32021R0941

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/941 of 10 June 2021 laying down a specific procedure for identifying heavy-duty vehicles certified as vocational vehicles but not registered as such and applying corrections to the annual average specific CO2 emissions of a manufacturer to take those vehicles into account

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/941 frá 10. júní 2021 um sérstakt verklag til að auðkenna þung ökutæki sem eru vottuð sem atvinnuökutæki en eru ekki skráð sem slík og til að leiðrétta árlega, sértæka meðalkoltvísýringslosun framleiðanda til að taka þessi ökutæki með í reikninginn
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem er hluti af ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar sem hefur ekki öðlast gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 082/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Komið hafa upp tilfelli þar sem þung ökutæki hafa verið vottuð sem atvinnuökutæki en ekki skráð sem slík. Um þau hefur þá gilt svokölluð árleg sértæk meðaltalsbundin losun CO2 hjá framleiðenda. Litið er á það sem svo að útreikningur á sértækri meðaltalsbundinni losun þungra ökutækja á CO2 sem hafa verið skráð ranglega sé óhagstæðari fyrir framleiðendur en hefði ökutækið verið skráð sem atvinnuökutæki frá upphafi. Þetta þarf að leiðrétta. Takmörkuð áhrif hér á landi. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Tilgreind verði þung ökutæki sem hafa verið vottuð sem atvinnuökutæki en hafa ekki verið skráð sem slík.Aðdragandi: Komið hafa upp tilfelli þar sem þung ökutæki hafa verið vottuð sem atvinnuökutæki en ekki skráð sem slík. Um þau hefur þá gilt svokölluð árleg sértæk meðaltalsbundin losun CO2 hjá framleiðenda. Litið er á það sem svo að útreikningur á sértækri meðaltalsbundinni losun þungra ökutækja á CO2 sem hafa verið skráð ranglega sé óhagstæðari fyrir framleiðendur en hefði ökutækið verið skráð sem atvinnuökutæki frá upphafi. Þetta þarf að leiðrétta.Greiða á úr misræminu í samræmi við reglugerð (EU) 2018/956. Í þeim tilgangi á að leyfa aðildarríkjum og framleiðendum að gera athugasemdir við fyrirliggjandi upplýsingar og eftir atvikum koma að nýjum upplýsingum. Leiðréttingar vegan þessa þurfa að vera letjandi og í hlutfalli við þá skekkju sem greinst hefur.Til að auðkenna þung ökutæki sem eru vottuð sem atvinnuökutæki en ekki skráð sem slík þykir rétt að nota gögn sem veitt eru af framleiðendum og aðildarríkjum í samræmi við reglugerð (EU) nr. 2018/956.Telji Framkvæmdastjórnin að ökutæki hefði átt að vera skráð sem atvinnuökutæki skal hún leiðrétta þær upplýsingar sem aðildarríkin lögðu fram í samræmi við það og meðhöndla ökutækið sem atvinnuökutæki í skilningi greinar 2(3) í Reglugerð (EU) 2019/1242.Þær ráðstafanir sem reglugerðin kveður á um eru í samræmi við álit Nefndar um loftslagsbreytingar.Efnisúrdráttur: 1. gr. fjallar um auðkenningu á þungum ökutækjum sem vottuð eru sem atvinnuökutæki en ekki skráð sem slík.•        1) Framkvæmdastjórn ESB skal gera lista yfir þung ökutæki sem hafa verið vottuð samkvæmt 3. mgr. 2. gr. reglugerðar 2019/1242/ESB sem atvinnuökutæki byggt á gögnum frá framleiðendum samkvæmt 5. gr. reglugerðar 2018/956/ESB 5. gr. reglugerðar 2018/956/ESB en voru ekki skráð sem atvinnuökutæki á grundvelli gagna frá aðildarríkjunum samkvæmt 4. gr. reglugerðar 2018/956/ESB.•        2) Framkvæmdastjórn ESB skal útvega þeim lögbæru yfirvöldum, sem vísað er til í 2. mgr. 4. gr. og tengiliði framleiðenda samkvæmt 2. mgr. 5. gr. reglugerðar 2018/956/ESB, viðeigandi hluta af lista samkvæmt 1. mgr.•        3) Lögbær yfirvöld og framleiðendur geta veitt Framkvæmdastjórn ESB skýringar og leiðréttingar á gögnum sem þau stóðu skil á samkvæmt 4. og 5. gr. reglugerðar 2018/956/ESB innan mánaðar frá því þeim var afhentur listi samkvæmt 2. mgr.•        4) Framkvæmdastjórn ESB skal, eftir að hafa fengið skýringar eða í lok mánaðarfrests skv. 3. mgr., meta listann skv. 1. mgr. yfir þung ökutæki á grundvelli tilkynntra skýringa samkvæmt 3. mgr., röksemda aðilanna og mögulegra frekari athugana.•        5) Ef Framkvæmdastjórn ESB ályktar, á grundvelli niðurstöðu mats samkvæmt 4. mgr., að þung ökutæki sem auðkennd hafa verið samkvæmt 1. mgr. hafi réttilega verið skráð sem annað en atvinnuökutæki, skal Framkvæmdastjórn ESB beita leiðréttingum á árlegu sértæku CO2 mengunarmeðaltali ökutækjaframleiðanda í samræmi við 2. gr. til að taka tillit til þessara ökutækja.•        6) Á grundvelli tæknilegra eiginleika ökutækja getur framkvæmdastjórn ESB skipt út upphaflegri vottun um að um atvinnu ökutæki sé að ræða fyrir vottun sem skal þá vera endurreiknuð af framleiðandanum í samræmi við tæknilega eiginleika ökutækisins. Þetta á við í ökutækjaflokkum 4, 5, 9 eða 10 í töflu 1 í viðauka I við reglugerð 2017/2400/ESB. Í slíku tilviki skal Framkvæmdastjórn ESB ekki beita leiðréttingum á árlegu sértæku CO2 mengunarmeðaltali ökutækjaframleiðanda í samræmi við 2. gr. til að taka tillit til þessara ökutækja. Þau skulu vera talin með við ákvörðun á sértæku CO2 meðaltali ökutækjaframleiðanda samkvæmt ákvæðum reglugerðar 2019/1242/ESB, sérstaklega þegar framleiðandi hefur gripið til ráðstafana sem eðlilegt er að búast við á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja þegar hann lýsir yfir stuðningi við rétta yfirlýsingu ökutækis sem atvinnuökutækis.•        7) Ef byggt er á niðurstöðu matsins samkvæmt 4. mgr. leiðréttir Framkvæmdastjórn ESB gögn sem tilkynnt voru af aðildarríkjunum samkvæmt 4. gr. reglugerðar 2018/956/ESB og tilkynnir því aðildarríki sem sá um skráninguna upphaflega um leiðréttinguna.2. gr. fjallar um leiðréttingaraðferð á sértæku CO2 mengunarmeðaltali.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Hefur aðallega áhrif á framleiðendur ökutækja sem ekki er að finna hér á landi.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Athugast að reglugerð 2018/956/ESB hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleitt í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: Framleiðendur, Samgöngustofa, Eftirlitsstofnun EFTA.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofna nir, lönd utan EES: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleitt í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0941
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 205, 11.6.2021, p. 77
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D072876/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 45, 7.7.2022, p. 60
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 7.7.2022, p. 72