32020D4241

Commission Implementing Decision 2020/4241 of 30 June 2020 amending Commission Implementing Decision C(2019) 132 Final as regards the postponement of some regulatory requirements in the area of background check because of the COVID-19 pandemic
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 164/2020
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/910 um breytingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2015/1998, (ESB) 2019/103 og (ESB) 2019/1583. Breytingarnar snúa að því að útnefna að nýju flugfélög, rekstraraðila og starfs einingar sem sjá um að framfylgja flugverndar ráðstöfunum á sviði farmflutninga og póstsendinga frá löndum utan Evrópusambandsins. Þá er einnig verið að fresta framkvæmd tiltekinna reglugerðarkrafna á sviði netöryggis, bakgrunnsathugana og staðla sem eiga við búnað til greiningar sprengiefnis (EDS) og snefilgreiningartækjum fyrir sprengiefni (EDT). Breytingarnar sem um ræðir eru vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Miklu skiptir að gerðin taki gildi á sama tíma hér og annarsstaðar á EES-svæðinu. Ekki kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/910 um breytingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2015/1998, (ESB) 2019/103 og (ESB) 2019/1583. Breytingarnar snúa að því að útnefna að nýju flugfélög, rekstraraðila og starfs einingar sem sjá um að framfylgja flugverndar ráðstöfunum á sviði farmflutninga og póstsendinga frá löndum utan Evrópusambandsins. Þá er einnig verið að fresta framkvæmd tiltekinna reglugerðarkrafna á sviði netöryggis, bakgrunnsathugana og staðla sem eiga við búnað til greiningar sprengiefnis (EDS) og snefilgreiningartækjum fyrir sprengiefni (EDT). Breytingarnar sem um ræðir eru vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum.
Markmið með gerðinni er að setja fram nauðsynlegar ráðstafanir til að bregðast við erfiðleikum rekstraraðila við að framfylgja kröfum framangreindra gerða vegna áhrifa COVID-19.
Efnisútdráttur:
Breyting á reglugerð (ESB) 2015/1998:
Samkvæmt reglugerð (ESB) 2015/1998 skal flugrekendi sem flytur farm eða póst frá flugvelli í landi utan Evrópusambandsins (ACC3-flugrekandi) tilnefndur til fimm ára af hlutaðeigandi yfirvaldi. Að þeim tíma liðnum kemur síðan til tilnefningar að nýju. Gerð er krafa um að rekstraraðilar á jörðu sem þjónusta ACC3-flugrekendur séu tilnefndir til þriggja ára og síðan endurtilnefndir sem þriðju ríkja umboðsaðilar, þ.e. RA3 eða KC3.
Vegna COVID-19 faraldursins hefur reynst erfitt að starfa samkvæmt framangreindu tilnefningarferli hjá ACC3-flugrekendum og RA3 og KC3 aðilum. Mikill fjöldi tilnefninga hefur þegar eða mun á næstu mánuðum renna út. Því eru með þessari gerð sett fram úrræði svo rekstraraðilar á þessu sviði geti starfað áfram.
Samkvæmt reglugerð 2020/910 geta hlutaðeigandi yfirvöld, á tímabilinu 1. apríl 2020 til 31. desember 2021, vikið frá kröfum sem snúa að ESB-fullgildingu flugverndar að því er varðar ACC3-flugrekendur. Það verður gert með því að tilnefna slíka flugrekendur tímabundið í tilvikum þar sem fullgilding getur ekki farið fram af ástæðum sem tengjast COVID-19 faraldrinum og eru ekki á ábyrgð flugrekandans.
Á sama tímabili geta hlutaðeigandi yfirvöld vikið frá reglum sem snúa að tilnefningum RA3 eða KC3 umboðsaðila með því að tilnefna þá tímabundið.
Í ljósi þess að löggilding margra rekstraraðila rann út strax í byrjun heimsfaraldursins þykir rétt að ráðstafanir þessarar gerðar virki afturvirkt þannig að þeir aðilar fái einnig notið góðs af ráðstöfunum sem settar eru fram með þessari gerð.
Fyrningardagsetningar fyrir notkun á búnaði til greiningar sprengiefnis (EDS) eru framlengdar fram til 1. september 2021 - en í dag er einungis heimilt að nota umræddar vélar fram til 1. september 2020.
Þá mega yfirvöld heimila snefilgreiningabúnað fyrir sprengiefni (ETD) framleiddum fyrir 1. júlí 2014 sem ekki er í samræmi við viðhengi 12-L fram til 1. júlí 2021.
Breyting á reglugerð (ESB) 2019/103:
Gildistökudagsetningum sem gilda um hertar bakgrunnsathuganir starfsfólks sem ráðið er til að framkvæma skimun, aðgangsstýringu eða annað flugverndareftirlit er frestað fram til 31. desember 2021 og gildistíma gildandi bakgrunnsathugana frestað fram til 30. júní 2024.
Breyting á reglugerð (ESB) 2019/1583:
Gildistökuákvæði reglugerðar (ESB) 2019/1583 er er frestað um eitt ár þ.e. til 31. desember 2021.
Reglugerðin skal þegar öðlast gildi.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Mikilvægt er að reglugerðin og ákvörðunin komi sem fyrst til framkvæmda þannig að sömu reglur gildi í flugvernd á öllu EES svæðinu. Mismunandi dagsetningar um gildistöku er að finna í reglunum. Passa þarf að engar slíkar valdi vandræðum á Íslandi.
Flestar frestanir miða við áramót 2020/2021 og valda því ekki vandræðum. Þær frestanir sem sem eiga við tilnefningar frakt flytjenda eru ekki vandamál á Íslandi. Ef til þess hefði komið hefði SGS getað brugðist við.
Hins vegar liggur fyrir að gildandi ákvæði um frestun á vottun EDS búnaðar - í 12.4.2.2 - miðast við 1. september 2020. Þessi frestun þarf því að taka gildi fyrir 1. september 2020.
Samgöngustofa óskar eftir því að umrædd gerð og ákvörðun taki gildi fyrir þann tíma- verði gerðirnar ekki komnar upp í EES samninginn verði samt sem áður sett reglugerð um gildistöku hennar ásamt þýðingu sem nú er unnið að.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd. Rétt er að innleiða á sama tíma ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar C(2020)4241 frá 1. júlí 2020 sem einnig fjallar um frestanir á gildistöku ákvæða um bakgrunnsathuganir.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er minni háttar. Verið er að ívilna með frestunum.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Flugvellir og fyrirtæki sem framkvæma flugverndarráðstafanir.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D4241
Samþykktardagur hjá ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 66, 14.9.2023, p. 28
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 227,14.9.2023, p. 28