32020R2226

Regulation (EU) 2020/2226 of the European Parliament and of the Council of 23 December 2020 on certain aspects of aviation safety with regard to the end of the transition period provided for in the Agreement on the withdrawal of the United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland from the European Union and the European Atomic Energy Community


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/2226 frá 23. desember 2020 um tiltekna þætti flugöryggis að því er varðar lok aðlögunartímabilsins sem kveðið er á um í samningnum um útgöngu Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands úr Evrópusambandinu og Kjarnorkubandalagi Evrópu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 243/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða tillögu að reglugerð vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Aðlögunartímabili vegna útgöngunnar lýkur 31. desember 2020. Náist ekki að gera samning um framtíðarsamband sem nær til flugöryggis fyrir þann tíma mun það hafa áhrif á gildi skírteina og leyfa útgefnum af flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) f.h. Bretlands til vottaðra hönnunarfyrirtækja með aðsetur í Bretlandi. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða svo slík skírteini og leyfi haldi gildi sínu eftir lok aðlögunartímabilsins.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða tillögu að reglugerð vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Aðlögunartímabili vegna útgöngunnar lýkur 31. desember 2020.
Náist ekki að gera samning um framtíðarsamband sem nær til flugöryggis fyrir þann tíma mun það hafa áhrif á gildi skírteina og leyfa útgefnum af flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) f.h. Bretlands til vottaðra hönnunarfyrirtækja með aðsetur í Bretlandi. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða svo slík skírteini og leyfi haldi gildi sínu eftir lok aðlögunartímabilsins.
Tillagan felur í sér að framleiðendur og rekstraraðilar í Bretlandi geti áfram framleitt vörur og starfað í samræmi við gildandi kröfur sambandsins.
Efnisútdráttur: Þessi tillaga að gerð er ætlað að taka á afleiðingum þess að ákvæði reglugerðar (ESB) 2018/1139 eiga ekki lengur við í Bretlandi eftir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Breta úr ESB lýkur.
Tillagan varðar flugöryggi og tekur sérstaklega á stöðunni sem mun koma upp, varðandi gildi skírteina og leyfa, eftir að aðlögunartímabilinu lýkur þann 31. desember nk. náist ekki að gera samning fyrir þann tíma
Gildissvið reglugerðarinnar takmarkast við hönnunarvottorð þar sem Bretland mun taka við hlutverki hönnunarríkis State of Design og tilvik þar sem EASA er ekki í stakk búin til að gefa strax út vottorð til þriðja ríkis.
Reglugerðin er takmörkuð við ákveðin skírteini sem lúta ákvæðum reglugerðar (ESB) 2018/1139 og afleiddra gerða sem og reglugerðar (ESB) 216/2008 og skulu skilgreiningar sem settar eru fram í þeim gilda áfram.
Vottorð sem talin eru upp í viðauka við gerðina skulu talin hafa verið gefin út af Bretlandi á fyrsta degi eftir lok aðlögunartímabilsins.
Skírteini sem upphaflega voru gefin út af EASA eða útgefin af vottuðu hönnunarfyrirtæki sem uppfyllir kröfur hönnunarríkis, e. State of Design – skulu talin útgefin í Bretlandi á þeim degi sem aðlögunartímabili lýkur.
Skírteini og handhafar þeirra verða áfram háðir viðeigandi lögum Sambandsins – sérstaklega að því er varðar eftirlit EASA með aðilum og vottun á vörum.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin er um bresk hönnunar- og framleiðsluhluti og framleiðsluvörur, búnað og hluti vottuð af breskum fyrirtækjum. Óveruleg áhrif fyrir Ísland.
Lagastoð fyrir innleiðing gerðar: Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998.
Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn enginn.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagast er 7. mgr. 28. gr. sbr. 145. gr. laga um loftf nr. 60/1998. Innl með breytingu á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R2226
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 437, 28.12.2020, p. 97
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2020) 828
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 70, 28.9.2023, p. 113
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 240, 28.9.2023, p. 129