32020R2036

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/2036 of 9 December 2020 amending Regulation (EU) No 965/2012 as regards the requirements for flight crew competence and training methods and postponing dates of application of certain measures in the context of the COVID-19 pandemic

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2036 frá 9. desember 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar kröfur um hæfni og þjálfunaraðferðir fyrir flugliða og frestun á framkvæmd tiltekinna ráðstafana í tengslum við COVID-19-heimsfaraldurinn
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 151/2021
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið með þessari gerð er að setja fram breytingar á gagnreyndri þjálfun (EBT) í þeim tilgangi að bæta öryggi og auka hæfni flugmanna til að stjórna flugvélum á öruggan hátt í allri flugumferð og getu þeirra til að greina og stjórna óvæntum aðstæðum. Gagnreynd þjálfun eða EBT þjálfun, Evidence based training, miðar að því að bæta þekkingu og draga úr vægi formlegra prófa. Kostnaður mun hljótast af gerðinni.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Í reglugerð (ESB) 965/2012 er mælt fyrir um kröfur sem flugrekendur þurfa að uppfylla vegna síþjálfunar og hæfniprófa flugmanna.
Í flugöryggisáætlun Evrópu sem var innleidd hjá Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins (EASA) skv. 6. gr. reglugerðar ESB nr. 2018/1139 er fjallað um mikilvægi þess að áhafnir og aðrir sem koma að rekstri loftfara hafi viðunandi hæfni. Þjálfunaraðferðir þurfa því að vera þannig að þær bæði auðveldi að tekin sé upp ný tækni í flugi og geri starfsmenn betur í stakk búna að takast á við hærra flækjustigi á ýmsum sviðum flugmála.
Markmið með þessari gerð er að setja fram breytingar á gagnreyndri þjálfun (EBT) í þeim tilgangi að bæta öryggi og auka hæfni flugmanna til að stjórna flugvélum á öruggan hátt í allri flugumferð og getu þeirra til að greina og stjórna óvæntum aðstæðum. Gagnreynd þjálfun eða EBT þjálfun, Evidence based training, miðar að því að bæta þekkingu og draga úr vægi formlegra prófa.
Með reglugerðinni eru kröfur sem eru skilgreindar í skjali nr. 9995 Alþjóða Flugmálastofnunarinnar (ICAO) um gagnreynda þjálfun en um er að ræða breytingu á kröfum um þjálfun, próf og mati á gagnreynda þjálfunaráætlun.
Efnisútdráttur: Með gerðinni eru settar fram breytingar á viðaukum I, II og III við reglugerð (ESB) 965/2012.
Breytingarnar snúa að gagnreyndri þjálfun flugmanna (EBT) þ.e. kröfum um þjálfun, mat og athugun á EBT áætluninni og því að yfirvöld geti samþykkt breytingar sem koma í stað hæfniprófa (OPC) og (LPC).
Tilgangurinn er að ná fram samhæfa aðferðir við gagnreynda þjálfun hjá rekstraraðilum.
Vegna áhrifa COVID-19 er gildistöku kröfu um að stjórnklefi (CVR) skuli útbúinn hljóðrita með getu til að taka upp í 25 klst. frestað til 1. janúar 2022. Það átti samkvæmt reglugerð (ESB) 965/2012 að gerast 1. janúar 2021.
Nánar tiltekið eru eftirfarandi breytingar gerðar á viðaukum við reglugerð (ESB) 965/2012:
Viðauki I:
Fjallar um skilgreiningar á hugtökum m.a. í samhengi við gagnreynda þjálfun (EBT).
Viðauki II:
Fjallar um kröfur sem eru gerðar á flugmálayfirvöld. Helstu breytingar felast í umfjöllun um hvernig standa skal að samþykki og eftirliti á þjálfunaráætlununum fyrir gagnreynda þjálfun.
Gerðar eru kröfur um þjálfun og mat á hæfni eftirlitsmanna í tengslum við samþykkt og eftirlit með þjálfun sem er gerð með nýrri aðferðarfræði.
Þá eru gerðar kröfur um að flugmálayfirvöld skuli meta og halda úti eftirliti með framkvæmd EBT þjálfunar auk þess sem setja þarf upp verklagsreglur og vinnuferli í tengslum við innleiðingu á EBT þjálfun og mati á skilvirkni þjálfunarinnar.
Fjallað er um verklag flugmálayfirvalda varðandi meðhöndlun umsókna um EBT þjálfun.
Viðauki III:
Fjallað er almennt um kröfur á flugrekendur um framkvæmd þjálfunar, prófum og mati á áhöfnum loftfara.
Þá er fjallað um hæfni kennara og prófdómara sem vinna með EBT þjálfun. Innihaldi EBT þjálfunaráætlana er lýst sem og hvernig staðið skuli að innleiðingu á slíkri þjálfun.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Um er að ræða stefnubreytingu í þjálfun áhafna. Umfangið er því verulegt, bæði fyrir flugrekendur og Samgöngustofu.
Flugrekendur og Samgöngustofa koma til með að þurfa að þjálfa starfsfólk, innleiða verklagsreglur og vinnulýsingar auk þess sem uppfæra þarf innri kerfi, t.d. gæðakerfi o.þ.h.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 4. mgr. 37. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Reikna má með kostnaði fyrir Samgöngustofu vegna innleiðingar gerðarinnar. Kostnaður felst fyrst og fremst í þjálfun starfsfólks, uppfærslu á innri kerfum, t.d. vinnuferlum, verklagsreglum og úttektarkerfum. Þá þarf að fylgja innleiðingunni eftir með úttektum á flugrekendum og fella reglugerðina inn í samfellt eftirlit stofnunarinnar.
Gera má ráð fyrir kostnaði við:
Uppfærsla á innri kerfum (sérfræðingur 1,5 stöðugildi í 3 vikur): 2.797.740 kr.
Þjálfunar- og námskeiðskostnaður (innanlands fyrir sjö starfsmenn): 1.821.792 kr.
Námskeiðskostnaður (erlendis fyrir tvo starfsmenn): 1.657.987 kr.
Kostnaður við gerð kennslu- og fræðsluefnis: 433.760 kr.
Samtals áætlaður kostnaður fyrir Samgöngustofu vegna innleiðingar gerðarinnar er: 6.711.297 kr.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 4. mgr. 37. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R2036
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 416, 11.12.2020, p. 24
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 7, 25.1.2024, p. 28
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/156, 25.1.2024