32021R1244

Commission Delegated Regulation (EU) 2021/1244 of 20 May 2021 amending Annex X to Regulation (EU) 2018/858 of the European Parliament and of the Council as regards the standardised access to vehicle on-board diagnostics information and repair and maintenance information, and the requirements and procedures for access to vehicle security information


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1244 frá 20. maí 2021 um breytingu á X. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 að því er varðar staðlaðan aðgang að upplýsingum úr innbyggðu greiningarkerfi ökutækisins og upplýsingum um viðgerðir og viðhald, sem og kröfur og verklagsreglur vegna aðgangs að öryggisupplýsingum ökutækja
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 050/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með þessari reglugerð er verið að skýra og samræma kröfur til að fá aðgang að upplýsingum um ökutæki eins og mælt er fyrir um þær í reglugerð 2018/858 Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Í reglugerð ESB 2018/858 er mælt fyrir um tæknilegar kröfur sem uppfylla þarf til að fá aðgang að upplýsingum úr OBD, e. On-board diagnostics og RMI, e. Repair and Maintenance Information. Með þessari reglugerð eru gerðar breytingar á þessum kröfum. Einnig eru boðaðar sérstakar tæknilegar kröfur sem uppfylla þarf til að fá aðgang að öryggisþáttum ökutækis, e. Vehicle security features – SERMI.Aðdragandi:1. Í grein 61(2) í reglugerð 2018/858/EB er gerð sú krafa til framleiðenda að gera upplýsingar úr innbyggðu greiningarkerfi ökutækis, e. vehicle on-board diagnostics (OBD) information, hér OBD-upplýsingar og viðgerðar- og viðhaldsupplýsingum ökutækis, e. vehicle repair and maintenance information (RMI), hér RMI-upplýsingar, aðgengilegar á vefsíðum sínum. Engar samræmdar kröfur eru þó gerðar til þess hvernig gera á upplýsingarnar aðgengilegar. Af því leiðir að sjálfstæðir rekstraraðilar verða að laga sig að fjölda mismunandi tegunda af vefþjónustu og hugtakasöfnum.2. Með því að staðla heimasíður og hugtakanotkun væri byrði létt af þessum aðilum.3. Aðgangur að upplýsingum úr innbyggðu greiningarkerfi ökutækis og viðgerðar- og viðhaldsupplýsingum ökutækis á ekki að vera háður því hvernig aflrás ökutækis er. Því er nauðsynlegt að gera ljóst að slíkur aðgangur sé ekki aðeins gerður að skyldu vegna mengunarkrafna, e. emission related requirements.4. Þann 15. september 2014 birtu Staðlasamtök Evrópu (CEN) hluta 1 af 5 af stöðlum EN ISO 18541 „Road vehicles – Standardizes access to automotive repair and maintenance information (RMI)“. Markmið þess hluta er að greiða fyrir skiptum á OBD-upplýsingum og RMI-upplýsingum ökutækja milli framleiðenda og sjálfstæðra rekstraraðila með því að setja tæknilegar kröfur til að greiða fyrir aðgangi að þessum upplýsingum og ferli sem fylgja þarf til að fá aðganginn. Það er því við hæfi í viðauka X við reglugerð 2018/858/EB að vísa til krafna í hluta 1 af 5 af stöðlum EN ISO 18541-2014.5. Að því gefnu að OBD-upplýsingar og RMI-upplýsingar feli í sér upplýsingar sem eru mikilvægar til að tryggja öryggi ökutækisins ætti aðeins að veita aðgang að ákveðnum öryggisþáttum ökutækisins til sjálfstæðra rekstraraðila sem starfa í samræmi við kröfur þess viðauka.6. Til er sérstakur vettvangur um aðgang að upplýsingum um ökutæki. Til hans er vísað í grein 66(1) í reglugerð 2018/858/EB. Vettvangurinn nefnist: Vettvangur um aðgang að upplýsingum um ökutæki. Samkvæmt tilmælum hans ættu þessar kröfur að fela í sér samskonar kröfur og gerðar eru til samþykkis á sjálfstæðum rekstraraðilum.Því er nauðsynlegt að mæla fyrir um faggildingu þeirra sjálfstæðu rekstraraðila til að fá aðgang að öryggistengdum viðgerðar- og viðhaldsupplýsingum ökutækis. Sú meðferð ætti að byggja á sérstöku kerfi: Kerfi fyrir faggildingu, samþykki og heimild til að fá aðgang að öryggistengdum upplýsingum um viðgerðir og viðhald með vísan til reglugerðar (ESB) 765/2008. Einnig er nauðsynlegt að fá aðgang að upplýsingum um það hvort slíkir rekstraraðilar stundi ólögmæta atvinnustarfsemi.7. Auk þess er nauðsynlegt að kveða á um hlutverk og ábyrgð þeirra aðila sem koma að viðurkenningu og leyfisveitingu sjálfstæðra rekstraraðila og þeirra starfsmanna sem fá aðgang að öryggistengdum upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækis.Efnisúrdráttur: Viðauka X við reglugerð 2018/858/EB er breytt í samræmi við viðauka reglugerðar þessarar.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Hefur aðallega áhrif á framleiðendur ökutækja sem ekki er að finna hér á landi.Möguleg áhrif á þá aðila sem þurfa að skoða upplýsingar með OBD við almenna aðalskoðun ökutækis og undir það falla fyrirtæki sem annast lögbundnar skoðanir á ökutækjum.Það er þó rétt og mikilvægt að taka fram að reglugerð 2018/858/ESB, sem ekki hefur verið tekin upp í EES-samninginn, kemur til með að hafa mikil áhrif. Fyrir liggur að lýst hefur verið yfir stjórnskipulegum fyrirvara vegna þeirrar gerðar.  Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð að hluta er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Gerðin verður innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja.  Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Óverulegur.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð að hluta er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Gerðin verður innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1244
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 272, 30.7.2021, p. 16
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2021)3377
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 45, 7.7.2022, p. 10
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 7.7.2022, p. 21