32021R0057

Commission Regulation (EU) 2021/57 of 25 January 2021 amending Annex XVII to Regulation (EC) No 1907/2006 of the European Parliament and of the Council concerning the Registration, Evaluation, Authorisation and Restriction of Chemicals (REACH) as regards lead in gunshot in or around wetlands


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/57 frá 25. janúar 2021 um breytingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi blýi í skotfærum í eða umhverfis votlendi) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH))
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 285/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin felur í sér að bæta við takmörkunum á markaðssetningu og notkun blýs og blýsambanda sem talin eru upp í 63. tl. XVII. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH). Með takmörkunum eru sett fram mörk fyrir styrk blýs og blýsambanda í byssuskotum sem notuð eru við veiðar í votlendi eða í kringum votlendi.

Nánari efnisumfjöllun

Í 63. tl. XVII. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH) eru taldar upp þær takmarkanir sem gilda á markaðssetninguog notkun á blýi og blýsamböndum.

Evrópusambandið og 23 aðildarríki eru samningsaðilar að samningi um verndun votlendisfugla sem ferðast milli Afríku og Evrópu. Í samningnum er krafist af samningsaðilum að hverfa frá notkun blýskota við veiðar í votlendi í áföngum en þó eins fljótt og auðið er í samræmi við tímaáætlun sem aðildarríki hefur sett sér eða verið birt opinberlega.

Í 2. mgr. 4. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 147/2009 er krafist að aðildarríkin leggi sérstaka áherslu á vernd votlendis, einkum votlenda sem hafa alþjóðlegt gildi, með því að gera varðveisluráðstafanir m.t.t. farfugla.

Þann 3. desember 2015 bað framkvæmdarstjórnin Efnastofnun Evrópu (ECHA) um að útbúa málsskjöl m.t.t. þess að skoða útvíkkun á takmörkunum í XVII. viðauka sem gilda um blý og blýsambönd til að takmarka áhættu á umhverfi og heilbrigði manna sem hlýst af notkun blýs og blýsambanda í byssuskotum við veiðar í votlendi.

Þann 21. júní 2017 birti ECHA málsskjöl þar sem lagt var til að takmarka notkun blýs og blýsambanda í byssuskotum við veiðar með haglabyssu innan votlendis eða þar sem notuð byssuskot lenda innan votlendis. Jafnframt var lagt til að takmarka vörslu byssuskota í votlendi sem innihalda blý í styrkleika 1% eða hærri. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að notkun blýs í byssuskotum í votlendi leiðir til áhættu fyrir votlendisfugla sem innbyrða notuð byssuskot, þ.e. eiturefnafræðilegra áhrifa, þ.m.t. dauða. Stofnunin lagði til 3 ára aðlögunartíma fyrir takmörkunina.

ECHA benti á að nú þegar væru til staðgöngulausnir fyrir blý í byssuskotum t.d. stál og bismút. Þessar staðgöngulausnir eru auðfáanlegar, tæknilega framkvæmanlegar og hafa mun minni áhættu á heilsu manna og umhverfi en blý.

Málsskjölin voru lögð fyrir RAC og SEAC, nefndir á vegum Efnastofnunar Evrópu og skilaði stofnunin áliti þeirra til framkvæmdastjórnarinnar þann 17. ágúst 2018. Eftir að hafa tekið málsskjölin, álit RAC og SEAC, félagshagfræðileg áhrif og aðgengi að staðgöngulausnum til greina var niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar að áhætta fyrir umhverfið og möguleg áhætta fyrir heilbrigði manna vegna byssuskota sem hleypt er af innan votlendis eða í kringum votlendi sé óviðunandi, sem mæta þurfi á grundvelli Evrópusambandsins í formi takmörkunar sem bætist við sem 11. mgr. við 63. tl. XVII. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH).

Eftir 15. febrúar 2023 verður bannað innan votlendis eða 100 m útfrá votlendi að:
- hleypa af skoti sem inniheldur blý í styrkleikanum 1% eða hærra.
- bera slík skot við veiðar í votlendi eða í aðstæðum sem tengjast veiðum í votlendi.

Takmörkunin nær aðeins til þess að hleypa af og bera blýskot en ekki til setningar þeirra á markað.

Aðlögunartíminn er gefinn til að tryggja hagsmunaaðilum nægan tíma til að aðlaga sig að nýrri takmörkun og að aðildarríkin fái nægan tíma til að undirbúa sitt eftirlit.

Ef a.m.k. 20% af yfirráðarsvæði, að frátalinni landhelgi, aðildarríkis er votlendi má það aðildarríki vera undanþegið fyrrgreindri takmörkun og fylgja takmörkun sem nær einnig til markaðssetningar. Sú takmörkun bætist við sem 12. mgr. við 63. tl. XVII. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH).

Eftir 15. febrúar 2024 verður bannað á öllu yfirráðarsvæði aðildarríkis að:
- setja á markað byssuskot sem inniheldur blý í styrkleikanum 1% eða hærra.
- hleypa af slíku byssuskoti.
- bera slík skot við veiðar í votlendi eða í aðstæðum sem tengjast veiðum í votlendi.

Aðildarríki sem hyggst nýta þetta ákvæði skal tilkynna framkvæmdastjórninni um það fyrir 15. ágúst 2021 og senda innihald innleiddra landsráðstafanna eigi síðar en 15. ágúst 2023.

Þau aðildarríki sem hafa nú þegar innlend ákvæði sem ganga lengra í að banna eða takmarka blý í byssuskotum til verndar umhverfi og heilbrigði manna heldur en kveðið er á í þessari reglugerð mega halda slíkum ákvæðum.

Reglugerðin tekur gildi á tuttugasta degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf gerðina með breytingu á reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).
Lagastoð er í 1. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0057
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 24, 26.1.2021, p. 19
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D064660/06
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 19, 29.2.2024, p. 13
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/535, 29.2.2024