32020L0364

Commission Delegated Directive (EU) 2020/364 of 17 December 2019 amending, for the purposes of adapting to scientific and technical progress, Annex IV to Directive 2011/65/EU of the European Parliament and of the Council as regards an exemption for the use of cadmium in certain radiation tolerant video camera tubes


iceland-flag
Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/364 frá 17. desember 2019 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kadmíums í tiltekna geislunarþolna myndbandsupptökuvélalampa, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 076/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í þessari tilskipun er tiltekinni notkun kadmíums bætt á lista í IV. viðauka við tilskipun 2011/65/ESB um notkun sem undanþegin er takmörkunum skv. 1. mgr. 4. gr. tilskipunarinnar.

Nánari efnisumfjöllun

Í II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB er listi yfir efni sem raf- og rafeindabúnaður má ekki innihalda skv. 1. mgr. 4. gr. tilskipunarinnar. Í IV. viðauka er listi yfir undanþágur frá framangreindum takmörkunum. Undanþágur í IV. viðauka eiga sérstaklega við um lækningatæki og tæki til vöktunar og eftirlits.

Kadmíum er á meðal bönnuðu efnanna í II. viðauka. Í þessari tilskipun er notkun kadmíums í lampa sem hannaðir eru fyrir myndbandsupptökuvélar með meira 450 lína upplausn til notkunar við aðstæður þar sem jónandi geislun er meiri en 100 Gy/h og heildargeislaskammtur meiri en 100 kGy bætt á lista í IV. viðauka yfir notkun undanþegna banninu.

Gildissvið undanþágunnar nær til raf- og rafeindabúnaðar í vöruflokki 9.

Gildistími undanþágunnar er settur þar til 84 mánuðum eftir birtingu tilskipunarinnar í stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Tilskipunin tekur gildi á tuttugasta degi eftir birtingu hennar í stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf tilskipunina með breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

Lagastoð er í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020L0364
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 67, 5.3.2020, p. 122
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2019)9071
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 22, 16.3.2023, p. 15
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 78, 16.3.2023, p. 16