Ákvörðun framkvæmdarstjórnarinnar (ESB) 2021/355 vegna innlendra bráðabirgðaúthlutunar endurgjaldslausra losunarheimilda í samræmi við 3. mgr. 11 gr. tilskipunar 2003/87/EB. - 32021D0355

Commission Decision (EU) 2021/355 of 25 February 2021 concerning national implementation measures for the transitional free allocation of greenhouse gas emission allowances in accordance with Article 11(3) of Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/355 frá 25. febrúar 2021 um framkvæmdarráðstafanir á landsvísu varðandi úthlutun heimilda til losunar gróðurhúsalofttegunda án endurgjalds á umbreytingatímabili í samræmi við 3. mgr. 11. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 221/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Hér er til greiningar ákvörðun framkvæmdarstjórnarinnar (ESB) 2021/355 er varðar framkvæmdarráðstafanir á landsvísu (NIMs) vegna bráðabirgðaúthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda skv. 3. mgr. 11. gr. tilskipunar 2003/87/EB.
Framkvæmdarstjórnin greindi bráðabirgða NIMs lista aðildarríkjanna ýtarlega, sem og gögn er varða útreikninga á sögulegu starfsemisstigi starfsstöðva á grunntímabilinu. Þær starfsstöðvar er falla undir NIMs listann eru gjaldgengar fyrir úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda og metur framkvæmdarstjórnin svo að listinn samræmist reglum Sambandsins. Þó hafa komið fram athugasemdir frá Svíþjóð og Finnlandi og í ákvörðuninni eru lögð fram mál starfsstöðva þessara landa er lúta að losun uppruninn úr kalkofnum, losun starfsstöðva er einungis notast við lífmassa og ósk um að nýta viðmiðunargildi fyrir hert málmgrýti í stað viðmiðunargilda fyrir hita og eldsneyti.
Viðaukar þrír og skipta upp þeim starfsstöðvum sem um ræðir í viðeigandi flokka.

Nánari efnisumfjöllun

Aðildarríkjunum var gert að leggja fyrir framkvæmdarstjórnina NIMs (framkvæmdarráðstafanir á landsvísu, e. national implementation measures) lista fyrir 30. september 2019 en listinn samanstendur af starfsstöðvum á yfirráðasvæði hvers ríkis sem falla undir tilskipun 2003/87/EB, sem og ýtarlegar upplýsingar um starfsemina á fimm ára grunntímabili (2014-2018). Framkvæmdarstjórnin greindi listana ýtarlega og kannaði gjaldgengni starfsstöðva til úthlutunar endurgjaldslausra losunarheimilda, skiptingu starfsstöðva í undirstöðvar og mörk þeirra, til að beita réttum viðmiðunargildum þar sem losunarframlag hverrar undirstöðvar var veitt sérstök athygli. Framkvæmdarstjórnin greindi einnig ýtarlega gögn er varða útreikninga á sögulegu starfsemisstigi starfsstöðva á upphafstímabilinu (e. baseline period). Starfsstöðvar þær er falla undir NIMs lista aðildarríkjanna eru taldar gjaldgengar fyrir úthlutunum endurgjaldslausra losunarheimilda og samræminga-mat Framkvæmdarstjórnarinnar leiddi í ljós að ekkert ósamræmi hvað varðar reglur Sambandsins vegna samræmdra (e. harmonised) endurgjaldslausra losunarheimilda var fundið, fyrir utan athugasemdir frá Svíþjóð og Finnlandi. Þessar athugasemdir varða m.a. starfsstöðvar sem einungis notast við lífmassa sem eldsneyti þar sem ekki var hægt að samræma ákveðna þætti NIMs við þau viðmið sem eru innan tilskipunar 2003/87/EB og framseldrar reglugerðar (ESB) 2019/331.

Svíþjóð lagði til þátttöku starfsstöðvar þar sem losunin var uppruninn úr kalkofni þar sem kalkleðja, leyfar endurheimtar (e. recovery) eldunarefna í kraftmjölverksmiðju, er brennd. Ferlið þar sem kalk er endurheimt úr kalkleðju er skilgreint á afar sérhæfðan hátt sem er á mörkum þess að vera leyfilegt og flytur viðeigandi starfsstöð inn milli afurð (e. Intermediate product) sem fellur undir viðmiðunargildi afurða. Í ljósi þess að tvítalning losunar á ekki að eiga sér stað skv. 7 mgr. 16. gr. Reglugerðar (ESB) 2019/331, skal gögnum vegna endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir umrædda starfstöð hafnað.

Svíþjóð lagði einnig til að þrjár starfsstöðvar myndu nota viðmið undirstöðva fyrir hert (e. sintered) málmgrýti til framleiðslu á járngrýtis-kögglum, í stað viðmiða fyrir hita og eldsneyti líkt og notast var við á 3. tímabilinu.

Viðmið fyrir hert málmgrýti eru skilgreind í viðauka I í reglugerð (ESB) 2019/331 og skilgreining afurða sem og skilgreining á ferlum og losun er fellur undir það vöruviðmiðunargildi, eru sniðin að hertri framleiðslu en taka þó ekki járngrýtisköggla með í reikninginn. 2. mgr. 10. gr. a tilskipunar 2003/87/EB þarfnast uppfærslu á viðmiðunargildum fyrir 4. tímabilið, og gerir ekki ráð fyrir aðlögun á túlkun á skilgreiningu viðmiðunargilda. Því ber að hafna þeim gögnum sem lögð voru fram til framleiðslu á járngrýtis-kögglum sem byggð eru á undirstarfsstöð með hertu málmgrýti.

Ákvörðun er varðar starfsstöðvar er einungis notast við lífmassa og eru skráðar í viðauka I og falla undir tilskipun 2003/87/EB sem lögð var fyrir framkvæmdarstjórnina skv. 1. mgr. 11. gr þeirra tilskipunar sem og samsvarandi gögnum er hafnað.

Gögnum vegna endurgjaldslausra losunarheimildir frá starfsstöðvum í viðauka II þessara ákvörðunar, sem og gögnum sem hafa samsvarandi viðmiðunargildi afurða vegna undirstöðva fyrir starfsstöðvarnar og eru taldar eru upp í viðauka III þessarar ákvörðunar og falla undir tilskipun 2003/87/EB sem lögð var fyrir framkvæmdarstjórnina skv. 1. mgr. 11. gr. þeirrar tilskipunar er hafnað.

Ekki er því mótmælt ef að aðildarríki breytir gögnum er varða skiptingu undirstöðva sem lögð eru fram fyrir starfsstöðvar á yfirráðasvæði þess sem eru á lista sem um getur í 3. mgr. og eru skráðir í viðauka III þessarar ákvörðunar áður en ákvörðun er gerð um bráðabirgðaútreikninga endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir hvert ár frá árinu 2021 til 2025 í samræmi við 5. mgr. 14. gr. reglugerðar (ESB) 2019/331. Tilkynna skal framkvæmdastjórninni ef að slíkar breytingar eiga sér stað og aðildarríki skulu ekki halda áfram að ákvarða upphaflegar árlegar endurgjaldslausar losunarheimildir fyrir ár hvert frá 2021-2025 þar til viðunandi breytingar hafa verið gerðar. Engin andmæli eru sett fram vegna lista yfir starfsstöðvar sem falla undir tilskipun 2003/87/EB eins og lagt var fram af aðildarríkjunum skv. 1. mgr. 11. gr. tilskipunar 2003/87/EB og gögnum er svara til þeirra starfsstöðva.

Viðaukar þessarar ákvörðunar eru þrír og hafa þeir að geyma lista yfir starfsstöðvar í Svíþjóð og Finnlandi er:

-notast einungis við lífmassa (viðauki I).

-notast við millivöru fyrir kalk framleiðslu (viðauki II).

-notast við viðmiðunargildi (e. product benhcmark) fyrir hert málmgrýti í stað viðmiða fyrir hita og eldsneyti (viðauki III).

Ákvörðun þessi hefur ekki áhrif hér á landi þar sem hún tekur einungis til tiltekinna starfsstöðva í Svíþjóð og Finnlandi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021D0355
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 68, 26.2.2021, p. 221
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 8.2.2024, p. 58
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/275, 8.2.2024