32021R0700

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/700 of 26 March 2021 amending and correcting Regulation (EU) No 1321/2014 as regards the maintenance data and the installation of certain aircraft components during maintenance


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/700 frá 26. mars 2021 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar viðhaldsgögn og ísetningu tiltekinna loftfarsíhluta meðan á viðhaldi stendur
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 134/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða reglugerð um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014. Markmiðið er að bæta og leiðrétta ákvæði í reglugerð (ESB) 1321/2014 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og samræma kröfur við ákvæði reglugerðar (ESB) nr. 748/2012. Jákvæð áhrif. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða reglugerð um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014. Markmiðið er að bæta og leiðrétta ákvæði í reglugerð (ESB) 1321/2014 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og samræma kröfur við ákvæði reglugerðar (ESB) nr. 748/2012.
Reglugerðin mun taka gildi á 20. degi eftir birtingu í Stjórnartíðindum ESB. Ákvæði 1. gr. skal hafa gildi frá 18. maí 2022 að undanskildum liðum 1. gr. (1) og liðir (5), (6) og (8) í 1. viðauka við gerðina – sem skulu gilda frá 18. apríl 2021.
Aðdragandi: Í reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 er mælt fyrir um kröfur um áframhaldandi lofthæfi loftfara, þ.m.t. kröfur til þess hvernig tilteknir hlutir eru sett í loftför.
Þegar nýr hlutur er settur upp í tengslum við viðhald loftfars er krafa um að EASA-eyðublað nr. 1 fylgi loftfarshlutnum. Eyðublaðið er gefið út í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 748/2012. Með því er staðfest að hluturinn sé í samræmi við samþykkt hönnunargögn.
Ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 748/2012 um leiðbeiningar um áframhaldandi lofthæfi var nýlega breytt. Þá var afnumin krafa um að gefa þurfi út EASA-eyðublað nr. 1 þegar settur er nýr hlutur í loftfar ef áhrif á öryggi flugrekstrar eru hverfandi.
Efnisútdráttur: Með þessari gerð eru gerðar breytingar á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 í þeim tilgangi að samræma ákvæði hennar við reglugerð (ESB) nr. 748/2012.
Breytingarnar snúa að skilgreiningu á viðhaldsgögnum sem er samræmd skilgreiningu skv. reglugerð 748/2012.
Aðlögunartímabil skv. reglugerð (ESB) 2019/1383, sem ljúka átti 24. september 2021, og á að gera fyrirtækjum sem annast stjórnun á áframhaldandi lofthæfi og viðhaldi unnt að gera breytingar á verklagsreglum og skipta yfir í Part-CAMO eða Part-CAO leyfi eftir því sem við á, er framlengt um 6 mánuði þ.e til 24. mars 2022, vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins.
Þá eru rangar tilvísanir og ritstjórnarvillur eru leiðréttar.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur jákvæð áhrif hér á landi þar sem ákvæði hennar gefa leyfishöfum meiri tíma til þess að hlíta nýju Part-CAMO kröfum og Part-CAO eftir því sem við á. Gerðin léttir líka á kröfum um íhluti sem þurfa ekki EASA-eyðublað nr. 1 eftir viðhald.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð: 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0700
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 145, 28.4.2021, p. 20
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D071180/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 101
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02277, 9.11.2023