32020R0270

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/270 of 25 February 2020 amending Regulation (EU) No 1321/2014 as regards transitional measures for organisations involved in the continuing airworthiness for general aviation and continuing airworthiness management and correcting that Regulation

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/270 frá 25. febrúar 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar umbreytingarráðstafanir fyrir fyrirtæki sem annast áframhaldandi lofthæfi fyrir almannaflug ásamt stjórnun á áframhaldandi lofthæfi og um leiðréttingu á þeirri reglugerð
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerð (EB) nr. 29/2009 voru settar fram kröfur um samræmda innleiðingu á gagnatengingaþjónustu fyrir samevrópska-loftrýmið. Þar á meðal krafa um notkun sérstakra aðferða við skipti á gögnum milli gagnatengingakerfa í lofti og á jörðu niðri. Slíkar aðferðir þarf að framkvæma með samræmdum hætti til að tryggja rekstrarsamhæfi og samfelldan rekstur. EUROCAE ED-120 staðall, um öryggis- og nothæfiskröfur fyrir flugumferðargagnatengingaþjónustu í meginlandsloftrými, var nýverðið endurskoðaður að því leyti að allar tilvísanir í niðurhlekksbitramma (DM) 89, e. Downlink Message, voru fjarlægðar. Vegna þeirrar endurskoðunar endurspeglar núverandi tilvísun til ED-120 í reglugerð (EB) nr. 29/2009 ekki nýjustu þróun og því þarf að breyta tæknilegum stöðlum, sem mælt er fyrir um í henni og flugrekendur eiga að uppfylla.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmið með gerðinni er að uppfæra tilvísanir í staðla um gagnatengingaþjónustu fyrir samevrópska-loftrýmið til samræmis við nýrri útgáfur þannig að reglugerð 29/2009 endurspegli nýjustu þróun.
Aðdragandi: Með reglugerð (EB) nr. 29/2009 voru settar fram kröfur um samræmda innleiðingu á gagnatengingaþjónustu fyrir samevrópska-loftrýmið. Þar á meðal krafa um notkun sérstakra aðferða við skipti á gögnum milli gagnatengingakerfa í lofti og á jörðu niðri. Slíkar aðferðir þarf að framkvæma með samræmdum hætti til að tryggja rekstrarsamhæfi og samfelldan rekstur.
EUROCAE ED-120 staðall, um öryggis- og nothæfiskröfur fyrir flugumferðargagnatengingaþjónustu í meginlandsloftrými, var nýverðið endurskoðaður að því leyti að allar tilvísanir í niðurhlekksbitramma (DM) 89, e. Downlink Message, voru fjarlægðar.
Vegna þeirrar endurskoðunar endurspeglar núverandi tilvísun til ED-120 í reglugerð (EB) nr. 29/2009 ekki nýjustu þróun og því þarf að breyta tæknilegum stöðlum, sem mælt er fyrir um í henni og flugrekendur eiga að uppfylla.
Efnisútdráttur: 11. lið í viðauka III við reglugerð (EB) nr. 29/2009 er breytti til samræmis við viðauka við þessa gerð, þar sem við bætist tilvísun í uppfærðan Eurocae ED-120 staðal, frá september 2019.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur engin áhrif hér á landi, þar sem henni er ekki beitt. Kröfur gerðarinnar snúa að beitingu flugleiðsögukerfa fyrir flug innan ákveðinna loftrýma sem listuð eru upp í viðauka I, A- og B-hluta við reglugerð 29/2009. Reykjavík FIR er ekki þar á meðal.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. og 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 340/2015 um gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Flugrekendur.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. og 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 340/2015 um gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0270
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 56, 27.2.2020, p. 20
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023