimilda sem gefnar eru út innan ETS-kerfisins á árinu 2021. - ­32020D1722

Commission Decision (EU) 2020/1722 of 16 November 2020 on the Union-wide quantity of allowances to be issued under the EU Emissions Trading System for 2021
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 311/2021
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um heildarmagn losunarheimilda sem gefnar eru út innan viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir fyrir árið 2021. Heildarmagnið tekur breytingum í ár aðallega vegna þess að línulegur lækkunarstuðull hækkar í 2,2% á fjórða tímabili og einnig vegna útgöngu Bretlands og Norður-Írlands úr ESB. Ákvörðuninni fylgir rökstuðningur og útskýringar á útreikningnum.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvörðun þessi byggir á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/634/ESB sem kvað á um það heildarmagn losunarheimilda sem gefnar voru út til rekstraraðila í Sambandinu fyrir uppboð og endurgjaldslausa úthlutun á árinu 2013 skv. 9. gr. og 1. mgr. 9. gr. a í tilskipun 2003/87/EB. Þeirri ákvörðun var síðan breytt með ákvörðun 2013/448/ESB vegna aðildar Króatíu að ESB, aðkomu EFTA ríkjanna að viðskiptakerfinu auk annarra upplýsinga.

Ákvörðun þessi er sett til að ákvarða heildarmagn losunarheimilda sem skulu gefnar út innan ETS-kerfisins á árinu 2021 skv. 9. gr. tilskipunar 2003/87/EB.

Í fyrsta lagi byggir útreikningurinn á þeim breytingum sem urðu með tilskipun (ESB) 2018/410, sem breytti tilskipun 2003/87/EB, þar sem línulegi lækkunarstuðullinn var hækkaður í úr 1,74% í 2,2% frá og með árinu 2021 og því lækkar sá fjöldi losunarheimilda sem úthlutað er á hverju ári sem því nemur.

Í öðru lagi byggir útreikningurinn á úrsögn Bretlands og Norður-Írlands úr Evrópusambandinu sem átti sér stað þegar aðlögunartímabilinu lauk, sbr. 126. gr. afturköllunarsamnings Bretlands og Norður-Írlands (Brexit-samningsins) en þar með er losun innan Bretlands ekki lengur hluti af útreikningi á heildarmagni útgefinna losunarheimilda, ef frá er talin raforkuframleiðsla á Norður-Írlandi (skv. 9. gr. og 4. viðauka við bókunina um Írland/Norður-Írland í afturköllunarsamningnum).

Því er magn losunarheimilda fyrir árið 2021 reiknað út á grundvelli meðaltals árlegs magns losunar hjá núverandi aðildarríkjum í samræmi við landsbundnar úthlutunaráætlanir þeirra (NAT töflur) fyrir árin 2008–2012, og meðaltali árlegu magni losunarheimilda fyrir árin 2008-2012 vegna norður-írskra stöðva sem framleiða rafmagn.

Að lokum tekur útreikningurinn mið af nýjustu vísindalegu gögnum með tilliti til hnatthlýnunarmátts gróðurhúsalofttegunda, og undanþágu starfsstöðva með litla losun frá gildissviði ETS- kerfisins í Króatíu, Frakklandi, Ítalíu, Slóveníu, Spáni, Portúgal og Íslandi skv. 27. gr. tilskipunar 2003/87/EB.

Ákvörðunin inniheldur einungis eina grein, þar sem fram kemur að heildarmagn losunarheimilda sem um getur í 9. gr. tilskipunar 2003/87EB nemi 1.571.583.007 losunarheimildum fyrir árið 2021.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Þær breytingar sem ákvörðunin felur í sér koma til skv. tilskipun (ESB) 2018/410 sem breytti tilskipun 2003/87/EB. Þær breytingar voru innleiddar hér á landi með breytingum á lögum nr. 70/2012 síðastliðið sumar, sbr. lög nr. 98/2020. Ákvörðunin sem hér er til greiningar kallar því ekki á sérstakar laga- eða reglugerðarbreytingar.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D1722
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 386, 18.11.2020, p. 26
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 19, 29.2.2024, p. 51
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/544, 29.2.2024