32020R0111

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/111 of 13 January 2020 amending Implementing Regulation (EU) 2015/1998 as regards the approval of civil aviation security equipment as well as third countries recognised as applying security standards equivalent to the common basic standards on civil aviation security

Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/111 frá 13. janúar 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 að því er varðar samþykki fyrir flugverndarbúnaði í almenningsflugi sem og fyrir þriðju lönd sem viðurkennt er að beiti flugverndarkröfum sem jafngilda sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd í almenningsflugi
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 138/2020
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerðinni sem hér um ræðir, 2020/111, er tveimur ríkjum bætt við lista yfir ríki utan sambandsins sem viðurkennt er að geri flugverndarráðstafanir jafngildar þeim sem gerðar eru af ESB: Þetta er gert á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 272/2009 um viðbætur við sameiginlegar grunnkröfur um flugvernd í almenningsflugi. Breytingin hefur í för með sér að farþegar sem koma frá þeim flugvöllum sem reglugerðin gildir um teljast hafa undirgengist skimun sem uppfyllir kröfur ESB og þarf því ekki skima þá aftur þegar þeir lenda á flugvelli innan EES svæðisins. Svo Ísland verði áfram hluti af hinu svokallaða One Stop Security innan EES er mikilvægt að Ísland samþykki einnig þau ríki sem ESB hefur þegar samþykkt. Sá hluti reglugerðarinnar sem fjallar um “ne Stop Security þarf að koma til framkvæmda á sama tíma og í ESB. Því er nauðsynlegt að gera strax breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 750/2016 þar sem einungis þau ákvæði sem sem lúta að því eru innleidd.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 272/2009 um viðbætur við sameiginlegar grunnkröfur um flugvernd í almenningsflugi er kveðið á um að setja skuli viðmið sem leggja skuli til grundvallar þegar metið er hvort kröfur til flugverndar í löndum utan sambandsins jafngildi þeim kröfum sem gerðar eru innan þess.
Í viðauka við reglugerð (ESB) 2015/1998 er að finna lista yfir ríki utan sambandsins sem viðurkennt er að geri flugverndarráðstafanir sem séu jafngildar sameiginlegu grunnkröfunum, e. common basic standards.
Með reglugerðinni sem hér um ræðir hefur eftirfarandi ríkjum verið bætt við listann yfir ríki utan sambandsins sem viðurkennt er að geri flugverndarráðstafanir sem teljast jafnar þeim kröfum sem gerðar eru af Evrópusambandinu:
-Lýðveldið Serbía, Belgrade Nikola Tesla flugvöllur
-Ísrael, Ben Gurion flugvöllur að því er varðar leit í loftförum og skimun farþega og handfarangurs.
Athuga ber þó að ákvæðin um Ísrael koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. apríl 2020.
Þá er í reglugerðinni kveðið á um að tækjabúnaður sem notaður er við skimun skuli samþykktur og hljóta sérstakan ESB „stimpil“ og að ekki sé heimilt að nota tækjabúnað fyrr en tækjabúnaður hefur hlotið slíkan stimpil.
Í raun hefur sú krafa ekki mikla þýðingu fyrir eftirlitsskylda aðila á Íslandi þar sem allur skimunarbúnaður hefur hingað til uppfyllt ECAC, e. European Civil Aviation Conference, kröfur og kveður reglugerðin á um að allur búnaður sem uppfyllir í dag ECAC kröfur fái sjálfkrafa ESB stimpil. Kveðið er á um miðlægan gagnagrunn sem framkvæmdastjórn ESB notar til að halda utan um skimunarbúnað sem ESB vottun.
Að því er varðar tímafresti verður skimunarbúnaður sem tekinn er í notkun eftir 1. október 2020 að hafa umræddan ESB stimpil.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Breytingin hefur í för með sér að farþegar sem koma frá þeim flugvöllum sem reglugerðin gildir um teljast hafa undirgengist skimun sem uppfyllir Evrópukröfur og þarf því ekki skima þá aftur þegar þeir lenda á flugvelli innan EES svæðisins. Til þess að Ísland haldi áfram að vera hluti af hinu svokallaða „One Stop Security“ innan EES svæðisins er mikilvægt að Ísland samþykki einnig þau ríki sem Evrópusambandið hefur þegar samþykkt að þessu leyti.
Fyrir farþega frá þeim ríkjum sem falla undir „One Stop Security“ reglurnar hefur þetta einföldun og hagræði í för með sér fyrir farþega.
Að því er varðar kröfur um „ESB stimpil“ á skimunarbúnaði hefur það í för með sér að eftirlitsskyldir aðilar þurfa að uppfæra handbækur. Í raun ætti þetta ekki að kalla á auknar ráðstafanir þar sem enginn aðili í dag notar búnað sem ekki er ECAC vottaður.
Kostnaður er óverulegur fyrir Samgöngustofu, en hann felst í uppfærslu flugverndaráætlunar Íslands, verklags og handbóka rekstraraðila.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Reglugerðina er rétt að innleiða með breytingu á reglugerð um flugvernd, með stoð í 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Ath. þar sem sá hluti reglugerðarinnar sem fjallar um “One Stop Security” þarf að koma til framkvæmda á sama tíma og í ESB – er nauðsynlegt að gera efnisbreytingu á reglugerð um flugvernd nr. 750/2016 þar sem einungis þau ákvæði sem sem lúta að því eru innleidd. Þegar þýðing liggur svo fyrir á reglugerðinni í heild og hún er komin upp í EES samninginn er hægt að innleiða hana með hefðbundnum hætti.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Sjá að framan:
Umsögn, helstu breytingar, mat á umfangi og áhrif hér á landi.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerðina er rétt að innleiða með breytingu á reglugerð um flugvernd, með stoð í 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0111
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 21, 27.1.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D064771/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 52, 6.7.2023, p. 39
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 173, 6.7.2023, p. 40