32020R0507

Commission Regulation (EU) 2020/507 of 7 April 2020 amending Regulation (EC) No 1907/2006 of the European Parliament and of the Council as regards the percentage of registration dossiers to be selected for compliance checking


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/507 frá 7. apríl 2020 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 að því er varðar hundraðshluta skráningarskjala sem velja skal til að kanna hvort ákvæði séu virt
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 136/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin snýr að því að hækka hlutfall innsendra skráningarskjala sem Efnastofnun Evrópu er gert að taka til gagngerrar skoðunar til þess að ganga úr skugga um hvort tilskildar kröfur REACH séu uppfylltar.

Nánari efnisumfjöllun

Drögin snúa að því að gera breytingu á 5. mgr. 41. gr. REACH, en í núverandi texta greinarinnar er Efnastofnun Evrópu gert að velja til sérstakrar skoðunar 5% innsendra skráningarskjala.

Mat Efnastofnunarinnar og framkvæmdastjórnar ESB, auk rannsóknar sem unnin var af lögbæru yfirvaldi í Þýskalandi, gefa til kynna að líklegt sé að umtalsverður hluti skráningarskýrslna uppfylli ekki kröfur reglugerðarinnar.

Nú að loknum síðasta skráningarfresti REACH, þegar liggja fyrir rauntölur um fjölda skráðra efna, er hægara um vik að gera áætlanir til framtíðar um mat á skráningarskjölum.

Í ljósi framangreinds er í þessum drögum hlutfall innsendra skráningarskjala sem Efnastofnunin skal taka til sérstakrar skoðunar hækkað í 20%.

Sem fyrr er lögð meiri áhersla á efni sem skráð eru í miklu magni og stofnuninni því gefnir mismunandi frestir til að velja 20% þeirra skráningarskjala sem send voru eftir því um hversu mikið magn efnis er að ræða:

Velja skal til skoðunar 20% af skráningarskjölum fyrir 100 tonn efnis á ári eða meira fyrir 31. desember 2023.

Velja skal til skoðunar 20% af skráningarskjölum fyrir minna en 100 tonn efnis á ári 31. desember 2027.

Reglugerðin tekur gildi í ESB á 20. degi eftir birtingu hennar stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf þessa gerð með breytingu á reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).

Lagastoð er í 1. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0507
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 110, 8.4.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D063677/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 7, 25.1.2024, p. 9
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/144, 25.1.2024